Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 24
Frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og for- maður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna (1924- 1960), i fyrsta einkennis- búningi félagsins og jafn- framt íslensku hjúkrunar- stéttarinnar. Búningurinn var blár aðskorinn kjóll, blá tvihneppt kápa, blár hattur, blár slörhattur með hvítri bryddingu við ennið og þríhyrndri slæðu er féll aftur. Honum fylgdi lítill silfurskjöldur, hand- leggsmerki með stöfunum F.I.H. (Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna). Heimild: María Pétursdóttir, 1969. Hjúkrunarkonur og hjúkrunarnemar Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna. Ein hjúkrunarkvennanna ber armbindi félagsins. Blár kross var á miðju bindinu. Armbindið skyldi fest á vinstri upphandlegg eins og félagið sagði til um. í lok ársins 1924 hættu hjúkrunarkonur/nemar Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna að nota armbindin sem auðkennt höfðu störf þeirra til þess tíma. Myndin er í eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Árið 1927 var haldið i Reykjavik fulltrúaþing Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN). Á þessari mynd, sem tekin var við það tækifæri, má sjá nokkrar islenskar hjúkrunarkonur í einkennisbúningi Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna. Fremst á myndinni til vinstri er Bergljot Larsson, norsk hjúkrunarkona og varaformaður SSN, Charlotte Munck, hjúkrunarkona frá Danmörku og formaður SSN (1921-1932), Sæmundur Bjarnhéðinsson, yfirlæknir Holdsveikraspítalans í Laugarnesi. í aftari röð fremst til vinstri stendur Harriet Kjær, yfirhjúkrunarkona Holdsveikraspítalans í Laugarnesi, þriðja til vinstri í aftari röðinni stendur frú Sigriður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og formaður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna (1924-1960), i einkennisbúningi félagsins. í sömu röð má sjá fjórar íslenskar hjúkrunarkonur í einkennisbúningi félagsins. Myndin er i eigu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 240 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.