Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Síða 57
-Hík klíðin.
I x
VI l
Susan Haraldsson er ein
þeirrra kvenna sem átti verk
á handverkssýningunni
sem haldin var í tengslum
við Hjúkrun ’99. Susan er
frá Bretlandi en hefur búið
lengi hér á landi. Tíkin Tess
var úti að viðra sig þegar
leiðin lá í heimsókn til þeirra
í Kópavoginum til að fá
upplýsingar um leyndar-
dóminn að baki þrívíddar-
myndum sem hún átti á
sýningunni. Tíkin Tess heitir
eftir skáldsögu Tómasar Hardy en hann bjó í Dorset og
margar skáldsögur hans gerast á þeim slóðum. Það var
líka í Dorset sem Susan vann áður en leið hennar lá hingað.
Susan kemur með Ijósmynd af gömlum herragarði sem
breytt hafði verið í elliheimili, með vel snyrtri garðflöt fyrir
framan og keilulaga klipptum trjám í röðum. Myndina tók
hún er hún var þar á ferð fyrir nokkrum árum og rifjar upp
veru sína þar. „Þarna voru draugar, kakkalakkar og leður-
blökur," segir hún og það fer hrollur um hana við tilhugs-
unina. Hún segir að það hafi ekki verið notalegt að vera
þar á næturvakt, ekki einu sinni þó þær hafi verið tvær
saman. í ferð, sem hún fór í nýlega til að rifja upp vera sína
í Dorset, varð henni hugsað til skáldsagnanna sem áttu að
gerast á þessum slóðum. „Ég labbaði inn í bókabúð og
ætlaði að kaupa mér bókina Tess eftir Thomas Hardy því
það var svo langt síðan ég hafði lesið hana. Mér fannst
mjög merkilegt að hundurinn minn héti í höfuðið á bókinni
og sagði bóksalanum frá því. Honum fannst það síður en
svo merkilegt. „Hér um slóðir heitir önnur hver tík Tess.““
Það var einmitt hundamynd á korti sem kveikti í Susan
varðandi gerð þrívíddarmyndanna. „Ég sá svona myndir
fyrst í Englandi. Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni sem
er mikil handverkskona og hún sýndi mér þrívíddarmyndir
sem hún hafði gert. Ég varð alveg heilluð af þessu. Hún
kenndi mér að búa tii eitt kort með hundamynd og gaf
mér efni í aðra mynd. Ég fór svo á námskeið þegar ég
hafði tíma til. Mér fannst þetta fyrst afar flókið og hugsaði
með mér að þetta gæti ég aldrei. En ég gat það! Og síðan
hef ég verið óstöðvandi."
Og Susan nær í fjölmörg kort sem hún hefur unnið.
Kortið með hundinum á ætlar hún ekki að láta frá sér, né
fyrstu myndina sem hún vann eftir það. Hún tínir upp úr
pappakassa alis kyns tækifæriskort, sum hver hefur hún
unnið úr gjafapappír. „Myndirnar eru byggðar upp þannig
að sama myndin er búin til í mörgum eintökum og þeim
raðað saman hverri ofan á aðra og sílikon sett á milli.
Myndirnar eru svo málaðar en þetta er mjög seinleg vinna,
stundum þarf að klippa út hundruð örlítilla blóma eða lauf-
blaða og líma saman þannig að þau myndi blómsveiga eða
tré.“ Þarna má sjá margar ævintýralegar myndir, svp sem
af örsmáum músum í fötum sitjandi í herbergi eða að sinna
hinum og þessum störfum, en mýsnar segir hún mjög
vinsælar í Bretlandi. Smekkur fóiks er misjafn eftir löndum,
blómin og dýramyndirnar eru vinsælli í Bretlandi en hér.
Hún nær í bæklinga sem hægt er að panta ýmsar
myndir úr. Hún hefur búið til myndir eftir pöntun úr þessum
bæklingum, en flestar myndanna velur hún þó sjálf og
hefur nú búið til tæplega 40 ólíkar tegundir. Hún nær í
annan kassa sem er fullur af myndum sem hún ætlar að
vinna á næstunni. En hefur hún selt eitthvað af myndun-
um? „Ég er engin sölukona," segir hún og bætir við að
vinkona sín í Bretlandi hafi sagt henni að hún myndi ekki
efnast á þessu. Vinna við hverja mynd tekur a.m.k. 2-3
vikur því Susan hefur í mörg horn að líta, er í 80% starfi í
heimahjúkrun Heilsuverndarstöðvarinnar og að passa
barnabarn sitt á daginn. Myndirnar ætlar hún að halda
áfram að vinna sér til ánægju og ef til vill einnig öðrum til
yndisauka.
Nokkrar myndir
Susan á
handverkssýn-
ingu sem haldin
var í tengslum
við Hjúkrun ’99.
269
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999