Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 10
Rökrætt í hléi. að hún sé sá hjúkrunarfræðingur hér á landi sem hefur mesta sérfræðiþekkingu í hjúkrun vegna ofvirkni og skyldra raskana. Sólveig hefur starfað sem geðhjúkrunarfræðingur á samningi Fíh og TR frá 1992 og hefur stutt fjölskyldur barna með geðraskanir á heimílum þeirra, í skólum og fleiri stofnunum. Þá hefur hún sinnt handleiðslu fyrir hjúkrunarfræðinga o.fl. stéttir. Segja má að Sólveig sé frumkvöðull í geðhjúkrun barna og unglinga hér á landi. Hún er afar góð fyrirmynd og lærimeistari og hefur kennt og leiðbeint vinnufélögum sínum af festu en mildi sem óhætt er að segja að sé einkennismerki Sólveigar. Hjúkrunarfræðingar vilja þakka Sólveigu framlag hennar til geðhjúkrunar barna og unglinga með því að veita henni þá virðingu að gera hana að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Lögum félagsins breytt aukið eftirlitshlutverk. Ráðherra fór yfir tvö vandamál tengd Landspítala og sagði að auk fjárhagsvanda geti menn ekki sætt sig við að út úr skoðanakönnunum um starfsánægju sjáist hvergi verri útkoma en þar. Ekki verði hjá því komist að taka á þessum vanda. Þá hefur heilbrigðisráðuneytið unnið að svokallaðri heilsustefnu og hvatti ráðherra hjúkrunarfræðinga til að taka þátt í þeirri vinnu. Ráðherra sagði margt hafa áunnist í heilbrigðismálum síðustu mánuði og að unnið sé að mörgum áhugaverðum málum í ráðuneytinu. Nefndi hann sem dæmi útrás íslenskrar heilbrigðisþjónustu, samstarfsnefnd þriggja ráðuneyta um rannsóknir og nýsköpun, samstarf heilbrigðisráðuneytis og menntamálaráðuneytis og rafræna stjórnsýslu. í lokaorðumsínumhét ráðherra góðu samstarfi við hjúkrunarfræðinga. Heiðursfélagi Á aðalfundinum var samþykkt að gera Sólveigu Guðlaugsdóttur hjúkrunar- fræðing að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir langt og farsælt frumkvöðlastarf í geðhjúkrun barna og unglinga. Sólveig lauk námi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1974. Hún lauk síðan framhaldsnámi í geðhjúkrun frá Nýja hjúkrunarskólanum árið 1977. Á árunum 1987-1990 stundaði Sólveig nám í fjölskyldumeðferð og er viðurkenndur fjölskyldumeðferðaraðili og árið 2003 lauk hún MS-prófi í geðhjúkrun þá 67 ára að aldri. Lokaverkefni hennar fjallaði um reynslu mæðra með börn með einhverfu. Eftir útskrift árið 1974 hóf Sólveig störf á Landspítalanum og síðar á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Árið 1977 hóf hún störf á Barnageðdeild Hringsins (nú BUGL) og var lengi vel einn af fáum hjúkrunarfræðingum sem voru starfandi á barnageðdeildinni. Sólveig hefur sérhæft sig í hjúkrun barna með eínhverfu og er leiðandi í hjúkrun þeirra. Hún sótti sérhæfð námskeið í Bandaríkjunum m.a. til North Carolina, Massachusetts og Chicaco þar sem hún fékk réttindi til að gera greiningu á einhverfu og er Sólveig eini hjúkrunarfræðingurinn á íslandi sem hefur réttindi til að leggja fyrir ADI (Autistic Diagnostic Interview) greiningarviðtalið. Þá hefur hún gífurlega reynslu og sérfræðiþekkingu af vinnu með ofvirk börn og var einnig fyrsti hjúkrunarfræðingurinn til að taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu barna með geðraskanir m.a. ofvirkra og einhverfra barna á BUGL og víðar. Fullyrða má Eitt meginverkefni fundarins var að fjalla um tillögu stjórnar til breytinga á skipulagi og lögum Félags íslenskra Tekiö á móti fulltrúa. hjúkrunarfræðinga. Megintilgangurinn með nýjum lögum er að auka lýðræði í ákvarðanatöku í félaginu, gera stjórnsýslu þess skilvirkari og viðbragðstíma styttri. 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.