Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 53
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR aðstæðum á heimilum þar sem heimahjúkrun fer fram og þeirri merkingu sem heimilið hefur í lífi þeirra sem þar búa. Einnig verður gerð grein fyrir skipulagi og áherslum í heimaþjónustu sem miðar að því að hjálpa fólki til að búa heima. Rannsóknum á þátttöku og reynslu aðstandenda af því að veita aðstoð og umönnun sem og samstarfi þeirra og hjúkrunarfræðinga verður lýst. Loks er stefnumótun stjórnvalda á Vesturlöndum gerð að umræðuefni og reynt verður að varpa Ijósi á hin flóknu siðfræðilegu og pólitísku álitamál sem hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir er þeir skipuleggja og veita heimahjúkrun. í þessari umfjöllun verður bæði stuðst við alþjóðlegar og hérlendar rannsóknir. Aðferð Sú umfjöllun, sem hér er sett fram, byggist annars vegar á ítarlegri leit að fræðilegu efni í gagnasöfnum og hins vegar á niðurstöðum rannsókna höfundar þessarar greinar á heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu sem nefnd var Hjúkrað heima: Um reynslu fólks sem þarfnast verulegrar aðstoðar við daglegt líf af því að búa heima. Lesefnisleitin miðaðist við síðustu 5 ár og fór fram í helstu gagnasöfnum sem tengjast heilbrigðis- og félagsvísindum (PubMed, Scopus, Web of Science, CINAHL og ProQuest). Til að gefa lesandanum innsýn í hin margþættu, flóknu og stundum mótsagnakenndu sjónarmið og rannsóknaniðurstöður, sem fram hafa komið, verða lykilrannsóknir, sem tengjast hverju viðfangsefni, kynntar. Megináhersla er lögð á að varpa Ijósi á þau sjónarmið og stefnur sem einkennt hafa þennan málaflokk á liðnum árum. Rannsóknin Hjúkrað heima fór fram í samstarfi við heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og Miðstöð heimahjúkrunar í Reykjavík. Með henni var leitast við að lýsa líðan og aðstæðum þeirra sem njóta heimahjúkrunar og þurfa mikla aðstoð vegna skertrar færni. Jafnframt beindist hún að líðan aðstandenda sem veita aðstoð og samstarfi þeirra og heimahjúkrunar. Loks var skipulag og inntak í störfum hjúkrunarfræðinga skoðað. Gagnasöfnun stóð yfir á árunum 2001-2004 og er nú unnið að greiningu gagna og kynningu á niðurstöðunum. Rannsóknin var ethnógrafísk og byggðist á vettvangsathugunum, viðtölum og greiningu á skriflegum gögnum. Höfð voru viðtöl við einstaklinga, bæði sjúklinga og aðstandendur á 30 heimilum, auk þess sem rætt var við hjúkrunarfræðinga sem tengdust þeim með störfum sínum. Viðtölin voru hálf-stöðluð, þ.e. viðtalsramma var fylgt en þó fengu viðmælendur fullt svigrúm til að tjá sig að eigin vild. í vettvangsrannsóknum var hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum fylgt í heimsóknir. í þeim heimsóknum voru aðstæður á heimilinu kannaðar og fylgst með samskiptum. Að heimsóknum loknum skráði rannsakandi það sem fyrir augu bar. Vísindasiðanefnd veitti leyfi til að framkvæma rannsóknina. Aðstæður á heimilum Ýmsir fræðimenn innan öldrunarfræða, landfræði og skipulagsfræði hafa fjallað um tengsl sem fólk myndar við staði og áhrif þeirra á heilsu (Andrews og Kearns, 2005; Smaldone o.fl., 2005). Athyglinni hefur m.a. verið beint að þeim áhrifum sem heimilið hefur á heilsufar og líðan (Gitlin, 2003). Innan hjúkrunarfræðinnar hafa þessar hugmyndir verið ítarlega kynntar (Andrews, 