Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 33
væru fátækar einstæðar mæður eða vændiskonur og dauðinn væri guðleg refsing (Strathern, 2005, bls. 228). Semmelweis var mjög brugðið yfir þeim fjölda kvenna sem sýktust og létust af völdum sjúkdómsins. Einnig undraðist hann áhugaleysi manna til að finna út úr ástæðum þessa eða eins og hann ritaði til vinar síns: . hvers vegna einn sjúklingur sýkist en annar ekki við svipaðar aðstæður."(Ligon 2001). Hann var ákveðinn í að rannsaka orsökina þrátt fyrir hörð mótmæli yfirmanns síns sem eins og margir aðrir læknar hafði sætt sig við það að ekki væri hægt að fyrirbyggja sjúkdóminn. Líkja má tíðni bamsfarasóttarinnar við plágu meðal fæðingarspítala í Evrópu á 19. öld þar sem dánartíðnin gat verið á bilinu 10-35% (Loudon, 1986). Flestar konur fæddu heima en þó voru þær sem sóttu spítalana vegna fæðingar óskilgetinna barna, fátæktar eða fæðingavandamála. Talið var að sýkingin ætti sér stað meðal annars vegna mikilla þrengsla innan spítalanna, slæmrar loftræstingar, erfiðra fæðinga, óhreininda sem bárust inn með sjúklingunum eða miasma. Nítjándu aldar læknar reyndu ýmsar aðferðir við lækningar á sýkingunni en þó var hin almenna lækning blóðtaka. Blóð var þá tekið annaðhvort með æðaskurði eða með blóðsugum. Árið 1848 lýsti breskur læknir aðferð sinni til að lækna barnsfarasótt: „Ég fyrirskipaði tafarlaust að átta til tólf blóðsugum yrði dreift yfir kviðinn, og síðan fylgt eftir með heitum bakstri af hörfræolíu og hveitiklíði; leggöngin skoluð með volgu vatni, og ef útferð (lochia) væri illa lyktandi, þá innspýting með klórlausn (chloride of soda); stórum skömmtum af calomel (kvikasilfur) og ópíum gefið á þriggja tíma fresti, og nautaseyði gefið á milli... Efekki hefurdregið fljótt úr verkjum eftir þessa meðferð, þá annaðhvort bæti ég við fleiri blóðsugum, eða, ef þrekið leyfir það ekki, þá terpentínubakstur; áhrifin af hinu síðasttalda er í mörgum tilfellum næstum töfrum líkast." (Carter og Carter, 2005, bls. 35) Sama virðist hafa verið upp á teningnum hvort heldur var í Bandaríkjunum eða í Evrópu - blóðtaka var almennt talin lækning við sýkingunni þó svo að önnur meðhöndlun hafi einnig verið notuð samhliða. Læknir nokkur ritaði að líkin frá fæðingardeildinni á spítalanum í Vínarborg kæmu oft í líkhúsið með mjög stór opin sár innanvert á lærum af hinum brennuheitu efnum sem notuð voru til að reyna að fjarlægja eitrið úr líkamanum (Carter og Carter, 2005). Á Almenna sjúkrahúsinu í Vínarborg voru fæðingardeildirnar tvær og var munurinn á dánartíðni milli þeirra sláandi. Deild 1 var undir umsjá fæðingarlækna og var dánartíðni þar á bilinu 13-20% á meðan dánartíðni deildar 2, sem var í höndum Ijósmæðra, var um 2%. (Ligon, 2001). Þó voru deildirnar nákvæmlega eins í uppbyggingu. En þrátt fyrir margra ára rannsóknir þá voru ástæður fyrir svo hárri sýkingartíðni engan veginn skýrar. Sýkingin var viðurkennd sem óumflýjanleg og dauði sjálfsagður. Árið 1847 var ung stúlka lögð inn á deild 1 og óttaðist mjög að deyja við barnsburðinn og var hún hughreyst með þessum orðum: „Þú hlýtur að vita að einstaka sinnum deyja mæður í fæðingu. En þetta er mikill og frægur spítali, sá hinn besti í Evrópu. