Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 32
Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, saga@runag.com IGNAZ PHILIPP SEMMELWEIS - HIN ÞJÁÐA HETJA Kenning mín er sköpuð til að hrekja á brott skelfinguna við sængurleguspítala, til að vernda eiginkonuna fyrir eiginmanninn og móðurina fyrir barnið ... Semmelweis 1861 Semmelweis sem ungur maður í síðasta tölublaði var rakin saga handþvottar fram að 19. öld og kenningar um mikilvægi hreinlætis. Það var hins vegar ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis sem árið 1847 sannaði tengslin milli sýkingar og hreinlætis. Með reglum um einfaldan handþvott var hægt að draga úr barnsfarasótt sem fór um í farsóttarhlutföllum á fæðingarspítölum Evrópu. Uppgötvun hans átti eftir að kosta hann starfsferilinn og hugsanlega lífið en hún bjargaði ótal mannslífum sem og gjörbreytti starfsemi sjúkrahúsa víðsvegar um heiminn. Fyrir þessar sakir hefur hann oft verið kallaður „bjargvættur mæðra“. Ignaz Philipp Semmelweis, sem var af þýskum ættum, fæddist í júlí 1818 í Ofen í Ungverjalandi. Hann útskrifaðist frá háskólanum í Vínarborg árið 1844 og stundaði síðan nám í fæðingarhjálp og skurðlækningum. Hann var skipaður aðstoðarlæknir prófessors Johanns Klein við fæðingardeild Almenna sjúkrahússins í Vínarborg sem var á þeim tíma stærsta sinnartegundaríheiminum.Fæðingardeild sjúkrahússins var eins og á öðrum evrópskum fæðingarspítölum þjökuð af hárri dánartíðni vegna barnsfarasóttar. Ýmsar skýringar voru gefnar á svo hárri dánartíðni, t.d. að margar kvennanna 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.