Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 34
barnsfarasóttar heldur líka fundið leið til að koma í veg fyrir sjúkdóminn sem fólst í því að eyða hinu smitandi efni. Semmelweis innleiddi þá stefnu að nota klórlausnina til að þvo hendur milli krufningar og skoðunar á sjúklingum: „Til að eyða líkögnum, sem loða við hendurnar, hóf ég um miðjan maí 1847 að nota chlorina liquida sem krafist var að hver nemandi notaði til að þvo hendur sínar áður en hann hóf skoðun." (Sinclair, 1909, bls. 48-51). Dánartíðnin féll úr 18,27% í 1,27% og ári seinna, 1848, var enginn dauði í mars og ágúst það ár. Samt gat hann ekki sannað kenningu sína og gekk honum illa að sannfæra menn um mikilvægi uppgötvunarinnar og mætti hann mikilli andstöðu frá starfsfélögum sínum. Lítið var gert úr kenningum hans þó svo að slíkar niðurstöður lægju fyrir og var því haldið fram að þó svo að kenningar hans væru réttar þá gæfist ekki tími til að þvo hendur sínar fyrir hverja skoðun á sjúklingum. Sumar mótbárur drógu í efa réttmæti kenninga hans þar sem menn töldu skorta vísindalegan grunn því engin útskýring væri á fundi hans. Slíkar vísindalegar skýringar urðu aðeins mögulegar nokkrum áratugum síðar þegar sýklakenningin var þróuð. Þar með var dregið úr áhrifum þeim sem þessi uppgötvun hefði getað haft á spítala bæði í Austurríki og Ungverjalandi og um heim allan. Hugsanlega hafa læknar einnig átt erfitt með að viðurkenna sinn þátt í slíkum sýkingum. Samt sem áður hélt Semmelweis ótrauður áfram að krefjast þess að handþvottur yrði notaður af öllum þeim sem önnuðust sængurkonur. Þessi eftirgangsemi hans olli ágreiningi við prófessor Klein sem neitaði að taka þátt í rannsókninni og gerði sitt ýtrasta til að gera Semmelweis erfitt fyrir. Eftir mikla velgengni í baráttunni við sýkinguna dundi svo ógæfan yfir deild 1 í október 1847 þegar tólf konur sýktust af barnsfarasótt og ellefu þeirra létust þó svo að læknanemar, sem höfðu annast þær, hefðu þvegið sér um hendurnar. Með engar skýringar á takteinum hóf Semmelweis rannsókn á atburðinum og komst að því að fyrsta konan, sem var skoðuð, var með mikla graftarútferð úr legi. Semmelweis hafði skrúbbað hendur sínar með klórupplausn áður en hann hafði skoðað hana en hafði eingöngu notað vatn og sápu eftir skoðunina þar á eftir. Niðurstaða hans var sú að sýkingin gat borist frá einum sjúklingi til annars með skoðunarlækni og krafðist hann nú að nemendur hans þvæðu hendur sínar á milli sjúklinga. Aftur dró úr dánartíðninni. Semmelweis jók nú umfang stefnu sinnar í hreinlæti með því að láta þvo öll tæki sem komust í snertingu við fæðandi konur sem og klæðnað Ijósmæðra og læknanema og tókst honum nánast að útrýma barnsfarasótt á deildinni. Eftir slíkan árangur hefði mátt ætla að Semmelweis hefði birt niðurstöður sínar en svo gerði hann ekki þótt ótrúlegt væri! Það voru ýmsir kollegar hans og nemendur sem í fyrstu birtu niðurstöðurnar. í október 1849 var það svo vinur Semmelweis, afburðasnjall prófessor að nafni Josef Skoda, sem gaf kenningu Semmelweis opinbera viðurkenningu í ávarpi sínu við Vísindaakademíuna í Vínarborg. Þó svo að meðlimir akademíunnar og erlendum læknum þætti mikið til uppgötvunar Semmelweis koma þá skorti almennan stuðning. Rannsóknir Semmelweis voru