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af slíkum hlutum eins og dauða." (Nuland, 2003, bls. 21). Þrátt fyrir þessa hughreystingu lést stúlkan af völdum barnsfarasóttarinnar. Semmelweis var jafn ráðalaus og aðrir um orsakir sjúkdómsins og undraðist það að þrátt fyrir lakara hreinlæti og aðbúnað fæðandi kvenna á deild 2, þá var tíðni barnsfarasóttarsýkingar og dauða lægri þar. Taldi hann að munurinn fælist hugsanlega í ólíku verklagi deildanna og hóf kerfisbundnar rannsóknir á í hverju mismunurinn gæti legið með því að fá deildirnar til að prófa aðferðir hvor annarrar. Með slíkum rannsóknum komst hann að því að það var engin tenging á milli þeirra þátta sem kennt hafði verið um sýkinguna og sýkingarinnar sjálfrar. Semmelweis stundaði krufningar á fórnarlömbum barnsfarasóttarinnar og varð fljótlega sannfærður um að þrátt fyrir mismunandi sjúkdómseinkenni, þá var þetta í raun einn sjúkdómur. Á svipuðum tíma gerðist sá sorglegi atburður að góður vinur Semmelweis, prófessor Jakob Kolletschka, lést af völdum blóðeitrunar (sýklasótt) sem hann hafði fengið þegar hann skar sig á fingri með hníf sem hann hafði notað við krufningu. Lést hann fáum dögum síðar. Leiddi krufning á líki hans í Ijós mjög alvarlega sýkingu svipaðri því sem fundist hafði í fórnarlömbum barnsfarasóttarinnar. Samt hafði hann hvergi komið nærri fæðingardeildunum. Þó sorglegt væri þá var það engu að síður áhrifarík tímamót fyrir Semmelweis því hann ályktaði réttilega að tengsl væru á milli barnsfarasóttar og sýkingar þeirrar sem dregið hafði vin hans Kolletschka til dauða. Frásögnin af uppgötvun hans getur ekki verið dramatískari: „Algerlega uppgefinn sökkti ég mér niður í málið með mikilli geðshræringu þar til mér varð skyndilega Ijóst að barnsfarasóttin, hinn banvæni sjúkdómur hinna fæðandi og sjúkdómur prófessors Kolletschka væru einn og hinn sami vegna þess að hann samanstendur af sömu líffræðilegu breytingunum. Ef blóðeitrunin í tilfelli prófessors Kolletschka varð vegna spillingar sársins af líkögnum, þá hlýtur barnsfarasóttin að eiga uppruna sinn á sama hátt." (Nuland, 2003, bls. 99-100). Hann áttaði sig fljótlega á því að læknanemar og læknar spítalans sýktu sjálfir konurnar. Þeir eyddu morgninum í að kryfja lík sjúklinga sem látist höfðu meðal annars af völdum barnsfarasóttar og fóru síðan á stofugang til að taka á móti börnum og skoða sjúklinga. Fólst sú skoðun í innvortis könnun á legi og öðrum hlutum kynfæra kvenna þar sem þeir notuðu berar, óþvegnar hendur (Carter og Carter, 2005). Þar sem sýklakenning Þasteurs hafði ekki enn verið þróuð ályktaði Semmelweis að einhvers konar spillt efni, sem hann kallaði "líkagnir", væru orsök barnsfarasóttarinnar. Hann komst síðan að þeirri niðurstöðu að læknar og læknanemar bæru líkagnir á höndum sínum frá sjúklingi til sjúklings eða frá líki til sjúklings á deild 1! Klórlausnir höfðu lengi verið notaðar til að losna við skæðan ódauninn af rotnandi efnum. Semmelweis taldi að klórupplausn væri tilvalið efni til að eyða illa lyktandi líkögnunum. Semmelweis hafði ekki aðeins borið kennsl á ástæðu Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.