Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL SAMSTAÐAN SKIPTI SKÖPUM Við hjúkrunarfræðingar höfum oft kvartað undan samstöðuleysi í stétt- inni. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmenn stétt og því þarf nokkurt átak til að ná henni saman til aðgerða. Sú umræða, sem farið hefur fram milli hjúkrunarfræðinga síðastliðinn vetur á morgunverðarfundum og kjarafundum, leiddi í Ijós að samstöðu var þörf líklega meira en oft áður. Væntingar til komandi kjarasamninga voru miklar, kröfur um hækkun grunnlauna mældust í tugum prósenta. Elsa B. Friðfinnsdóttir Kjarasamningar voru lausir á versta tíma þ.e. í byrjun sumarleyfa þegar mönnun er í lágmarki á heilbrigðisstofnunum og erfitt að fá félagsmenn á fundi og að koma til þeirra upplýsingum. Þá hjálpaði efnahagsástandið ekki til. Á sama tíma og félagsmenn kröfðust verulegrar hækk- unar launa til að halda í við verðbólguna kröfðust stjórnvöld hófsemi í kaupkröf- um til að halda verðbólgunni niðri. Launamenn áttu sem sagt einn ganginn enn að taka á sig skerðingu vegna mis- góðrar efnahagsstjórnar. Þau félög og bandalög sem sömdu á undan Fíh, lögðu fæst í aðgerðir til að knýja á um viðunandi samninga. Ramminn, sem markaður var með fyrstu samningunum, var því vægast sagt þröngur og ávísun á kjararýrnun hjúkrunarfræðinga. Þá kom til kasta samstöðunnar. Og hjúkrunarfræðingar sýndu að allt tal um samstöðuleysi stéttarinnar var marklaust. Trúnaðarmenn sýndu frumkvæði og styrk með því að skora á stjórn félags- ins að grípa til aðgerða til að knýja á um viðunandi samninga. Þátttaka í atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann var meiri en sést hefur hjá félaginu um árabil. Og hugur fylgdi máli. Á fundum þar sem rætt var um áhrif yfirvinnubannsins stöpp- uðu hjúkrunarfræðingar stálinu hver í annan og blésu allt tal um „við megum ekki“ og „við getum ekki“ út af borðinu. Þessi samstaða og skýru skilaboð um að hjúkrunarfræðingum væri alvara með kröfum sínum og vilja til aðgerða til að knýja þær fram, höfðu veruleg áhrif á gang samningaviðræðnanna. Það skipti samninganefnd Fíh miklu máli að vita að baklandið var sterkt. Viðsemjandanum var líka Ijóst að mat samninganefndar Fíh á því hver lágmarksárangur þyrfti að vera var rétt. Sá samningur sem náðist, nánast á elleftu stundu fyrir boðað yfirvinnubann, verður að teljast vel viðunandi. Það meginmark- mið náðist fram að hækka dagvinnu- laun hjúkrunarfræðinga verulega. Segja má að hjúkrunarfræðingar hafi fengið nokkra leiðréttingu launa með þessum samningum. Það tókst hins vegar ekki að draga í sundur með reyndum og óreyndum þannig að þeir reyndari fái viðurkennt í launum að hafa starfað árum og áratugum saman við hjúkrun og haldið heilbrigðiskerfinu gangandi. Það er einnig mikilvægt fyrir unga hjúkrunar- fræðinga að sjá að starfsframi í hjúkrun og langur starfstími skilar sér í launum. Að þessu þurfum við að vinna af auknum krafti í næstu samningalotu sem hefst eftir nokkra mánuði. Kjarasamningur Ffh tryggir hjúkrunarfræðingum þá hækkun grunnlauna að um skerðingu kaupmáttar verður vart að ræða á samningstímanum. Það er betri árangur en aðrir hafa náð. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka hjúkrunarfræðingum fyrir samstöðuna og samstarfið í þessari samningalotu. Nú reynir á að halda áfram á sömu braut, þétta raðirnar enn frekar og ná ekki síðri árangri í kjarasamningunum eftir rúma átta mánuði. Samstaðan skiptir sköpum. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.