Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 27
Eyrún Ólafsdóttir, eyrunola@landspitali.is HÓPFRÆÐSLA FYRIR SJÚKLINGA Á LEIÐ í AÐGERÐ - fyrirkomulag á bæklunarskurölækningadeildum LSH Á Landspítala (LSH) eru árlega framkvæmdar u.þ.b. 350 gerviliðsaðgerðir. Hver aðgerð skiptir sköpum varðandi lífsgæði einstaklingsins sem í hana fer auk þess sem hún kostar þjóðfélagið mikla fjármuni. Því er mikilvægt að vel sé að málum staðið varðandi undirbúning þessara aðgerða. Á bæklunarskurðlækningadeildum LSH (deildir A-5 og B-5 í Fossvogi) er boðið upp á hópfræðslu fyrir sjúklinga á leið í gerviliðsaðgerðir. í þessari grein verður sagt frá fyrirkomulagi fræðslunnar. Þátttakendur: Frá því í janúar árið 2001 hafahjúkrunarfræðingarábæklunarskurð- lækningadeildum LSH verið með hópfræðslu fyrir þá einstaklinga sem fara í gerviliðsaðgerð á mjöðm eða hné. Fræðslan er haldin einu sinni í mánuði og stendur hún til boða því fólki sem kalla á inn í aðgerð næsta mánuðinn. Þátttakendur hafa verið á bilinu 10-30 manns í hvert skipti, aðallega verðandi sjúklingar en einnig nánir aðstandendur. Flestir koma af höfuðborgarsvæðinu en auk þess hefur fólk komið af Suður- og Vesturlandi. Markmið: Markmiðið með fræðslunni er að bæta þjónustuna á bæklunarskurðlækn- ingadeildunum, minnka kvíða sjúklinga fyrir aðgerð og undirbúa þá eins vel og hægt er með því að koma á framfæri til þeirragagnlegum upplýsingum. Fræðslan er auk þess mikilvægur liður í því að veita sífellt markvissari og árangursríkari meðferð og undirbúning fyrir útskrift. Fyrirkomulag: í lok hvers mánaðar er þeim einstaklingum, sem væntanlegir eru inn til aðgerðar næsta mánuðinn, sent persónulegt bréf þar sem þeim er boðið að sækja fræðsluna. Venjan hefur verið sú að fræðslan er haldin fyrsta fimmtudag í mánuði, rétt eftir hádegi, í fundarsal á LSH - Fossvogi. Yfirleitt er boðið upp á vatn, kaffi og kex. Fræðslan tekur einn til einn og hálfan klukkutíma. Innihald: Auk hjúkrunarfræðings sjá sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi um hluta fræðslunnar. Fræðslan fer fram á formi framsögu með PowerPoint, sýnikennslu á myndbandi, afhentir eru fræðslubæklingar og að lokum eru umræður og spurningum svarað. Fræðsluþættirnir snúa aðallega að því hvað fer fram og við hverju fólk megi búast á mismunandi stigum ferlisins, allt frá innritun og undirbúningi til útskriftar og endurhæfingar. Árangur: Árangurinn af fræðslunni hefur ekki enn verið vísindalega metinn. Hins vegar hefur fólk látið í Ijós mikla ánægju og þakklæti fyrir að þvi' hafi verið boðin fræðsla. Skjólstæðingarnir eru að flestra mati betur undirbúnir en áður og það er síður að fólki komi eitthvað á óvart eins og t.d. hversu fljótt það er útskrifað eftir aðgerðina. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.