Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 26
\ \ i i li ■ ' '■ j . — yir? 1 ifltw— : Vj i | Ti / k. m r w mjk | (ÉP . f-- H ■ U 1 -pF ~ t-ljH ijjri ( j ( / i m Hjúkrunarnemar Hjúkrunarskóla íslands árið 1960. Nemarnir höfðu lokið forskólanámi, þ.e. fyrstu þremur mánuðum námsins. Eftir það tók við verklegt nám á sjúkrastofnunum. Myndin er i einkaeign. Árið 1952 var hvítur kappi tekinn upp i staðinn fyrir blæjuna og fimm árum síðar var farið að næla bláum bólum í kappann til að auðkennaáhvaða námsári hjúkrunarnemi var. Þrjár bólur í kappanum sýna að hjúkrunarneminn var á síðasta námsári í Hjúkrunarskóla íslands. Myndin er i eigu Erlu Dórisar Halldórsdóttur. hálskraga og stuttum ermum, aðskornum og tvíhnepptum blá- um frakka með flibbakraga sem féll þétt að hálsi, bláum hatti úr velúrfilti með djúpum kolli og bláu silkibandi, bláum slörhatti úr crepe du chine með hvítri bryddingu við ennið og þríhyrndri slæðu er féll aftur. Sídd kjólsins og frakkans átti að vera rétt fyrir ofan ökklann. Búningnum fylgdi lítill silfurskjöldur, handleggsmerki með stöfunum F.Í.H. (Fjelag íslenskra hjúkrunar- kvenna) sem var fest í blátt silki- band. Síðan skyldi það fest utan á frakkann eða kjólinn á vinstri handlegg. Þær hjúkrunarkonur, sem klæddust búningnum, áttu að vera í svörtum eða bláum sokkum og svörtum skóm. Á sumrin máttu þær vera í hvítum skóm ( stað svartra (Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna, 1926). Rebekka Hjörtþórsdóttir, sauma- kona í Reykjavík, var fengin til þess að sauma kjólinn. Búningnum áttu þær hjúkrunarkonur að klæðast sem störf- uðu við heimahjúkrun (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga). Hjúkrunarkonur félagsins gátu klæðst búningnum við önnur tækifæri, svo sem þegar þær mættu á fundi félagsins og/eða á hjúkrunarmót. (Sigríður Eiríks- dóttir, 1926). Árið 1927 var haldið í Reykjavík fulltrúaþing Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN) og klæddust nokkrar íslenskar hjúkrunarkonur einkennisbún- ingi Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga). Áður en fyrsti einkennisbúningur Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna leit dagsins Ijós hafði stjórn félagsins samþykkt að hjúkrunarkonur og nemar félagsins greindu sig frá öðru starfsfólki sjúkrahúsa með einhverjum hætti. Árið 1922 var þegar farið að tala um að hafa sérstök félagsmerki sem hjúkrunarkonur og hjúkrunarnemar félagsins skyldu næla í vinnufatnað þegar þær störfuðu við hjúkrunarstörf. í byrjun var talað um að kaupa merki frá Þýskalandi en ekkert varð úr þeim áformum þar sem það þótti of dýrt fyrir félagið. í stað félagsmerkja voru sérstök armbindi með bláum krossi valin á fundi Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna. Hjúkrunarkonur og hjúkrunarnemar, sem lokið höfðu sex mánaða hjúkrunarnámi á vegum félagsins, skyldu bera armbindi á hægri upphandlegg og nota ávallt þegar þær stunduðu hjúkrunarstörf (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Má ætlað að félagið hafi viljað sýna fólki að hjúkr- unarkonur væru sérstök stétt sem byggi yfir sérþekkingu sem fylgdi starfinu. [ byrjun ársins 1924 héldu nokkrar félagskonur Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna sýningu á hjúkrunargögnum í því skyni að safna fé til kaupa á félagsmerkjum. Söfnuðust 316,01 króna á sýningunni og var ákveðið að panta fyrstu merkin (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga). Teiknikennari Kennaraskóla íslands, Björn Björnsson, var fenginn til þess að teikna merkið. Danska hjúkrunarkonan, Davide Warncke sem starfaði sem yfirhjúkrunarkona á Vífilsstaðahælinu, átti hugmyndina að því að hafa blágresið í merkinu. Félagsmerkin voru smíðuð í Noregi og komu til íslands í lok ársins 1924 (María Þétursdóttir, 1969, Skjala- safn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga). Segir í funda- gerðabók Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna fyrir 30. desember 1924 að hjúkrunarkonur og hjúkrunarnemar félagsins skuli „bera merki þetta ávallt er þær eru við 242 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.