Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 23
Ragnhildur Þorgeirsdóttir, ragnhildurthorg@heilhus.is
FLUTT INN í ENDURNÝJAÐ HÚSNÆÐI
HEILBRIGÐISSTOFNUNAR ÞINGEYINGA Á RAUFARHÖFN
Þriðjudaginn 13. maí var heilsugæslustöðin á Raufarhöfn formlega tekin í
notkun eftir gagngerar endurbætur. Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæpt ár.
Eftir þessum degi hafa Raufarhafnarbúar beðið í mörg ár en að minnsta kosti
áratugur er síðan ákveðið var að gamla húsnæðið væri komið „á tíma“ og þörf
á endurbótum. Húsnæðið var byggt upp úr 1960 og lagfært töluvert einu sinni
á tímabilinu.
Fjöldi gesta samfagnaði heimamönnum
og starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar,
m.a. Þórdís Kristjánsdóttir en hún starfaði
við heilsugæslustöðina á Raufarhöfn í
rúmlega 20 ár eða á árunum 1974-1994
og á að baki mjög farsælt starf þar. Leist
Þórdísi sérstaklega vel á þær breytingar
sem gerðar hafa verið á stöðinni.
Verktaki við endurbætur og nýbyggingu
var Norðurvík á Húsavík. Arkitekt var Björn
Kristleifsson. Áttu starfsmenn gott samstarf
bæði við verktaka og arkitekt varðandi
endurbæturnar og var kappkostað að
gera vinnuaðstöðu sem allra besta. Má
þar sérstaklega til taka hreinlætisaðstöðu,
herbergjaskipan og miklar og góðar
innréttingar. Skúffur og skápar eru mikið
dýrmæti á heilsugæsiustöð og má segja
að fyrir endurbætur hafi mikið skort
á að innréttingar væru viðunandi. Allt
rafmagn var endurnýjað en rafiagnir voru
að sjálfsögðu orðnar löngu yfirhlaðnar
með mikilli fjölgun rafmagnstækja og
tölva þessa áratugi síðan rafmagn var
hannað í húsið. Einnig voru vatnslagnir og
skólp endurnýjað og öll hreinlætisaðstaða
uppfyllir nú ströngustu kröfur. Fullkomið
öryggis- og eldvarnarkerfi var sett upp.
Starfsmenn hjá Fjársýslu ríkisins voru
okkur sérstaklega hliðhollir og áttum við
gott samstarf við þá varðandi endurnýjun
á húsbúnaði og tækjum. Má því segja að
þessar endurbætur hafi í alla staði tekist
vel og eru starfsmenn mjög ánægðir
með nýju aðstöðuna og vonandi verða
skjólstæðingar heilsugæslunnar það
einnig.
■* Heilsugæslustööin meö nýju viðbyggingunni.
a Ný aðstaða fyrir slökkvi- og sjúkrabíl í
áhaldahúsinu.
Þess má síðan geta að nýlega var tekið
í notkun nýtt áhaldahús á Raufarhöfn,
Skakkhorn, sem meðal annars hýsir
sjúkra- og slökkvibíl staðarins og er
aðstaðan þar með því sem best gerist.
Ragnhildur Þorgeirsdóttir er hjúkrunar-
fræðingur á heilsugæslustöðinni á
Raufarhöfn.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
21