skyndilega stöðvaðar þegar byltingahrina reið yfir Evrópu árið 1848. Klein neitaði að endurnýja stöðu hans við spítalann, réð yngri mann í starfið og Semmelweis var látinn fara. Hann sótti um stöðu sem fyrirlesari í fæðingarlækningum en eitt ár leið þar til hann loks fékk svar við umsókn sinni. Hann fékk stöðuna en með auðmýkjandi skilyrði; hann mátti ekki að nota lík til kennslu heldur átti hann að notast við leðurbrúður. Nokkrum dögum eftir stöðuveitinguna yfirgaf hann Vínarborg án þess að kveðja vini sína eða fyrrverandi samstarfsmenn og hélt til Búdapest. Líklegt er að andúðin og sú barátta, sem hann mætti af hálfu læknastéttarinnar til viðurkenningar á kenningum sínum, hafi valdið því að hann hrökklaðist í burtu. Vorið 1851, nokkrum mánuðum eftir að hann sneri til Búdapest, fékk hann loks lítilfjörlega stöðu sem ólaunaður forstjóri við lítinn fæðingarspítala - St. Rochus. Fyrir komu Semmelweis til St. Rochus hafði barnsfarasóttin herjað sem faraldur á fæðingardeild spítalans sem þá hafði verið undir yfirstjórn skurðlæknis. En engir læknanemar voru þjálfaðir við spítalann og fáar krufningar voru framkvæmdar og því höfðu uppgötvanir Semmelweis haft lítil áhrif þar. Það leið þó ekki langur tími þar til Semmelweis áttaði sig á hverjar orsakir sýkingarinnar væru; skurðlæknirinn, sem stjórnaði deildinni, framkvæmdi skoðanir á sjúklingunum með hendur sínar enn útataðar í blóði og vefjaleifum eftir skurðaðgerðir. Semmelweis var fljótur að taka fyrir það og fékk skurðlæknirinn ekki lengur að skoða sjúklingana. Hann fyrirskipaði einnig að deildin yrði þrifin og að tekin yrði upp klórþvottur. Dró þá verulega úr dánartíðninni li'kt og gerst hafði á spítalanum í Vínarborg. Þrátt fyrir velgengni Semmelweis voru fæðingarlæknar í Vín enn fjandsamlegir honum og ritstjóri Wiener Medizinische Wochenzeitschrift skrifaði að tími væri kominn til að hætta þessari þvælu um handþvott með klór. Hins vegar voru hugmyndir Semmelweis fljótlega viðurkenndar í Búdapest. Með því að fylgja ströngum sótthreinsunaraðferðum hafði hann náð mikilli velgengni í fæðingum og kvensjúkdómalækningum sem á öðrum spítölum í Evrópu reyndust enn hættulegar. Þrátt fyrir það voru kenningar hans enn hafðar að athlægi og þeim var hafnað í Vínarborg. Á ráðstefnu þýskra lækna og vísindamanna höfnuðu flestirfyrirlesaranna kenningum hans - einn af þeim var Rudolf Virchow (1821-1902), þekktur fyrir fjölda mikilvægra uppgötvana. Hann var t.d. fyrstur til að bera kennsl á hvítblæði og setti fram kenninguna Omnis cellula e cellula - „hver fruma á uppruna sinn í annarri lifandi frumu", sem hann birti 1858 (Encyclopædia Britannica, e.d.). Árið 1857 giftist Semmelweis, þá 39 ára gamall, Maríu Weidenhoffer sem var aðeins 18 ára gömul. Þau eignuðust 5 börn; son sem lést stuttu eftir fæðingu; dóttur sem lést fjögurra mánaða gömul; aðra dóttur sem lifði til fullorðinsára en giftist aldrei; son sem framdi sjálfsmorð 23 ára gamall, líklega vegna spilaskulda og að lokum þriðju dótturina sem var sú eina af börnum hans sem giftist og eignaðist börn. Þrátt fyrir mikla harmsögu í einkalífinu hélt Semmelweis ótrauður áfram vinnu sinni. Um það leyti, sem hann giftist, hafði hann enn ekki skrifað og birt Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.