Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 28
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdur@hjukrun.is „ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA“ - GILDI INNAN HEILBRIGÐISKERFISINS „Penninn er máttugri en hnífur skurðlæknisins." Einhverra hluta vegna rifjuðust þessi einkunnarorð samtaka blaða og fréttamanna, sem skrifa um heilbrigðismál í Evrópu, upp í huga mér þegar ekið var frá sveitasetri í nágrenni Oxford í átt til Heathrow-flugvallar. Með þessum orðum eru samtökin að leggja áherslu á mikilvægi forvarna og skrifa þar að lútandi. Að baki var ráðstefna um gildi innan heilbrigðisþjónustunnar og við hlið mér franskur skurðlæknir sem deildi leígubílnum með mér. Eflaust varð vera skurðlæknisíns í bílnum til þess að þessi orð rifjuðust upp því það vakti á einhvern hátt undrun mína að skurðlæknir hefði áhuga á að kynna sér gildi innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem áhersla var lögð á heildrænt sjónarmíð. Og svo var ég líka farin að hugsa um hvernig ég myndi koma reynslu helgarinnar frá mér á prenti. „Af hverju ætti skurðlæknir ekki að hafa áhuga á heildrænni heilbrigðisþjónustu?" spurði ég sjálfa mig og fannst efasemdir mínar dæmi um ýmsar fyrirframmótaðar hugmyndir sem maður hefur oft um fólk út frá starfi þeírra og stöðu innan samfélagsins. Ég rifjaði eínnig upp í huganum samræður við annan skurðlækni sem var á ráðstefnunni. Hann var kominn á eftirlaun og hafði opnað einkarekna „læknastofu" þar sem hann studdist m.a. við námsefnið sem við höfðum kynnst á sveitasetrinu þessa helgina. Sá hafði í skemmtilegum fyrirlestri sagt frá því hvernig hann hafði með opnun stofunnar tekið í notkun heilahvei sem hann sagðist lítið hafa notað í starfi sínu fram að þessu, nefnilega það hægra, og sjálfur sagðist hann ekki hvað síst hafa lært á þessu öllu sama. Enda var hamrað á því við ráðstefnugesti, sem komu alls staðar að úr heiminum og úr ýmsum fræðigreinum, að þeir yrðu að vera færir um að hugsa á heildrænan hátt og bera umhyggju fyrir sjálfum sér sem og öðrum til að geta sinnt notendum heilbrigðisþjónustunnar. Meðan bílinn brunaði í gegnum græna akra var hugurinn önnum kafinn að rifja upp þekkingu og reynslu undanfarinnar helgar. Þetta var f fyrsta sinn sem námsefnið „Gildi innan heilbrigðisþjónustunnar" var kynnt áhugasömum en þáttakendur voru flestir heiibrigðisstarfsfólk, læknar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, stjórnendur fyrirtækja, listmeðferðaraðilar, næringarfræðingar, ýmsir sem stunda óhefðbundnar lækningar, svo sem svæðanuddarar, grasalæknar eða þeir sem á einn eða annan hátt eiga þátt í því að aðstoða fólk við að varðveita heilsuna og leggja þannig grunn að því að fólk eigi kost á að lifa innihaldsríku lífi. Ráðstefnan var haldin á herragarði eða sveitasetri sem rekið er af Brahma Kumaris Spiritual University og nefnist „Globai retreat center“ sem gæti heitið í lauslegri þýðingu „Alheimsathvarf' en þangað kemur fólk úr ýmsum heimshornum til að hlaða „rafhlöðurnar“. Ég hafði komið þangað í fylgd Herdísar Jónasdóttur, hjúkrunarfræðings, þremur dögum áður. Hugmyndin um að kynnast námsefninu og kynna það lesendum Tímarits hjúkrunarfræðinga fæddist í kjölfar ráðstefnu um heildræna náigun umönnunar innan heilbrigðisþjónustunnar sem sagt hefur verið frá áður hér í tímaritinu en á þeirri ráðstefnu var vinnusmiðja þar sem kynning fór fram á efninu. Við komum rúmlega 10 um kvöldið og í anddyrinu beið okkar maður í hvítum fötum og vísaði til herbergja. Herdísi var vísað í herbergið Peace, Friðsæld, en ég fékk að búa í Serenity, Kyrrð. Á töflu í anddyrinu voru rituð nokkur orð til að þeir sem þar ættu leið hjá gætu hugleitt þau, svo sem eða „ástin læknar og veitir hamingju". Daglega var skipt um orð og önnur ný sett í staðinn sem kröfðust frekari hugleiðinga. Fyrsta dagínn ræddu ráðstefnugestir um ýmis gildi sem þeir höfðu persónulega og í starfi. Unníð var í litlum vinnuhópum, ýmist tveir eða fjórir saman, og m.a. búin til hin fullkomna heilbrigðisstofnun sem byggð var á heildrænni nálgun, hópurinn minn nefndi hana „kraftaverkastöðina" því auðvitað fóru þaðan allir alheilir og hamingjusamir. f hléi fór Herdís með mig um landareiginina og sýndi mér tré af öllum gerðum og stærðum sem hún sagði koma frá öllum heimshornum. Við gengum um rósagarðínn en þar voru nokkrar lifandi frostrósir, frostperlur vöfðu sig utan um vefi köngulóarnets sem speglaði sig í vetrarsólinní. Um kvöldið var kominn grískur herbergisfélagi í „Kyrrð". Við skiptumst á upplýsingum um okkur og hún, sem var aðeins rúmlega þrítug hafði lagt stund á ótal óhefðbundnar lækningaaðferðir, reiki, augnhimnulestur, svæðanudd, grasalækningar o.fl. Seint um kvöldið gafst mér tækifæri til að fylgjast með vinnu hennar er hún bauð kunningjakonu sinni, sem hún hafði kynnst á Indlandi, að koma f „heilsueftirlit" en verkfærin til skoðunar og heilunar var stækkunargler til að lesa upplýsingar úr augnhimnunni og einhverjar trékúlur sem hún notaði við svæðanudd á iljum. Sköpunargleði og leikur Næsta dag glímdu ráðstefnugestir við einn hluta námsefnisins sem sagt er frá hér í annarri grein í þessu tölublaði, nefnilega samvinnu. Gerðar voru ýmsar verklegar æfingar sem allar áttu að skila þeim sem þátt tóku í þeim 26 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.