Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 60
WENR Á (SLANDI Starfshópur evrópskra hjúkrunarfræðinga sem stunda rannsóknir, WENR, (The Workgroup of European Nurse Researchers) var stofnaður 1978 og er hann styrktur af félögum hjúkrunarfræðinga í Evrópu. Tilgangur WENR er að styrkja samvinnu hjúkrunarrannsakenda í því skyni að efla vöxt og þróun hjúkrunarrannsókna og stuðla þannig að auknum gæðum hjúkrunar. Á vegum WENR er haldin ráðstefna annað hvert ár fyrir evrópska hjúkrunarfræðinga og aðra sem tengjast rannsóknum í hjúkrun. Þar býðst evrópskum hjúkrunarfræðingum gott tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og/eða kynnast því nýjasta í hjúkrunar- rannsóknum í Evrópu. Á næsta ári býður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í samvinnu við WENR til 10. ráðstefnunnar og verður hún haldin í Háskólabíói dagana 25.-27. maí 2000 Heiti ráðstefnunnar er: Verkefni hjúkrunarfræðinga á 21. öldinni: Heilsuefling, forvarnir og meðferð. Gestafyrirlesarar: Sigríður Halldórsdóttir, RN, Ph.D, prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallar um aukna heilbrigðisvitund og vellíðan sem árangur faglegrar umhyggju. Ingalill Rahm Hallberg, RN, Ph.D, prófessor við Háskólann í Lundi, fjallar um hjúkrunarmeðferð, forgangs- verkefni, aðferðafræðilegar hindranir og möguleika í hjúkrun. Nancy Fugate Woods, RN, Ph.D, prófessor við háskólann í Washington, ræðir um framlag hjúkrunarrann- sókna til heilbrigðis kvenna. Alls verða fluttir rúmlega hundrað 25 mínútna fyrir- lestrar á ensku, en enska er það mál sem notað verður á ráðstefnunni. Auk fyrirlestra verða veggspjaldakynningar og vinnusmiðjur. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að senda inn útdrætti fyrir fyrirlestra eða veggspjaldasýningu. í útdrætti þurfa eftirtalin efnisatriði að koma fram; vandamál, aðferð, úrtak, mælitæki, niðurstöður og ályktanir. Efni í vinnusmiðju þarf að tengjast hjúkrunarrannsóknum. Sjá nánar Abstract form á heimasíðu ráðstefnunnar, http://www.hjukrun.is Útdrættir þurfa að hafa borist fyrir 30. október 1999. Ráðstefnugjald fyrir þá sem greiða fyrir 15. febrúar 2000 er kr. 33.000,- og nemagjald kr. 20.000. Sérstakt ráð- stefnugjald er fyrir meðlimi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga kr. 20.000 og nemendur í heilbrigðisfræðum við H.í og H.A. kr. 10.000. Nemendur þurfa að skila vottorði frá skóla um að þeir séu í fullu námi. Innifalið í ráðstefnugjaldi er aðgangur að öllum fyrirlestrum og vinnusmiðjum, ráð- stefnugögn, veitingar í kaffihléum, bitabox í hádegi alla dag- ana og móttaka í Ráðhúsinu. Nánari upplýsingar eru undir Registration á heimasíðunni http://www.hjukrun.is Allar nánari upplýsingar veita: Heimasíða WENR http://www.hjukrun.is Úrval Útsýn ráðstefnudeild, sími 585 4000, netfang: congrex@icelandtravel.is Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, sími 568 7575, netfang: adalbjorg@hjukrun.is Undirbúningshóp skipa: Auðna Ágústsdóttir formaður, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Anna Birna Jensdóttir, Elsa Friðfinnsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Hildur Helgadóttir og ingibjörg Hjaltadóttir. Könnun FÍH á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga Ert IdÚ. búin að skila? \ vor voru sendir út spurningalistar vegna könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á vinnuálagi félagsmanna. Heimtur hafa því miður ekki verið nógu góðar. Þar sem könnunin er kostnaðarsöm og miklu skiptir að hún skili árangri eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að skila sem fyrst. Ef einhverjir hafa glatað spurningalistanum eru þeir hvattir til að hafa samband við Pál Biering, sérfræðing hjá Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands (s. 525 5280 eða pb@hi.is), og fá nýja lista, en Páll veitir auk þess allar nánari upplýsingar um könnunina. Mikilvægt er að sem flestir svari svo niðurstöður verði marktækar. Niðurstöður könnunarinnar munu auðvelda forsvarsmönnum hjúkrunarfræðinga og stjórnendum heilbrigðisstofnana að bregðast við langvarandi manneklu og miklu vinnuálagi en það er vaxandi áhyggjuefni öllum þeim sem láta sig varða hag og framtíð íslenskra hjúkrunarfræðinga. Könnunin mun einnig veita fræðimönnum á sviði hjúkrunar mikilvægar upplýsingar um áhirfaþætti og afleiðingar vinnuálags hjúkrunarfræðinga. 272 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.