Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 35
neitt um rannsóknir sínar en engu að síður voru kenningar hans ræddar í evrópskum læknaritum. Þó að sumir læknar teldu að klórþvottur gæti verið nytsamlegur hafði enginn um 1859 viðurkennt fullyrðingar Semmelweis um að hvert tilfelli af barnsfarasótt ætti sér sameiginlega orsök. Loks árið 1861 var gefin út hans eina bók, stórt og mikið rit, sem ber heitið Die Aetiologie, der Begriff und die Prophylaxis des Kindbettfiebers. Bókina sendi hann til ýmissa þekktra fæðingalækna og læknasamtaka í Evrópu. Þegar bókin náði ekki þeirri athygli, sem hann hafði vonast eftir, birti hann röð harðorðra opinna bréfa þar sem hann réðst beisklega á ýmsa mikilsmetna andstæðinga sína og kallaði þá „ábyrgðarlausa morðingja" (Carter og Carter, 2005, bls. 73). Þessar bréfaskriftir gerðu lítið annað en að draga úr faglegum trúverðugleika Semmelweis. Sú staðreynd að læknastéttin viðurkenndi ekki uppgötvanir Semmelweis leiddi til sorglegra og óþarfa dauða fjölda kvenna. Mótlætið, sem mætti Semmelweis bæði faglega og í einkalífinu, braut á endanum niður anda hans sem allt til þessa hafði verið óbugandi og endursþeglaðist það í geðheilsu hans. Andleg heilsa hans sveiflaðist á milli þunglyndis og ofsakætis. Hann sneri hverju samtali að kenningum sínum og þrætti við hvern þann sem var honum ósammála. Um 1862 var ekki lengur hægt fyrir vini og vandamenn að líta fram hjá sífellt óstöðugri hegðun hans og bræðisköstum. Hann var mislyndur, stórtækur, gleyminn og þrætugjarn. Ofvirkni og þreyta komu og fóru og oft var hann andvaka. Hann drakk ótæpilega og eyddi sífellt meiri tíma í burtu frá fjölskyldu sinni og stundum í félagsskap vændiskvenna. Hafa ýmsar getgátur verið á lofti um hvað valdið hafi andiegu ástandi hans og hafa menn nefnt t.d. alzheimer, sýfilis eða andlega hnignun. Eiginkona hans, María, varð nú að horfast í augu við það að andlegu ástandi hans fór hrakandi og eitthvað varð að gera. Loksins í júlí 1865, fylgdu María, frændi og aðstoðarmaður Semmelweis honum til Vínarborgar og virðist sem honum hafi verið sagt að þaðan lægi leiðin til Grafenberg á heilsuhæli til hvíldar. Þegar til Vínarborgar kom tók á móti þeim vinur hans, hinn virti húðsjúkdómalæknir Ferdinand von Hebra. Hebra taldi Semmelweis á það að fresta ferð sinni um stund til að hann gæti skoðað einkaheilsuhæli sem hann hafði opnað. En í stað þess að sýna honum heilsuhælið fór Hebra með Semmelweis beint á opinbera stofnun fyrir geðsjúka sem þótti ekki eitt af betri geðsjúkrahúsunum í Vínarborg. Innlagningarpappírar höfðu verið undirritaðir af læknum í Búdapest en ástæða fyrir innlögninni er óþekkt. Svo virðist sem hann hafi hvorki verið skoðaður né viðtal tekið við hann og engin tilraun gerð til að athuga hvort nauðsynlegt væri að loka hann inni. Næsta dag, þegar María ætlaði að heimsækja hann, var henni meinað að hitta eiginmann sinn. Tveimur vikum síðar eða 14. ágúst var fjölskyldu Semmelweis tilkynnt að hann hefði látist deginum áður, þá aðeins 47 ára að aldri. Dauðaorsökin var sögð blóðeitrun. Sagt var að hann hafi skorið sig á fingri við krufningu stuttu áður en hann var lagður inn á geðsjúkrahúsið og að ígerð hafi komist í sárið. Sýkingin hafi síðan borist út í blóðstrauminn með þeim afleiðingum að miklir graftarpollar hafi myndast í brjóstholinu og það hafi valdið dauða hans. Sögðu menn það kaldhæðnislegt að hann skyldi hafa látist Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.