Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 45
Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur kjaramái klÁíaJoUIaAvUAIM. UuHAMUR. Skýrsla félagsmálaráðuneytisins þar sem lýst er tilraunaverkefni um starfsmat. Félagsmálaráðuneytið gaf út skýrslu í maí sl. sem nefnist „Starfsmat gegn kynbundnum launamun". í henni er lýst framkvæmd og niðurstöðum tilraunaverkefnis um starfs- mat. í skýrslunni eru einnig leiðbeiningar um framkvæmd starfsmats og helstu kröfur sem starfsmatskerfi þurfa að uppfylla til að tryggt sé að starfsmatskerfi mismuni ekki kynjum. Tilraunaverkefni um starfsmat var framkvæmt á Ríkis- spítölum, Hitaveitu Reykjavíkur og Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Starfshópur um starfsmat, sem skipaður var af félagsmálaráðherra á árinu 1995, hafði yfirumsjón með framkvæmd tilraunaverkefnisins en þessi starfshópur var leystur frá störfum áður en endanleg niðurstaða um efni skýrslunnar lá fyrir. í starfshópi um starfsmat áttu sæti full- trúar BSRB, BHM, ASÍ, Jafnréttisráðs, fjármálaráðuneytis- ins og Reykjavíkurborgar. Sif Friðleifsdóttir, alþingismaður, var formaður starfshópsins. Skýrslan er skrifuð af Margréti Erlendsdóttur, verkefnisstjóra tilraunaverkefnisins. Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, var fulltrúi BHM í starfshópi um starfsmat. Áður hefur verið fjallað um starfsmat í Tímariti hjúkr- unarfræðinga. í 2. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga á árinu 1997 skrifaði Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, grein um starfsmat þar sem m.a. var gerð grein fyrir HAC - starfsmatskerfinu og sagt frá tilraunaverkefni um starfsmat sem var þá í vinnslu. í sama tölublaði birtist fyrirlestur sem dr. Pat Armstrong hélt um starfsmat á ráðstefnu Samtaka norrænna hjúkrunarfræðinga í september 1996. í Tímariti hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 74. árg. 1998 skrifaði Hildur Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um þetta tilraunaverkefni á Ríkisspítölum en hún var einn fulltrúi BHM í stýrinefnd innan Ríkisspítala. í skýrslu félagsmálaráðuneytisins „Starfsmat gegn kyn- bundnum launamun" er að finna mikinn fróðleik um starfs- mat og nákvæma lýsingu á tilraunaverkefninu. í verkefninu var notað starfsmatskerfi sem kallast HAC og var samið af sænsku vinnumálastofnuninni. Þetta kerfi var notað til að meta ákveðin störf innan ofangreindra stofnana og raða þeim innbyrðis út frá niðurstöðum verkefnisins. Ekki var gerð tilraun til að tengja niðurstöður tilraunaverkefnisins launum starfsmanna. Starfsmat er kerfisbundin aðferð við að meta innihald og verðmæti starfa. Aðeins starfið sem slíkt er metið en ekki einstaklingurinn sem sinnir þvl. Starfsmat nýtist því fyrst og fremst við að ákveða grunnlaun. Sá hluti launa, sem taka á mið af sérstakri frammistöðu einstaklinga eða hópa, verður ekki ákveðinn með starfsmati. Til þess þarf að nota aðrar aðferðir, t.d. frammistöðumat. Aðferðin felst í því að skrifaðar eru starfslýsingar fyrir þau störf sem á að meta og starfslýsingarnar eru síðan skoðaðar og metnar samkvæmt skilgreiningum þess starfsmatskerfis sem notað er. í starfsmatskerfinu eru fyrir- Þættir HAC-starfsmatskerfisins: Kunnátta og færni Ábyrgð Áreynsla Umhverfi og áhætta • Menntun, • Ábyrgð á verðmætum • Líkamleg áreynsla, • Umhverfi, • starfsþjálfun, og uþþlýsingum, • andleg áreynsla. • hætta á • llkamleg færni, • ábyrgð á verkstjórn, meiðslum/ • hugræn færni, • ábyrgð á fólki, sjúkdómi. • félagsleg færni, • ábyrgð á • sérstök kunnátta skipulagningu, og færni. þróun og árangri. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999 257
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.