Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 50
Vigdís ásamt Lillian Langinov hjúkrunardeildarstjóra á
Presbyterian St. Lukes Hospital, Chicago, 1959.
„Þér megið bara næstum því alveg gera ráð fyrir því“
Hjúkrunarnámið hóf Vigdís í febrúar 1953. En hvernig datt
henni í hug að fara í hjúkrun? Hún segir að löngunin til að
fara í hjúkrun hafi alltaf blundað í sér. „Ég veit ekki af hverju,
það var enginn í fjölskyldunni eða í kringum hana sem hafði
áhrif á það. Mamma var ekki hrifin af þessu, hélt að hjúkrun
væri svo erfitt starf. Eitt haustið þegar ég kom heim úr
sumarvinnunni var hún búin að ráða mig á símstöðina í
Hafnarfirði. Þá var mjög erfitt að fá vinnu og ég var því mjög
heppin. Við komumst að tvær vinkonur þar sem tvær
stúlkur voru að fara á húsmæðraskóla til Noregs. Ég vann á
símstöðinni í þrjú ár en losnaði aldrei við þá löngun að verða
hjúkrunarkona. Einn góðan veðurdag ákvað ég að sækja
um í Hjúkrunarkvennaskólanum og sjá hvort ég kæmist að.
Ég var bráðlát, vildi helst komast að í hvelli, en nemendur
voru þá teknir inn í ágúst og febrúar. Ég komst ekki að í
ágúst en vonaðist til að verða tekin inn í næsta hóp í
febrúar. Ákvað ég að fara og tala við frk. Sigríði Bachmann,
forstöðukonu, og sagði hún mér að það væri búið að taka
inn nemendur sem áttu að hefja nám í febrúar og að ég
kæmist ekki að nema það yrðu einhver forföll. Ég varð mjög
leið, hafði beðið heitt til Guðs að ég kæmist inn. Mér fannst
að ef ég kæmist ekki að þarna ætti ég ekkert að vera að
reyna aftur. Ég sagði því við frk. Bachmann á leiðinni út að
ef ég kæmist ekki að næst myndi ég taka umsóknina til
baka. Hún kallaði þá á eftir mér, þéraði mig auðvitað: „Ég
held bara að ég reyni að taka yður inn í febrúar, ég held þér
megið bara næstum því alveg gera ráð fyrir því.“ Ég komst
svo að í febrúar, var ein af 16 nemendum."
Vigdís segist vera svo lánsöm að henni hafi yfirleitt
fundist allt skemmtilegt sem hún hafi tekið sér fyrir hendur.
„Ég hef oft hugsað um hvað það er mikil guðsgjöf að fara
alltaf í vinnuna, vera með væntingar og finnast gaman.
Þessi nemaár voru alveg yndisleg. Við bjuggum á þriðju
hæð á Landspítalanum, þrjár saman í herbergi. Ég veit
ekki hvort hjúkrunarnemar í dag upplifa það sem mér
fannst ég gera, dagiega ný verkefni og viðburðir til að tak-
ast á við.“ Vigdís segir margar af þeim konum, sem voru
stjórnendur í hjúkrunarstétt á þeim tíma, hafa verið miklar
hugsjónakonur. Þær hafi e.t.v. verið stjórnsamar og kröfu-
harðar en þá ekki síður við sjálfar sig, og að á þeim hafi
hvílt mikil ábyrgð. „Það voru forréttindi að fá að starfa með
þeim og finna þann kraft og eldmóð sem einkenndi störf
þeirra. Á þessum árum var verklegi þátturinn miklu meiri
en nú er. Við vorum fljótt settar á vaktir og var viðfangs-
efnum úthlutað í samræmi við námsskrá, eða með öðrum
orðum gerðar mismunandi kröfur til nemanna með tilliti til
þess á hvaða ári þeir voru. Starfshópar inni á sjúkrahúsum
voru miklu færri heldur en núna er og margir þeirra jafnvel
alls ekki til. Mörg störf, sem hjúkrunarkonur og nemar
unnu á þessum tíma, eru nú unnin af öðrum. Kosturinn við
þetta var að meðferðin og umönnunin var á miklu færri
höndum og það gerði tengsl og traust miklu auðveldari
milli sjúklings og starfsmanns."
Þegar Vigdís hafði verið í náminu í rúmt ár var beðið
um tvo nema á Vífilsstaði og fór hún þangað ásamt skóla-
systur sinni þar sem báðar voru ónæmar fyrir berklum.
„Okkur fannst þetta mjög spennandi, ég er þó ein af þeim
sem hef alltaf verið rög við að reyna eitthvað nýtt og kveið
mikið fyrir að þurfa að gefa sprautur. Við vorum svo varla
fyrr komnar á staðinn en við vorum beðnar um að gefa
allar sprautur þar sem hjúkrunarkonurnar voru komnar
með ofnæmi fyrir lyfjunum. Við fengum því góða kennslu
og reynslu í að gefa sprautur!"
Nemarnir fóru líka út á land og var Vigdís í 6 mánuði í
Vestmannaeyjum. Þá vann hún um tíma á Kleppi. „Það var
mjög skemmtilegt í Vestmannaeyjum og þar urðum við
reynslunni ríkari. Við tókum á móti konum sem voru að
fara að fæða, sjúklingum með alls konar sjúkdóma og alla
vega slasaða. Öll almenn læknismeðferð fór fram á spítal-
anum í Vestmannaeyjum og var þar því ótrúlega margt
sem maður lærði að fást við. Á Kleppi bjuggum við nem-
arnir í sér húsi í yndislegu umhverfi. Ég lærði mikið af veru
minni þar. Þetta er eini tími ævi minnar sem ég hef eytt
með geðsjúklingum og hefði ég gjarnan viljað vinna meira
með þeim um dagana."
Við vinnu beggja vegna Atlantsála
Að loknu náminu hóf Vigdís störf á handlækningadeild.
Landspítala og var þar í tvö ár. Þaðan lá leiðin til Banda-
ríkjanna. „Maður gat fengið það sem kallaðist „exchange
student visa“, fékk að vinna í tvö ár en varð að fara aftur til
síns heimalands sem skyldi njóta góðs af.“ Hún sótti um
að fara til Chicago og var þar í tæpt ár á St. Lukesspítala.
Þá voru St. Lukes- og Þresbyterian-spítalarnir sameinaðir,
byggður nýr og gefið nafnið Þresbyterian St. Lukes. Vigdís
flutti á nýja spítalann ásamt öðrum starfsmönnum. „Ég gat
valið um vinnu á ýmsum deildum, vann meðal annars á
blandaðri deild, skurðdeild og lyfjadeild, gjörgæsludeild
vöknun og fleiri deildum. Hver sjúklingur hafði sinn lækni
262
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999