Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 56
og þá aðstoð sem viðkomandi fær frá aðstandendum. Á þeim grundvelli gerir hann áætlun um þá aðstoð sem viðkomandi fær. Ýmsir höfundar hafa bent á siðfræðilega erfiðleika sem þessir hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir, sérstaklega er þeir starfa hjá einkareknum miðstöðvum þar sem krafan um mikil afköst og sem minnstan tilkostnað er lykilatriði (Aronson og Sinding, 2000; Ceci o.fl., 2006; Padgett, 1998). Rannsóknir hafa leitt í Ijós að vegna ósveigjanlegra reglna um þá valkosti, sem í boði eru, finnst hjúkrunarfræðingum að þeir geti ekki með nokkru móti veitt skjólstæðingum sínum þá aðstoð sem þeir þarfnast. Rannsóknin Hjúkrað heima fór fram á miklum umbrotatímum í heimahjúkrun í Reykjavík. Á miðju gagnasöfnunartímabilinu var öll heimahjúkrun sameinuð í Miðstöð heimahjúkrunar sem hafði bæði kosti og galla í för með sér. f viðtölum mínum og aðstoðarmanna minna við hjúkrunarfræðingana, sem þátt tóku í rannsókninni, kom fram óöryggi gagnvart þessum breytingum en þó litu margir þeirra einnig á þær sem tækifæri til að stokka upp og koma á nýjum starfsháttum. Ýmsir nefndu að áhugavert væri að efla upplýsingasöfnun og greiningu sem verið hafði takmörkuð fram að því sem og notkun matstækja. Margt af þessu hefur síðan verið tekið upp og óhætt er að fullyrða að mikið uppbyggingarstarf hafi átt sér stað á sviði heimahjúkrunar á íslandi á undanförnum árum. Það sem vakti hins vegar athygli við gagnasöfnun var samstarfið, bæði samstarf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem virtist vera almennt gott og ekki síður samstarf hjúkrunarfræðinganna við sjúklingana og aðstandendur þeirra. í störfum hjúkrunarfræðinganna og sjúkraliðanna endurspeglaðist virðing fyrir persónulegum óskum og einkennum hvers og eins sem kom fram í athugasemdum eins og: „Hann vill hafa þetta svona.“ Ekki varð annað séð en að samskiptin hafi endurspeglað áherslu á sjónarhorn sjúklinga og aðstandenda þeirra sem svo margir hafa kallað eftir (Thorne, 2006). Þátttaka aðstandenda í umönnun Mikilvægt er að átta sig á því að forsenda þeirrar stefnu stjórnvalda að heimaþjónusta verði útbreiddur valkostur í heilbrigðisþjónustu er að sem flestir hafi einhvern nákominn sem getur aðstoðað við heimilishald, athafnir daglegs lífs og jafnvel sérhæfða meðferð (Anderson, 2001). Með aðstoð, sem veitt er af aðstandendum, er átt við margvíslega hjálp og umönnun sem er ólaunuð og byggist á tilfinningalegu sambandi, væntumþykju, kvöð eða skyldurækni (Twigg, 1992). Þessir aðilar eru hér nefndir aðstandendur (e. carer eða family carer) en einnig er algengt að tala um umönnunaraðila (e. caregiver) eða jafnvel óformlega umönnunaraðila (e. informal caregiver). Aðstandendur eru yfirleitt makar, foreldrar sem annast um börn sín, börn eða tengdabörn sem annast um foreldra sína eða systkini. Einnig kemur fyrir að vinir, nágrannar eða frændfólk gegni hlutverki aðstandenda. í flestum rannsóknum hafa konur verið í miklum meirihluta meðal aðstandenda sem annast um fjölskyldu eða vini heima (Zimmerman o.fl., 2006) þó vissulega komi fram að í sumum löndum hækkar hlutfall karlmanna hratt. Um árabil hefur líðan og reynsla aðstandenda af því að sinna umönnun notið athygli fræðimanna og hagsmunasamtaka aðstandenda. Samtök aðstandenda í mörgum löndum hafa t.d. safnað upplýsingum um eðli og áhrif umönnunar sem veitt er af aðstandendum. Sýna þær fram á gríðarlegt umfang þeirrar aðstoðar sem veitt er af aðstandendum (Canadian Caregiver Coalition, 2008; Carers UK, 2007; National Alliance for Caregiving, 2007; Schumacher, o.fl. 2006). í fjölmörgum rannsóknum hefur komið fram að því fylgir oft mikil byrði að annast um sinn nánasta heima (Canadian Caregiver Coalition). Þeir sem veita umönnun heima, sérstaklega ef hún er verulega umfangsmikil, finna fyrir versnandi heilsu, búa við aukna streitu og svefnleysi og finnst þeir hafa einangrast félagslega (Carers, UK). Það skal þó tekið fram að í mörgum rannsóknum kemur fram að aðstandendur eru þakklátir fyrir að fá tækifæri til að hafa einstaklinginn heima. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að reynslu aðstandenda af því að vera í umönnunarhlutverkinu. Sem dæmi má taka rannsókn Wiles (2003a; 2003b) þar sem könnuð var reynsla aðstandenda sjúklinga sem dvöldu á eigin heimilum í Ontario- fylki í Kanada og veitir hér áhugaverða innsýn. Wiles átti viðtöl við 30 aðstandendur og ræddi meðal annars um samstarf þeirra við þá sem veita opinbera þjónustu og daglegt líf. í niðurstöðunum kom fram að viðmælendum fannst sú staða að vera umönnunaraðili móta allt sitt líf frá morgni til kvölds og að ábyrgðin og álagið gæti orðið nánast óbærilegt. Allt miðaðast við heimilið og þann sem þarfnaðist umönnunar og flest erindi utan heimilisins tengdust umönnuninni á einhvern hátt. Viðmælendur ræddu um erfiðleika sem þeir stóðu frammi fyrir þegar fá þurfti aðstoð frá kerfinu, einn vísaði þar á annan og erfitt gat reynst að fá lausn sinna mála. Margir lýstu þessu þannig að þeir stæðu einir og vissu ekki hvert þeir gætu leitað. Þær rannsóknir á aðstæðum aðstandenda, sem hér hefur verið vísað til, eru erlendar. í raun er ekki mikið vitað um þessi mál hér á landi, þó finna megi nokkur áhugaverð lokaverkefni nemenda við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri. í hérlendum rannsóknum hefur komið fram að aðstandendur veita stærstan hluta þeirrar aðstoðar sem aldraðir sem búa heima njóta (Hlíf Guðmundsdóttir, 2004; Landlæknisembættið, 2006). í rannsókninni Hjúkrað heima kom hins vegar fram að það er mjög mismunandi að hve miklu marki sjúklingar hafa aðstandendur sér til aðstoðar. f þeim tilvikum er aðstandendum var til að dreifa var reynsla þeirra þó að mörgu leyti svipuð því sem komið hefur fram í erlendum rannsóknum. Svipað má segja um ítarlega rannsókn Hönnu Láru Steinsen (2006) á reynslu aðstandenda Alzheimersjúklinga. Réttlæti og velferð Eins og nefnt var í upphafi greinarinnar er yfirleitt talið að forsendur þess að sjúklingar geti haldið áfram að búa á eigin heimili séu þær að til staðar sé öflug opinber heilbrigðis- og félagsþjónusta og stuðningur aðstandenda. En hvar liggja mörkin milli ábyrgðar hins opinbera og einkasviðsins eða fjölskyldunnar? Við nánari athugun kemur í Ijós að svarið við 54 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.