Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 14
Einkenni evrópskrar hugsunar í þessum efnum er þó að líkamleg hreyfing sé fyrir þá heilbrigðu á meðan náttúrumeðul og hugleiðsla sé mögulegt meðferðarúrræði fyrir þá veiku (Cohen, 1997), Árið 1779 gaf jesúítaprestur út myndskreytta þýðingu á taóiskum texta um hreyfingakerfi í anda qigong. Á næstu árum komu út fleiri slíkir textar en hugmyndir qigong náðu aldrei fótfestu í vestrænni menningu. í vestrænum hugmyndum um hreyfingu, íþróttir og leikfimi hefur að mestu verið skorið á tengsl líkamlegrar hreyfingar við huglæga þætti og andlega heilsu (Cohen, 1997). Áhugavert er að velta fyrir sér hvers vegna aðgreining andlegra og líkamlegra þátta er svo skýr í vestrænni menningu. Á íslandi er Gunnar Eyjólfsson leikari frumkvöðull qigong-iðkunar. Upphaflega kynntist hann qigong á námsárum sínum í Bretlandi. Hann hóf að stunda æfingarnar hér á landi með nokkrum félögum sínum eftir að námi lauk. Smám saman fjölgaði í hópnum og því var stofnað félag iðkenda qigong á íslandi 1. júní 2002. Á íslandi stunda um það bil 60-100 manns qigong með reglulegum hætti. Rannsóknir á áhrifum qigong sem meðferðaúrræðis Birtar hafa verið rannsóknir þar sem áhrif qigong-iðkunar og meðferðar hafa verið könnuð í tengslum við einkenni hjá krabbameinssjúklingum. Gerð var rannsókn í Taívan á tengslum qigong- iðkunar (internal Qigong) og krabbameins (Yeh, Lee, Chen og Chao, 2006). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif chan-chuang qigong-iðkunar á blóðgildi hjá einstaklingum sem fengið höfðu brjóstakrabbamein og voru að byrja í sinni fyrstu krabbameinslyfjameðferð. Rannsóknin var gerð með hálftilraunasniði þar sem tilraunahópurinn (N=32) stundaði qigong á hverjum degi í 21 dag, minnst 15 mín. á dag en mest í 60 mín. Kennd var ákveðin qigong-æfing sem þátttakendur áttu að tileinka sér en ekki kemur fram í rannsókninni hvaða eða hvort viðmiðunarhópurinn (N=35) fékk einhverja aðra meðferð. Teknar voru blóðprufur daginn fyrir upphaf iðkunar og á degi 8, 15 og 22 eftir upphaf iðkunar. Niðurstöður sýndu að mælingar á hvítum blóðkornum, blóðflögum og blóðrauða í tilraunahópnum hækkuðu verulega á rannsóknartímanum. Þegar bornar voru saman niðurstöður mælinga milli fyrstu og þriðju viku sást veruleg lækkun á mælingum hvítra blóðkorna og blóðrauða (e. hemoglobin) í viðmiðunarhópnum en ekki í tilraunahópnum. Niðurstöður mælinga á hvítum blóðkornum í tilraunahópnum sýndu marktækt meiri hækkun en í viðmiðunarhópnum (Yeh, Lee, Chen og Chao, 2006). Dregnar eru þær ályktanir að með því að stunda qigong geti mögulega dregið úr aukaverkunum í lyfjameðferð, s.s. lækkun á hvítum blóðgildum. Rétt er að hafa í huga að í rannsókninni er ekki sagt frá hvaða eða hvort viðmiðunarhópurinn fékk einhverja meðferð. Ekki er heldur getið um hvort einhverjar breytingar hafi verið gerðar á lyfjagjöf, annarri en krabbameinslyfja, á meðan á rannsókn stóð, né hvaða krabbameinslyf sjúklingarnir fengu. Einnig er rétt að benda á að úrtak er lítið. í Ijósi þess er erfitt að leggja mat á þessa rannsókn og draga ályktanir sem nýtast í klínísku starfi og við