Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 49
Elísabet H Árnadóttir, elisabea@landspitali.is ÞANKASTRIK ÁBYRGÐ OKKAR Á KJARASAMNINGUM Við hjúkrunarfræðingar getum sennilega verið sammála um það að við sinnum starfi okkar af alúð og ábyrgð. Við berum ábyrgð á skjólstæðingum okkar og aðstandendum. Tökum ábyrgð á mönnunarvanda sjúkrahúsa og stöndum langar vaktir vegna þess að okkur finnst við bera ábyrgð á því að einhver sinni okkar skjólstæðingum. „Það er á okkar ábyrgð að gefa skýr skilaboð með því að taka afstöðu til kjarasamninga." Erum við eins dugleg að taka ábyrgð á eigum kjörum? Finnst okkur við bera ábyrgð á þeim kjarasamningi sem við nú störfum undir? Það er víst að ríkt hefúr megn óánægja hjá okkur hjúkrunarfræðingum með iaunakjörin síðan samið vár árið 2005 og mikil orka farið í að skeggræða þau í býtibúrum landsins. Þrátt fyrir gríðarlegan skort á hjúkrunarfræðingum er ríkið, okkar stærsti viðsemjandi, ekki þekkt fyrir það að vilja greiða okkur mannsæmandi laun. Ekki getum við borið ábyrgð á því. En það er á okkar ábyrgð að gefa skýr skilaboð með því að taka afstöðu til kjarasamninga. Tölur frá liðnum árum sýna hve sterk ábyrgðarkennd okkar er þegar kemur að því að greiða atkvæði. Ár Hlutfall félagsmanna 1994 59.4% 1996 39% 1997 50.1% 2001 (a) 67% (felldir) 2001 (b) 59% 2005 49% Á kjörskrá 2005 voru 2024 félagsmenn, 993 greiddu atkvæði. 812 sögðu já og 171 sögðu nei, 10 seðlar voru auðir og ógildir. Þetta eru tölur sem tala fyrir sig sjálfar. Ekki skiptir máli hvað samið er um, hvort samningar eru skýrir eða ekki. Við höfum kosningarrétt, það er á okkar ábyrgð að nota hann. Stofnanasamningur er ekki á okkar ábyrgð, um hann er ekki hægt að kjósa, því miður. En það er á okkar ábyrgð að fara í framgang eins oft og mögulegt er. Ég skal vera manna fyrst til að viðurkenna að framgangskerfið á LSFI er meingallað. Ég hélt reyndar fyrst að það væri verið að segja mér lélegan brandara þegar hann var kynntur fyrir mér. Átti ég að sitja og mæra sjálfa mig á mörgum biaðsíðum til þess eins að yfirmaður minn, sem þekkir mig vel af daglegum verkum mínum, færi yfir þetta og lokaorðið hefði sviðsstjórinn minn sem þekkir mig ekki neitt? Og í ofanálag er ekki nóg að vinna vinnuna sína vel Eiísabet h Árnadóttir heldur skorarðu mest ef þú tekur að þér verkefni sem oft eru unnin í eigin frítíma. Þetta þvældist lengi fyrir mér og það tók mig sex mánuði að skila mínum fyrsta framgangi. Það skilaði mér heilmiklu þar sem ég hafði raðast lágt í byrjun. Sá árangur vakti mig til umhugsunar og ég ákvað að ríkið skyldi ekki aftur græða á þrjósku minni. „Ég ákvað að ríkið skyldi ekki aftur græða á þrjósku minni.“ Það er á mína ábyrgð að nota það kerfi sem í boði er til að hækka mín lágu laun. Fullkomnunarárátta má ekki hindra að við notum ófullkomið kerfi. Við ættum frekar að reyna að finna eitthvað betra fyrirkomulag og ekki semja af okkur réttinn til að hafa áhrif á eigin laun, hversu lítil sem að þau áhrif eru. Trúnaðarmenn eru tengiliðir milli félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og forráðarmanna stofnana annars vegar og milli félagsmanna og stjórnar Ffh/svæðisdeildar hins vegar. Trúnaðarmenn gerðu könnun fyrir Fíh í byrjun maí. Aðeins rétt rúmlega 30% félagsmanna svöruðu könnuninni. Þetta er umhugsunarvert og því bendi ég á að það er á ábyrgð allra hjúkrunarfræðinga að það sé trúnaðarmaður á þeirra deild. Trúnaðarmennirnir bera síðan ábyrgð á því að taka starf sitt alvarlega og sinna því vel. Kæru hjúkrunarfræðingar. Hættum að bera heilu stofnanirnar á herðunum og tökum ábyrgð á því sem að snýr að okkur og okkar réttindum. Kjósum um kjarasamninga, förum í framgang og sjáum til þess að það sé virkur trúnaðarmaður á okkar deildl! Ég skora á Bríeti Birgisdöttur, hjúkrunarfræðing á gjörgæslunni í Fossvogi, að skrifa næsta þankastrik. Elísabet H Árnadóttir Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.