2002; Andrews og Moon, 2005a, 2005b). Heimilið er gjarnan talið eitt gleggsta dæmið um það hvernig fólk myndar tilfinningaleg tengsl við staði og í mörgum tilvikum verður það að órjúfanlegum þætti í lífi þess. Þessu hefur verið lýst á þann hátt að einstaklingnum líði eins og heimilið sé hluti af honum og hann hluti af heimilinu. Tala má um eins konar „líkömun" þess að búa á tilteknu heimili (Manzo, 2005). Það að vera heima felur í sér þægindatilfinningu og að finnast maður geta gengið að hlutum vísum án þess að þurfa að hugsa sérstaklega um þá því eftir langa búsetu þekkja íbúar hvern krók og kima á heimilinu. í skrifum fræðimanna er heimilið oft talið hafa jákvæða merkingu í huga fólks. Því er lýst sem einhvers konar griðastað þar sem fólk getur lifað frjálsu og óheftu lífi í skjóli þeirrar lagalegu og siðferðilegu verndar sem einkalífið nýtur. Margir fræðimenn á sviði öldrunar leggja t.d. áherslu á hin tilfinningalegu tengsl sem fólk myndar við heimili sín á langri ævi sem í flestum tilvikum hefur mótast af fjölbreyttum atburðum og samskiptum. Því er það sjónarmið algengt að mikilvægt sé fyrir fólk að fá tækifæri til að búa sem allra lengst á sínu upprunalega heimili. í öldrunarhjúkrun og öldrunarfræðum vísar hugtakið að eldast heima (e. aging in place) til þess að mikilvægt sé að hjálpa fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. í því sambandi hafa verið settar fram ýmsar tillögur að skipulagi þjónustu og stuðningi (Rantz o.fl., 2005). Nýlegar rannsóknir hafa þó á vissan hátt kollvarpað þeirri hugmynd að fólk leggi ofuráherslu á að geta búið sem lengst í sama húsnæði. í þeim hefur komið fram að það sem skiptir mestu máli er að líða vel á heimilinu, ekki hvað síst líkamlega, komast auðveldlega um og finna fyrir öryggi. Vissulega hafa margir myndað sterk tengsl við húsakynni þar sem þeir og jafnvel foreldrar þeirra hafa haldið heimili en ef einstaklingur verður fyrir verulegri líkamlegri skerðingu koma fram ný sjónarmið. Erfitt getur verið að komast á milli herbergja í göngugrind eða hjólastól, aðgengi að heimilinu er torveldara og viðhald þess getur reynst íbúunum um megn. Þetta kom skýrt fram í rannsókn Imrie (2004) en hún ræddi við 20 fatlaða einstaklinga um reynslu þeirra af aðstæðum á heimili. Ef ekki hafði verið tekið tillit til áhrifa fötlunar við hönnun heimila hafði slíkt margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þátttakendur lýstu því hvernig þeir komust ekki á milli hæða, gangar og herbergi voru of þröng fyrir hjólastól eða göngugrindur. Þeir gátu ekki opnað glugga og sáu jafnvel ekki út af því að of hátt var upp í glugga. í mörgum tilvikum gátu þeir ekki unnið algeng heimilisstörf því fyrirkomulagið í heimilinu var takmarkandi. Oft er hægt að breyta heimilinu en það krefst fjármuna sem margir hafa ekki yfir að ráða og þá vakna spurningar um að flytja í nýtt húsnæði. Rannsóknir hafa einnig beinst að áhrifum þess á fólk að flytja heimili sitt úr húsnæði, sem það hefur búið í til langs tíma, í einhvers konar þjónustuíbúð. í bandarískri rannsókn var rætt við 20 eldri konur, sem höfðu þá nýlega flutt í þjónustuíbúð, um reynslu þeirra af flutningnum (Leith, 2006). Fram kom að í öllum tilvikum höfðu konurnar sjálfar ákveðið að flytja. Þær völdu Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.