Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Qupperneq 32
Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, saga@runag.com IGNAZ PHILIPP SEMMELWEIS - HIN ÞJÁÐA HETJA Kenning mín er sköpuð til að hrekja á brott skelfinguna við sængurleguspítala, til að vernda eiginkonuna fyrir eiginmanninn og móðurina fyrir barnið ... Semmelweis 1861 Semmelweis sem ungur maður í síðasta tölublaði var rakin saga handþvottar fram að 19. öld og kenningar um mikilvægi hreinlætis. Það var hins vegar ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis sem árið 1847 sannaði tengslin milli sýkingar og hreinlætis. Með reglum um einfaldan handþvott var hægt að draga úr barnsfarasótt sem fór um í farsóttarhlutföllum á fæðingarspítölum Evrópu. Uppgötvun hans átti eftir að kosta hann starfsferilinn og hugsanlega lífið en hún bjargaði ótal mannslífum sem og gjörbreytti starfsemi sjúkrahúsa víðsvegar um heiminn. Fyrir þessar sakir hefur hann oft verið kallaður „bjargvættur mæðra“. Ignaz Philipp Semmelweis, sem var af þýskum ættum, fæddist í júlí 1818 í Ofen í Ungverjalandi. Hann útskrifaðist frá háskólanum í Vínarborg árið 1844 og stundaði síðan nám í fæðingarhjálp og skurðlækningum. Hann var skipaður aðstoðarlæknir prófessors Johanns Klein við fæðingardeild Almenna sjúkrahússins í Vínarborg sem var á þeim tíma stærsta sinnartegundaríheiminum.Fæðingardeild sjúkrahússins var eins og á öðrum evrópskum fæðingarspítölum þjökuð af hárri dánartíðni vegna barnsfarasóttar. Ýmsar skýringar voru gefnar á svo hárri dánartíðni, t.d. að margar kvennanna 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.