Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 47
Nokkrir punktar í kjúkvunAY'á Islandi Menntamál 1898 Fyrsta fulllærða hjúkrunarkonan kemur til starfa á íslandi. Hún var dönsk og hét Christophine Jurgensen. Hún réðst til starfa við Holdsveikra- spítalann í Laugarnesi. Fyrstu íslensku hjúkrunarkonurnar, sem höfðu fengið hjúkrunarmenntun, koma til starfa á (slandi. Þær voru Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Hall- grímsdóttir. Þær lærðu hjúkrun í 8-10 mánuði á dönsku Díakonissustofnuninni og kölluðust því ekki fulllærðar. Grunnnám 1931 Hjúkrunarskóli íslands stofnaður. Þriggja ára hjúkr- unarnám. 1972 Nýi hjúkrunarskólinn stofnaður. Þriggja ára hjúkr- unarnám en að auki sérskipulagt nám fyrir Ijós- mæður til að öðlast hjúkunarpróf. 1973 Námsbraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands komið á fót. Fjögurra ára hjúkrunarfræðinám til B.Sc. prófs. 1987 Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri stofnuð. Fjögurra ára hjúkrunarfræðimenntun til B.Sc. prófs. Framhaldsnám 1976 Framhaldsnám í hjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann hefst. 1996 Fjarnám til meistaragráðu í hjúkrun við HA. 1997 Meistaranám í hjúkrun við HÍ. 1978 Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga stofn- að. 1994 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stofnað 15. janúar. Erlent samstarf 1923 Félag íslenskra hjúkrunarkvenna gerist aðili að SSN - samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. 1933 Félag íslenskra hjúkrunarkvenna gerist meðlimur í ICN - Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga. 1998 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerist meðlimur í ÞCN - fastanefnd ESB um hjúkrunarmál. Kjara- og réttindamál 1924 Félag íslenskra hjúkrunarkvenna kýs nefnd til að semja launataxta hjúkrunarkvenna. Hjúkrunarkon- ur í félaginu unnu síðan eftir þeim taxta um allt land. 1933 Hjúkrunarkvennalög ganga í gildi og þar með ríkis- viðurkenning á starfsheiti. 1936 Félag íslenskra hjúkrunarkvenna gefur út reglugerð um starfstíma og laun heimilishjúkrunarkvenna. Sjúkrahúss-, hælis- og „klinik“-hjúkrun. 1937 Fyrsti launa- og kjarasamningur hjúkrunarstéttar- innar undirritaður milli stjórnarnefndar Ríkisspítala og Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. 1942 8 stunda vinnudagur samþykktur eða 48 klukku- stunda vinnuvika. 1944 Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna stofnaður. Félög hjúkrunarfræðinga 1919 Félag íslenskra hjúkrunarkvenna stofnað - síðar Hjúkrunarfélag íslands. Guðný Guðmundsdóttir, ein fyrsta íslenska konan með hjúkrunarmenntun sem kom til starfa á íslandi. Danska konan Christophine Jurgensen var fyrsta fulllærða hjúkrunarkonan sem kom til starfa hér á landi. Bjarney Samúelsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og María Finnsdóttir á þingi SSN 1970. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999 259

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.