Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 7
RITSTJORASPJALL
SUMARBLANDA OG FRAMTÍÐARSTEFNA
Eftir að hafa verið afleysingarit-
stjóri í nokkra mánuði í vetur er
ég nú aftur kominn í ritstjórastól
Tímarits hjúkrunarfræðinga, í þetta
sinn til að vera.
Með nýjum ritstjóra fylgja einhverjar
breytingar á tímaritinu. Þetta tölu-
blað fylgir hefðbundnu sniði en hér
og þar má sjá vott af því sem koma
skal. Margar hugmyndir mínar eru
Christer Magnusson enn þá frekar óljósar og varla
komnar á blað. Þær munu verða
ræddar í ritnefnd og í breiðum hópi hjúkrunarfræðinga í haust.
Þær hugmyndir sem lifa af þessa yfirferð og þær sem bætast
við í leiðinni koma svo til framkvæmda í vetur. Ég hvet lesendur
sem hafa skoðanir á blaðinu til þess að hafa samband og ræða
málin. Þar að auki verður gerð lesendakönnun í vetur.
Meginritstjómarstefnan er þó Ijós í mínum huga. Markmið mitt
er að búa til blað sem hjúkrunarfræðingar geta varla beðið
eftir að fá að lesa. í slíku blaði er efni sem er ferskt og frískt,
speglar það sem er að gerast í heimi hjúkrunarfræðinga og
vekur áhuga félagsmanna. Tímaritið á einnig að vera áhuga-
vert fyrir aðra heilbrigðisstarfsmenn og fyrir áhugamenn um
heilbrigðismál. í blaðinu eiga að vera fastir liðir en einnig efni
sem kemur á óvart og kallar á umræðu á kaffistofum heil-
brigðisstofnana og víðar í samfélaginu.
Félagsmál eru áberandi í þessu tölublaði. Nýlega var haldinn
aðalfundur sem gjörbreytti skipulagi Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga. Ný lög kalla á mikla vinnu við að móta nýja starfs-
hætti félagsins og mun tímaritið fylgjast með því. Á dögunum
var skrifað undir nýjan kjarasamning. Rakin er saga tilurðar
samningsins og sagt frá innihaldi hans. Einnig er farið yfir
samfélagsleg áhrif verkfalls ef koma skyldi til þess. Fíh styður
kröftuglega við rannsóknarvirkni hjúkrunarfræðinga sem má
sjá í yfirliti yfir styrkþega úr vísindasjóði og í auglýsingu um
styrki úr sjóðum sem félagið varðveitir.
Til þess að standa með báða fætur í núinu er mikilvægt að
þekkja söguna. í blaðinu eru brot úr sögu hjúkrunar á íslandi
og úr alþjóðasögu iæknisfræðinnar sem eru hvort tveggja
spennandi lestur. Við endurbirtum einnig gamla perlu úr
Hjúkrunarkvennablaðinu frá 1936 sem fær mann að íhuga
hvað hefur gerst (eða ekki gerst) síðustu 70 árin varðandi
vinnutíma og vinnuvernd.
Fræðigreinin fjallar um efni í brennidepli - hjúkrun í heima-
húsum. Líklegt er að æ fleiri hjúkrunarfræðingar muni sinna
skjólstæðingum sínum á heimilum þeirra í framtíðinni. Þetta
vekur upp spurningar um innihald og form þjónustunnar en
einnig um vinnuvernd hjúkrunarfræðinga.
Ég vek athygli á tveimur áskorunum til lesenda. í fyrsta lagi
þarf að sjást miklu meira í blaðinu að hjúkrunarfræðingar sinni
skjólstæðingum. Þess vegna lýsi ég eftir klínískum greinum,
sérstaklega sjúkratilfellum. í öðru lagi væri gaman að geta birt
Ijósmyndir eftir félagsmenn. Ég skora þess vegna á hjúkrunar-
fræðinga að senda inn myndir, sérstaklega myndir úr vinnu.
Inn á milli eru stuttar greinar og léttara efni. Það er von rit-
stjóra að þetta tölublað verði góð blanda sem hentar að lesa
i' sumarfríinu eða á góðum sumarkvöldum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
5