Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 27
hjúkrunarstörf, eða á annan hátt óska að sýna starfsemi
sína“ (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna).
Eftir að hjúkrunarkonur og nemar Fjelags íslenskra
hjúkrunarkvenna auðkenndu störf sín með merki félagsins
ákvað stjórnin að hætta að nota armbindi félagsins
(Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga).
Hvít blæja og kappi, arfleifð úr kaþólskum sið
Hjúkrunarkonur og hjúkrunarnemar Fjelags íslenskra hjúkr-
unarkvenna, sem störfuðu á spítölum hér á landi, fengu
sérstakan vinnuklæðnað (einkennisbúning) á árunum 1926
til 1927. Einkennisbúningur hjúkrunarnema félagsins var
bláröndóttur léreftskjóll með stuttum ermum og stífum
flibba. Yfir kjólinn klæddust þær hvítum svuntum. Hvíta
blæju báru þær á höfðinu og náði hún niður í mitti. Hjúkr-
unarkonur klæddust þá svipuðum búningi nema hvað
kjóllinn var hvítur í stað hins bláröndótta og með löngum
ermum. Farið var fram á að þær væru í hvítum sokkum og
hvítum skóm við búninginn (Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns
íslands, heimildir um hjúkrun, 1987).
Eftir að Hjúkrunarkvennaskóli íslands var stofnaður árið
1931 héldu nemar skólans áfram að klæðast sömu ein-
kennisbúningum og áður. Búningurinn var notaður
óbreyttur fram til ársins 1945. Þá um haustið kom einlitur
blár kjóll með föstum hvítum kraga í stað bláröndótta
kjólsins. Hvíta svuntan og blæjan breyttust ekki (Lýður
Björnsson, 1990). Árið 1952 urðu breytingar á höfuðfati
hjúkrunarnema hér á landi því þá settu þær hvíta kappa á
höfuð í stað hvítu blæjunnar (Lýður Björnsson, 1990).
Blæjan og síðar kappinn voru fest með hvítum spennum til
að haidast á höfði þess sem gekk með höfuðbúnaðinn.
Um svipað leyti fóru hjúkrunarkonur að nota hvíta
nælonkjóla í stað léreftskjóla við hjúkrunarstörf og settu
upp hvítan kappa í stað blæjunnar (María Þétursdóttir,
1969).
Hjúkrunarnemar höfðu fram að þessu ekki verið
aðgreindir eftir því á hvaða námsári þeir voru er þeir voru í
verklegu námi á sjúkrastofnunum. Árið 1957 var farið að
nota litlar bláar bólur sem festar voru framan á kappann.
Hjúkrunarnemi á fyrsta ári festi einni blárri bólu í kappa
sinn þegar hann hóf verklega námið, nemi á öðru ári festi
tveim bólum í kappa sinn og nemi á þriðja og síðasta árinu
festi þremur bólum í kappann (Lýður Björnsson, 1990).
Á sjötta áratugnum hóf karlmaður hjúkrunarnám við
Hjúkrunarskóla íslands og örfáir fetuðu í fótspor hans
(Lýður Björnsson, 1990). Þeir klæddust bláum buxum og
hvítum jökkum í verklegu námi á sjúkrastofnunum og
þurftu ekki að bera kappa á höfði.
Ég minnist þess sjálf, þegar ég hóf hjúkrunarnám við
Hjúkrunarskóla íslands árið 1976 að mér þótti mikið til
nemabúningsins koma. Eftir þriggja mánaða forskólanám
tók verklega námið við. Ég minnist þess þegar ég gekk
stolt á vakt út á Landspítala frá búningsklefa hjúkrunar-1
nema, sem var í kjallara skólans, í bláum kjól, hvítri stífaðri
svuntu, með stífan hvítan kappa á kollinum, festan með
hvítum spennum, í hvítum hnésokkum og hvítum reimuð-
um skóm. Og án þess að hafa hugleitt það sérstaklega þá
var hvíti kappinn, sem ég bar á höfði, arfleið úr kaþólskum
sið, tákn hógværðar, umhyggju og hlýðni (Muff, 1982).
Eins og fram hefur komið hér að framan var Hjúkrunar-
skóli íslands lagður niður árið 1986 og einkennisbúningur
hjúkrunarnema einnig. Hjúkrunarnám á íslandi varð
háskólanám. En eftir sem áður héldu hjúkrunarfræðingar,
útskrifaðir frá Hjúkrunarskóla íslands, áfram að bera
félagsmerki sem hafði fyrst komið fram árið 1924. En
breyting átti eftir að verða á þessu því 15. janúar 1994 var
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stofnað. Á sama tíma
voru Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga lögð niður. Nokkru áður en sameining
félaganna átti sér stað hafði stjórn beggja félaganna komið
sér saman um nýtt félagsmerki til handa félagsmönnum
sínum. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, hönnuður, var fengin til
að hanna nýtt merki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og
það merki nota hjúkrunarfræðingar nú (Sigríður Guð-
mundsdóttir, 1994).
Á sjúkrastofnunum víða um land hefur litaval búninga
starfsfólks orðið fjölbreyttara. Fjölbreytileikinn felur í sér að
starfsfólk getur valið milli þess að ganga í bleikum, gulum,
grænum eða bláum jakka og hvítum buxum við störf sín. En
aðgreining starfsstétta, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða,
gangastúlkna, ræstitækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, meina-
tækna og röntgentækna svo dæmi séu tekin, sést ekki á
vinnufatnaði þeirra. Læknar heilbrigðisstofnana klæðast
hvítum sloppum og buxum við störf sín þannig að segja má
að starfsgrein þeirra þekkist á vinnufatnaðinum. Víðast hvar
erlendis nota hjúkrunarfræðingar sérstakan einkennis-
klæðnað til að greina sig frá öðru starfsfólki sjúkrastofnana.
Eflaust eru skiptar skoðanir meðal hjúkrunarfræðinga um
einkennisbúning hjúkrunarstéttarinnar þó ekki hafi verið
fjallað um það á opinberum vettvangi. Eins og er tilheyrir
einkennisbúningur ísiensku hjúkrunarstéttarinnar fortíðinni.
Heimildir:
Erla Dóris Halldórsdóttir (1996). Upphaf hjúkrunarstéttar á íslandi. B.A.
ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands, bls. 69-70, 99.
Lýður Björnsson (1990). Saga Hjúkrunarskóla Islands 1931-1986.
Reykjavík: Hjúkrunarfélag íslands, bls. 62, 113.
María Pétursdóttir (1969). Hjúkrunarsaga. Reykjavík: María Pétursdóttir,
bls. 135-136.
Muff, Janet (1982). Socialization, sexism, and stereotyping women's
issues in nursing. London: The C. V. Mosby Company, bls. 397.
Sigríður Eiriksdóttir (1926). Einkennisbúningur hjúkrunarkvenna. Tímarit
Fjeiags íslenskra hjúkrunarkvenna 2:6, bls. 5.
Sigríður Guðmundsdóttir (1994). Val hins nýja merkis. Fréttablað Féiags
ísienskra hjúkrunarfræðinga 1:3, bls. 1.
Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. AA/1. Fundagerðabók
stjórnar fyrir aðal- og félagsfundi frá 1919 til 8. nóvember 1929.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands, heimildir um hjúkrun (1987).
Spurningaskrá 67.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
243