Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 28
Valgerður Katrín Jónsdóttir þjóðfélagsfræðingur og ritstjóri ICN kuiKÁ'CAð Á'CíK Á fjórða þúsund hjúkrunarfræðinga víðs vegar úr heiminum sameinuðust í því að halda hundrað ára afmæli alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, ICN, hátíðlegt í London í lok júní en þar voru alþjóðasamtökin stofnuð 1899. Hátíðarhöldin hófust með veglegri setningarhátíð í Royai Albert Hall þar sem stjórn samtakanna var kynnt en í henni á íslenskur hjúkrunarfræð- ingur sæti í fyrsta sinn, Ásta Möller, sem er fulltrúi Norðurlandanna. Þá voru fulltrúar landanna 119, sem eiga aðild að ICN, kynntir og þjóðfánar landanna mynduðu fánaborg niður af svölunum í salnum. Einkunnarorð hundrað ára hátíðar- haldanna báru með sér að haldið skyldi upp á fortíð og horft til framtíðar. „Fyrir hundrað árum kom hópur hug- rakkra kvenna saman og deildi með sér draumi um að hjúkrun gæti orðið afl til félagslegra framfara. Ekki bara í samfélagi þeirra sjálfra heldur um allan heim, afl sem gæti barist fyrir grundvallarmannréttindum, réttinum til að njóta góðrar heilsu," sagði Kirsten Stallknecht í opnunarræðu sinni. Hún sagði enn fremur að sem dæmi um framsýni þessara kvenna hefðu þær ekki haft kosningarétt í eigin löndum á þessum tíma og litið hafi verið á allt tal um lágmarkslaun, heilsutn/ggingar og rétt til góðrar heilsu sem hugarfóstur þeirra sem höfðu orð á slíku. Síðan fór Stallknecht með áhorfendur í ferð inn í 21. öldina þar sem tækninýjungar, alþjóðamenning og samfélagsbreytingar munu setja svip sinn á heilbrigðisþjónustuna og hlutverk hjúkrunarfræðingsins. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að tæknin yrði notuð í þjónustu hjúkrunarinnar með auk- inni umhyggju og mannúð. Að lokinni ræðu forseta ICN var slegið á léttari strengi og fram komu The Performers Company Besses O’The Barn brass band og Paperback Beatles. Þeir síðastnefndu vöktu gríðarlegan fögnuð viðstaddra enda gömlu bítlalögin endurvakin og að lokum stóðu fundargestir upp úr sætum sínum og sveifluðu sér í takt við „Bítlana". Fyrstu alþjóðlegu samtök heilbrigðisstarfsfólks Það var hinn 1. júlí 1899 sem frú Bedford Fenwick, sem hét reyndar Ethel Gordon að skírnarnafni, lagði til að alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga yrðu stofnuð að við- 244 Judith A. Oulton, aðalframkvæmdastjóri ICN og Christine Hancock, aðalritari RCN, prúðbúnar á leið í móttöku. stöddum 200 konum, þar á meðal hjúkrunarfræðingum víða úr heiminum. Ræturnar liggja þó lengra aftur í tímann til alþjóðasamtaka kvenna sem stofnuð höfðu verið áður, eða 1888, að frumkvæði Susan B. Anthony og May Wright Sewall. Á fimm ára afmæli samtakanna var stofnuð deild hjúkrunarfræðinga innan samtakanna, þar mættu þeir sem einstaklingar en voru ekki fulltrúar félaga. Lafði Aberdeen, sem var fyrsti forseti samtakanna, skipulagði ráðstefnu útivinnandi kvenna sem varð síðan árlegur viðburður. Á fyrstu ráðstefnu útivinnandi kvenna mættu fulltrúar hjúkrunarsamtaka og ýmis hjúkrunarmálefni voru til umfjöllunar. Á ráðstefnu, sem haldin var í Croydon í október 1897, mætti frú Bedford Fenwick sem fulltrúi hjúkrunarfræðinga og mælti með að stofnuð yrðu samtök hjúkrunarfræðinga til aukins hagræðis fyrir hjúkrunarstétt- ina. Nokkrum árum áður höfðu leiðir þeirra Fenwick, Laviniu Dock frá Bandaríkjunum og Agnes Karll frá Þýska- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.