innleiðingu á viðbótarmeðferðum fyrir krabbameinssjúklinga. í fræðiiegri samantekt, þar sem skoðaðar voru níu rannsóknargreinar, koma fram áhugaverðar vísbendingar um jákvæð áhrif qigong-iðkunar á einkenni eða líðan krabbameinssjúklinga (Lee, Chen, Sancier og Ernst, 2007). Sjúklingarnir í þessum rannsóknum voru með mismunandi tegundir krabbameina og mislangt genginn sjúkdóm. Greinarnar sem um ræðir eru frá Kína (5), Kóreu (1), Hong Kong (1) og ekki var getið um uppruna tveggja greina. Niðurstöður benda m.a. til að iðkun qigong geti haft jákvæð áhrif á einkenni krabbameina, s.s. á minnkandi líkamsstyrk, lystarleysi, kvíða, þunglyndi, krabbameinstengda þreytu, ógleði, streitu o.fl. Einnig bentu niðurstöður til að lífslíkur krabbameinssjúklinga sem ástunduðu qigong gætu verið meiri en viðmiðunarhópa. í samantektinni koma fram áhugaverðar vísbendingar um að qigong geti nýst sem meðferðarform gagnvart ýmsum einkennum krabba- meins og aukaverkunum krabba- meinsmeðferðar. Höfundar setja samt fyrirvara hvað varðar aðferðafræði þeirra rannsókna sem skoðaðar voru. Þar að leiðandi álykta þeir að virkni qigong sem meðferðarúrræðis við meðhöndlun einkenna krabbameina eða aukaverkana krabbameinsmeðferða sé enn á veikum grunni byggð (Lee, Chen, Sancier og Ernst, 2007). Þeir hvetja til frekari og vandaðri rannsókna á viðfangsefninu. í þessari fræðilegu samantekt kemur ekki fram hvar rannsóknirnar eru framkvæmdar og sumar eru ekki birtar á ensku. Líklega eru þessar rannsóknir framkvæmdar hjá asískum/kfnverskum krabbameinssjúklingum sem ef til vill þekkja hugmyndafræði qigong. Engin rannsókn fannst um tengsl qigong- iðkunar og krabbameins sem framkvæmd hefur verið í vestrænu umhverfi. Sjálfsagt er að upplýsa krabbameinssjúklinga um að qigong sé ekki nægilega gagnreynt til að mæla með sem meðferðarformi. Aftur á móti felast í þessum niðurstöðum áhugaverðar upplýsingar og mikilvæg þekking fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Forrannsókn (pilot trial) var gerð til að athuga hvaða áhrif qigong-meðferð (exteral Qigong) hefur á verki o.fl. hjá einstaklingum eldri en 60 ára (Lee, Jang, Jang og Moon, 2003). Slembivalið var í tvo hópa, tilraunahóp (N=47) sem fékk meðferð qigong-meistara í 10 mínútur og viðmiðunarhóp (N=47) sem fékk platmeðferð hjá qigong-meistara í jafnlangan tíma. Ekki kemur fram hve margar meðferðir voru veittar í báðum hópum. Fyrir meðferð fylltu þátttakendur inn á verkjaskala (VAS) frá 0-10 styrk verkja. Einnig merktu þeir staðsetningu verkja á teiknaða líkamsmynd. Mælingarnar voru endurteknar 15 mínútum eftir veitta meðferð. Niðurstöður sýndu að tilraunahópurinn tjáði marktækt minni verki eftir veitta meðferð en viðmiðunarhópinn. Þunglyndi, þreyta og kvíði voru mæld á VAS-skala fyrir og eftir meðferð. Einnig var blóðþrýstingur mældur fyrir og eftir veitta meðferð. Niðurstöður sýndu að þessir þættir mældust lægri hjá tilraunahópnum heldur en hjá viðmiðunarhópnum og var marktækur munur hvað kvíða snertir (Lee, Jang, o.fl., 2003). Gerð hefur verið fræðileg samantekt þar sem metið var hvort qigong- 12 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.