Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 26
-1 til -2. Það þýðir að við 1% hækkun á launum hjúkrunarfræðinga dragist eftirspurn eftir þjónustu þeirra saman um 1 til 2%. Framkvæmd neyðaráætlana Verkfall krefst þess að stjórnendur eyði mestöllum sfnum tíma í dagleg úrlausnarefni og láti hefðbundin verkefni lönd og leið. Heilbrigðisstofnanir þurfa að fresta skipulagsvinnu og áætlanagerð meðan á verkfalli stendur jafnframt því sem vinnutími stjórnenda lengist á meðan á verkfallinu stendur. Þessi kostnaður gæti numið 16,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á mánaðargrundvelli. Óbein áhrif til skamms tíma Mat á greiðsluvilja hér að ofan felur aðeins í sér greiðsluvilja þeirra sem þarfnast umönnunar. Greiðsluvilji annarra þjóðfélagsþegna vegna umönnunar þessa fólks er ekki metinn. Því er ekki tekið tillit til greiðsluvilja þriðja aðila þegar skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eru sendir heim áður en umönnun er lokið. í sumum tilvikum taka forráðamenn eða ættingjar eða aðrir aðstandendur upp þráðinn. Þeir hverfa frá öðrum verkum, launuðum eða ólaunuðum. Legudagar á sjúkrastofnunum eru um 23.000 á mánuði skv. vef Landlæknisembættisins. Falli 50% niður og kalli hver brottfallinn legudagur á 3-4 stunda vinnu aðstandenda þá er tap þjóðfélagsins vegna þessa 50-100 milljónir króna. Þess ber að geta að hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun eru ekki á undanþágulistum. Það verður því ekki leitað til þeirra með þjónustu við þá sjúklinga sem eru sendir heim af sjúkrahúsum. Þeir sem eru sendir heim eru alvarlega veikir og þess vegna líklegt að þeir þurfi eftirlit og umönnun. Áhrif verkfalls unnin upp? Venjan er sú að heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir gera margt til að koma biðlistum aftur í sama horf og þeir voru fyrir verkfall. Þannig að sá sem þarf á aðgerð að halda fær þá aðgerð, bara nokkrum dögum eða vikum síðar. Hefur hann þá orðið fyrir nokkru tapi? Svarið við því er já. Hann býr lengur við sársauka sé um það að ræða, hann býr lengur við þann ótta sem fylgir því að ganga með ómeðhöndlað mein og hann er líklega frá vinnu eða hefur skerta starfsgetu lengur en þyrfti að vera. Greiðsluviljaferillinn er dreginn upp með það í huga að notandanum standi aðgerð eða umönnun til boða nú, ekki á morgun eða hinn daginn. Vilji menn engu að síður taka tillit til þessara atriða mætti lækka kostnaðartölurnar, sem nefndar hafa verið hér að framan, um 10-20%. Niðurstaða varðandi skammtímaáhrif verkfalls hjúkrunarfræðinga Samkvæmt ofangreindu mati má áætla velferðartap þjóðfélagsins vegna mánaðarlangsverkfallshjúkrunarfræðinga til jafngildis 800 milljónum til 1 milljarðs króna á verðlagi ársins 2008. Leggja verður áherslu á að hér er um afar grófa og óvissa nálgun að ræða. Þó hefur verið reynt að gæta varúðar og nota frekar lágar tölur en háar. Heimildir: Knox, K. J., Blankmeyer, E. C., & Stutzman, J. R. (2006). Private-Pay Demand for Nursing Facilities in a Market with Excess Capacity. Atlantic Economic Journal, 34 (1), 75-83. Mukamel, D. B., & Spector, W. D. (2002). The competitive Nature of the Nursing Home Industry: Price Mark Ups and Demand Elasticities. Applied Economics , 34 (1), 413- 20. Stovall, J„ Hobart, M„ & Geller, J. (2004). The Impact of an Employees' Strike on a Community Mental Health Center. Psychiatric Sen/ices , 55 (2), 188-92. „ÉG VIL VERÐA HJÚKRUNARKONA“ Á skrifstofu ritstjóra hangir falleg teikning eftir sjúkling á barnadeild Landspítalans. Ritstjóri lagðist í rannsóknarblaðamennsku til þess að finna söguna bak við myndina og hvernig hún komst í eigu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Rannsóknin hefur þó ekki borið árangur hingað til. Myndin er eftir Önnu Ingibjörgu Ágústsdóttur sem samkvæmt textanum undir myndinni var 11 ára 1970. í þjóðskrá finnst hins vegar engin með þessu nafni og engin Anna Ágústsdóttir eða Ingibjörg Ágústsdóttir með fæðingarár sem passar við upplýsingarnar á myndinni. Þegar blaðið fór í prentun hafði ritstjóra heldur ekki tekist að finna út hvernig myndin komst í eigu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félagsmenn, sem hafa upplýsingar um myndina eða almennt um teikningar frá barnadeild Landspítalans á þessum tíma, eru beðnir um að hafa samband við ritstjóra í síma 540 6405 eða með tölvupósti, christer@ hjukrun.is. Fyrir neðan myndina stendur „Anna Ingibjörg Ágústsdóttir 11 ára barnadeild Landspítalans 1970“ og „Ég vil verða hjúkrunarkona". í neðri hægra horni myndarinnar er merkið „J17“. 24 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.