Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 57
að erfiðlega gengur að halda fagmönnum í stöðum sínum úti á landsbyggðinni. Það gengur ekki til lengri tíma. Heilbrigðisþjónusta á að vera samfelld og allir eiga að njóta sama réttar. Þetta skipulagsleysi bitnar á börnum sem eiga við geðrænan vanda og skortur á úrræðum getur haft skelfileg áhrif á líðan þeirra og framtíðarhorfur. Auka þarf forvarnir og það má ekki slaka á kröfunum um úrræði því að hætta er á því að geðsjúkdómar nái faraldsfræðilegri stærðargráðu hjá mannkyninu á nýbyrjaðri öld eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, spáir ef ekkert er að gert. Við verðum að líta okkur nær og gn'pa í taumana fyrr en nú er gert. Hjúkrunarfræðingar geta átt þar stóran þátt í ákvörðunum um markmið og úrræði. Við þurfum einnig að nýta okkur þær aðferðir sem gagnast best hjá nágrannaþjóðum okkar og setja okkur einhverjar reglur. Það þýðir ekkert að láta hlutina bara rúlla og bíða í þögninni. Ef þjónustan breytist ekki í samfélaginu má búast við að þessi þögn um geðsjúkdóma viðhaldi fordómum og sendi þeim sem eru að veikjast þau skilaboð að ekki sé búist við lækningu og til hvers þá að halda í vonina um bata? Því er mikilvægt að vera vakandi fyrir líðan barna og ungmenna, bregðast skjótt við og vinna að lausnum. Við höfum öll samfélagslegar skyldur gagnvart náunganum, sérstaklega starfsfólk innan heilbrigðisþjónustunnar, og börnin eru á ábyrgð okkar allra." - Nú hefur þú gert rannsókn á reynslu foreldra barna og unglinga með geðræn vandamál og á stuðningi eða stuðnings- leysi af hálfu heilbrigðisþjónustunnar. H.ver var niðurstaða þeirrar rannsóknar? „Já, ég ákvað að fara af stað með rannsókn því að ég vildi kanna hvort ég væri ein um þessa reynslu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að svo var ekki. Ég ákvað að hafa spurningarnar mjög opnar svo að mín viðhorf kæmu ekki í Ijós en það þurfti ekki til. Reynsla annarra foreldra var svipuð, skortur var á úrræðum og það tók Ifka nokkur ár að fá greiningu fyrir börnin þeirra svo að hægt væri að fá rétt lyf og rétta meðferð til að bæta líðan barnanna. Það vantar sárlega skipulag um það hverjir eiga að styðja fjölskyldurnar og börnin á meðan greining liggur ekki fyrir. Biðtíminn er allt of langur. Ábyrgðin er algerlega á fjölskyldunni þrátt fyrir að hún hafi ekki neina sérstaka leiðsögn eða stuðning í því hvaða aðferð eigi að nota við þær aðstæður sem hún þarf að kljást við. Aðgerðarleysi er hluti af stuðningsleysi. Það er mikil ábyrgð að halda lífi í barni sem vill ekki lifa vegna skorts á utanaðkomandi hjálp." „Lífið handan við vefinn“ Námskeið og fyrirlestur Jean Clarke íslandsvinurinn dr. Jean lllsey Clarke kemur í sína fjórðu heimsókn til landsins í september og heldur vikunámskeið fyrir fagfólk sem hefur áhuga á að verða leiðbeinendur í uppeldisaðferðinni „Að alast upp aftur, annast okkur sjálf, annast börnin okkar". Á námskeiðinu er lögð megin áhersla á þarfir barna fyrir örvun, viðurkenningu og öryggi. Kynntar eru leiðir og aðferðir til að takast á við „hversdagslega" atburði í daglegu lífi hvers uppalanda og nýta þær til jákvæðra samskipta milli barns og foreldris. Auk þess er fjallað um þá staðreynd að uppeldishæfni er ekki sjálfgefinn eiginleiki sem hver og einn býr yfir. Allir geta bætt sig í uppeldishlutverkinu og öðlast aukið öryggi og ánægju. Nú þegar hafa um 40 íslenskir fagaðilar fengið réttindi sem leiðbeinendur og hafa haldið námskeið fyrir foreldra og aðra áhugasama. Meðal leiðbeinenda eru nokkrir heilsugæslu-, skóla-, barnahjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, leikskóla- kennarar, kennarar, sálfræðingar og fleiri. Námskeiðið var m.a. haldið á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar s.l. haust. Að sögn þátttakenda vakti námskeiðið þá til umhugsunar um hið jákvæða afl í uppeldinu, þeir segjast verða meðvitaðri um sig sjálfa í uppeldishlutverkinu og hafa fundið nýjar leiðir til þess að annast sjálfa sig á jákvæðan hátt og börnin sín um leið. Námskeiðið verður haldið dagana 18. - 22. september 2006 kl. 9.00 - 17.00 og eru nokkur sæti laus. Innifalið í námskeiðsgjaldi er öll námskeiðsgögn ásamt hádegismat og kaffi alla dagana. Auk þess mun dr. Jean I. Clarke halda fyrirlestur þann 23. september sem hún kallar Lífið handan við vefinn. Foreldrar, afar og ömmur eru hið raunverulega internet í fyrirlestrinum mun hún fjalla um hlutverk afa og ömmu og þátt þeirra í uppeldinu og gildi þess fyrir þjóðfélagið. Hvernig reynsla og þekking þeirra getur nýtst barnabörnunum og hjálpað til við betri málvitund, stuðlað að betri lestrarkunnáttu og þekkingu barna og unglinga á fortíð sinni. Hvernig samskipti milli kynslóða geti aukið virðingu fyrir eldri borgurum og gefið báðum gleði. Ennfremur um gildi þess að segja sögur - flytja arfinn - þekkja ræturnar. Skráning og upplýsingar hjá OB ráðgjöf obradgjof@obradgjof.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.