Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 17
heilbrigðishvatningu, upplýsingarogfræöslu
eða tilfinningavinnu. Hjúkrunarfræðingar
nýta sér vísindin til að þróa sértæka
þekkingu sem hefur hagnýtt gildi. Barnard
vill meina að hjúkrunarfræðingar séu
staðsettir á mörkum tækni og mannlegrar
reynslu og það styrki og veiki stéttina.
Veikleikarnir felast í þekktum klisjum á
borð við að hjúkrunarfræðingnum standi
á sama um manneskjuna og sjái bara
tæknina eða að hann hafni tækninni og
takist því ekki að samþætta tækniþekkingu
inn í hjúkrunarstarfið. Kostirnir eru þeir
möguleikar sem hjúkrunarfræðingar
sjá daglega af áhrifum tækni á daglegt
líf einstaklingsins og að tækifæri
hjúkrunarfræðinga til að auka við skilning
og þekkingu á því sviði með rannsóknum
séu óþrjótandi.
Millikaflarnir fjalla um afmarkaðri efni.
í þriðja kafla bókarinnar er fjallað
um gjörgæsluumhverfi fyrirbura og
fullorðinna í Ijósi tækninnar og í fimmta
kafla bókarinnar um börn sem þurfa
mikla tækniaðstoð heima fyrir. Þar er
lögð áhersla á að notkun hátækni á
sjúkrahúsi miðar að meðferð mikið veikra
sjúklinga oft á krítískum tímapunkti.
Notkun hátækni heima með langveiku
barni krefst þess hins vegar að umönnun
snúi að fjölskyldunni allri. Hvernig unnt
sé að flétta tæknina inn í daglegt líf
fjölskyldunnar og gera henni fært að njóta
lífsins tii fullnustu. Svo koma áhugaverðir
kaflar um vélmenni og hjúkrun, telematics,
upplýsingatækni og um vinnuumhverfið.
Mismunandi nálgun en sömu áherslur,
nýtum okkur tæknina, stjórnum tækninni,
látum ekki stjórnast af tækninni, fylgjum
eftir þróun tækninnar og verum jafnframt
í forystusveit þeirrar þróunar.
Síðasti kafli bókarinnar leitast síðan
við að setja tæknina í samhengi við
tengsla- og verufræðilegar kenningar.
Framgangur tækninnar hafi margþættan
tilgang, eins og flæði menningar og
gilda milli samfélaga, þróun samfélaga,
hagfræðilegan ávinning, viðhaldi heilsu,
upplýsingaflæði og afkomu í víðum
skilningi. Hjúkrunarfræðingar þurfi
stöðugt að vera vakandi fyrir tengslum
tækninnar og manneskjunnar til að geta
raunverulega veitt góða umönnun og
tengst skjólstæðingum sínum.
Ég er ekki víðlesin í fræðilegri umræðu
er lýtur að tækni og hjúkrun. Ég hef hins
vegar ekki komist hjá því að verða vör við
umræðuna hjá kollegum í klínikkinni og
ákvað að panta þessa bók og lesa hana
með augum „nýgræðings" á sviðinu.
Niðurstaða mín er að bókin gefi gott yfirlit
yfir stöðu þekkingar á þessu sviði, er
aðgengileg en kaflarnir þó miskrefjandi.
Ég mæli hiklaust með bókinni fyrir þá
sem hafa áhuga á þessu efni.
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í
hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og
forstöðumaður fræðasviðs skurðhjúkrunar.
Notkun
Augnskaðar
Sýru brunar
Alkali brunar
Aðskotahlutir
Augnaðgerðir
Sýkingar
Augnlinsan
fráMorgan Xy
Augnlinsan frá Morgan Lens er sérstaklega hönnuð til að meðhöndla augnskaða.
Augnlinsan er mjög auðveld í notkun og hentar einnig vel til skolunar við efnabruna
og til að fjarlægja aðskotahlut úr auga.
Sjá nánari upplýsingar á vefsetri framleiðandans: www.morganlens.com
The Morgarí Lens Eirberg
T-^MorTaninc
Stórhöfða 25-110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is