Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 56
Fráfarandi stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, neðri röð frá vinstri: Ásta Möller, Indriði H. Þorláksson og Vigdis Jónsdóttir. Efri röð frá vinstri: Jóhannes Pálmason, Gísli Sigurkarlsson, Haukur Hafsteinsson og Garðar Jón Bjarnason. á því að sjóðurinn standi við lögbundnar skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum. Nýtt húsnæði sjóðsins, símanúmer og heimasíða í febrúar 1998 flutti LH starfsemi sína frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) að Bankastræti 7. Lífeyrissjóðurinn hafði skömmu áður ásamt LSR keypt 2., 3. og 4. hæð í hús- eigninni. LH hafði frá því hann hóf starfsemi sína á árinu 1944 verið í vörslu TR. Sjóðurinn opnaði í janúar 1999 heimasíðu þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýs- ingar, vefslóðin er: http://www.lsr.is. Símanúmer sjóðsins er 5106100. Ýmsar upplýsingar úr ársreikningi Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga: Fjöldi lífeyrisþega á árinu 1998: Ellilífeyrir: 286 Örorkulífeyrir: 67 Makalífeyrir: 7 Barnalífeyrir: 45 Samtals: 405 andi sjóðfélögum sínum upp á möguleika til lántöku á mjög góðum kjörum. Hækkun á lífeyrisgreiðslum vegna hækkunar á dag- vinnulaunum hjúkrunarfræðinga Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað mikið á síðustu tveimur árum. Þar sem réttindi sjóðfélaga í LH fylgja breytingum sem verða hverju sinni á föstum launum hjúkrunarfræðinga fyrir dagvinnu, hafa lífeyrisgreiðslur til hjúkrunarfræðinga, sem byrjaðir eru að fá lífeyri frá sjóðn- um, jafnframt hækkað töluvert. Um leið hafa hækkanirnar haft áhrif á skuldbindingar lífeyrissjóðsins og þeirra launagreiðenda sem til hans greiða. Launagreiðendur og ríkissjóður bera fulla bakábyrgð á sjóðnum og bera ábyrgð Hækkun lífeyrisgreiðslna á árinu 1998: 29,4% Meðalréttindaprósenta ellilífeyrisþega hjá sjóðnum: 50,94% Raunávöxtun sjóðsins á árinu 1998: 6,6% Fjöldi sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld til sjóðsins áárinu 1998: 1.386 í ársreikningi LH er gerð á nákvæman hátt grein fyrir stöðu sjóðsins í árslok 1998. í honum er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast rekstri og stjórnun Lífeyris- sjóðs hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar geta fengið ársreikning Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga á skrifstofu LH að Bankastræti 7 eða á skrifstofu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga að Suðurlandsbraut 22. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofhað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri 268 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.