Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 35
Valgerður Katrín Jónsdóttir
þjóðfélagsfræðingur og ritstjóri
„Pur{uw. A§ HOtA ÍÆkmiAA til A&
AukA Aœði kjúkrunAr“
-segir Kirsten Stallknecht, forseti ICN
Kirsten Stallknecht er 23. forseti ICN. Hún hóf störf sem
hjúkrunarfræðingur í Danmörku 18 ára að aldri og lét
snemma til sín taka á sviði félagsmála. Forseti danska
hjúkrunarfélagsins varð hún 30 ára að aldri og í forseta-
stólnum sat hún í 28 ár eða þar til hún varð forseti ICN árið
1996. Stallknecht var einnig forseti Norrænu hjúkrunar-
samtakanna, SSN, og samstarfsnefndar hjúkrunarfræð-
inga í Evrópu. Hún hefur auk þess átt sæti í ýmsum nefnd-
um og ráðum á vegum danskra stjórnvalda.
Hún hefur verið óþreytandi í að berjast fyrir bættum
kjörum hjúkrunarfræðinga og hefur m.a. lagt áherslu á
mikilvægi þess að þeir fái launauppbætur vegna óþægi-
legs vinnutíma og að þeir geti sameinað vinnu og fjöl-
skyldulíf. í opnunarræðu sinni í Albert Hall sunnudaginn
27. júní varð Stallknecht tíðrætt um hvað framtíðin gæti
borið í skauti sér og setti á svið tvær mismunandi fram-
tíðarmyndir, annars vegar þar sem tæknin réð ferðinni á
kostnað góðrar hjúkrunar og hins vegar þar sem tæknin
var nýtt í þágu betri hjúkrunar.
„Já, það er eitt af helstu viðfangsefnum sem hjúkrunar-
fræðingar framtíðarinnar standa frammi fyrir að nota tækn-
ina til að bæta hjúkrun," segir hún í stuttri stund milli stríða
í bakherbergi inn af blaðamannaherberginu í Westminster
Central Hall þar sem haldið var upp á hundrað ára afmæli
ICN. Auk ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga er prófessor
Michael Herbst ritstjóri hjúkrunartímarits í Suður-Afríku á
staðnum en Kirsten hefur barist ötullega gegn pyndingum
og því hvernig fólk er tekið af lífi með lyfjagjöf en þær
aðferðir eru m.a. notaðar af stjórnvöldum í Afríku.
Hún nefnir sem dæmi að tæknin hafi haft í för með sér
að fólk geti lifað lengur með hjálp ýmissa véla og sumir
séu meira eða minna meðvitundarlausir í lengri eða
skemmri tíma. Hún leggur áherslu á að hjúkrunarfólk og
læknar verði að gera sér grein fyrir því að sýna þurfi fólki
nærgætni þó það virðist meðvitundarlaust því heyrnin sé
það skilningarvit sem sé virkt hjá sjúklingnum allt fram á
síðustu stundu. „Hjúkrunarfræðingar geta talað við fólk
jafnvel þó það sé í öndunarvélum og geti ekki svarað.
Jafnvel mjög veikt fólk getur heyrt það sem fram fer þó
það geti ekki tjáð sig, það getur ekki einu sinni látið vita að
það heyri. Við vitum því aldrei hvort sjúklingarnir heyra í
„Jafnvel mjög veikt fólk getur heyrt það sem fram fer
þó það geti ekki tjáð sig.“
okkur eða ekki. Því verðum við að vera nærgætin þegar
við hjúkrum fólki sem er þannig ástatt um og gæta þess
að tala ekki um sjúklingana eins og þeir séu ekki til staðar
því þeir heyra kannski í okkur. Við getum líka snert
sjúklingana og verðum að reyna að gæta þess að þeim líði
eins vel og kostur er, að það sé eins vel búið að þeim
líkamlega og hægt er, jafnvel þó við vitum ekki hvort þeir
finna til eða ekki. Ég held það sé mjög mikilvægt að
tæknin stjórni ekki ferðinni varðandi hjúkrunina og að við
gleymum því ekki að þó að sjúklingurinn virðist með-
vitundarlaus, geti t.d. ekki tjáð sig, þá getum við samt haft
samband við hann með því að koma við hann og annast
hann vel. Sjúklingar kvarta oft yfir því að starfsfólkið,
læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir, tali hvað við annað yfir
251
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999