Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 25
Kröfuganga í verkfalli í Svíþjóð vorið 2008.
aðstæður þannig að einhver áhætta er
tekin. Erlendar kannanir benda þó ekki
til þess að verkföll heilbrigðisstarfsmanna
hafi áhrif á dánarlíkur (Stovall, Hobart,
& Geller, 2004). Þessar kannanir
benda einnig til þess að í verkföllum
heilbrigðisstarfsmanna aukist mjög
notkun á dýrustu þáttum þjónustunnar,
s.s. slysadeildarþjónustu.
Þjóðhagslegu tapi, sem fylgir verkfalli
hjúkrunarfræðinga til skamms tíma, má
gróflega skipta upp í eftirfarandi þætti:
Tapað þjónustuframlag: Um 900
hjúkrunarfræðingar legðu niður störf hjá
hinu opinbera. Að gefum forsendum um
mánaðarlaun, yfirvinnu og álagsgreiðslur
féllu niður launareiðslur í heilbrigðiskerfinu
sem næmu 460 miiljónum króna.
Kaupandi þjónustunnar, almenningur
með milligöngu opinberra aðila fær því
ekki afhenta þjónustu sem er 460 milljóna
króna virði á markaði.
Tap notenda umfram greitt
þjónustuframlag
Neytandi kaupir ekki vöru eða þjónustu
nema ávinningur af kaupunum sé
meiri en útgjöldin. Þetta á við um
þjónustu hjúkrunarfræðinga jafnt og
aðra þjónustu þó svo hið opinbera hafi
milligöngu um kaupin. Setjum sem
svo að kaupandi væri tilbúinn til að
greiða 5000 krónur fyrir læknisskoðun
en að heildargreiðsla sjúklings og hins
opinbera til heilsugæslustöðvar næmu
aðeins 1000 krónum. í þessu dæmi
væri hreinn ávinningur kaupandans
4000 krónur. Þessi ávinningur kemur
ekki fram í bókhaldi einstaklinga eða
fyrirtækja. Til að fulireikna dæmið um tap
þjóðfélagsins vegna mögulegs verkfalls
hjúkrunarfræðinga þarf að áætla hversu
mikið tap neytenda er umfram greiðslur
fyrir þjónustuframlagið. Hagfræðingar
kalla þennan ávinning ýmist greiðsluvilja
(willingness to pay) eða neytendaábata
(consumer surplus). Greiðsluvilji
einstaklings minnkar eftir því sem notkun
þjónustunnar eykst. Ávinningur af annarri
heimsókn til læknis sama daginn er
mun minni en ávinningurinn af fyrstu
heimsókninni og er væntanlega langt
undir heimsóknargjaldinu. Náin tengsl
eru milli greiðsluvilja og eftirspurnar.
Sé eftirspurn eftir vöru eða þjónustu
óteygin með tilliti til verðs þá fellur
greiðsluvilji hratt með aukinni notkun.
Sé eftirspurn eftir vöru eða þjónustu hins
vegar teygin fellur greiðsluvilji hægt þó
notkunin aukist. Notast má við erlendar
athuganir á verðteygni eftirspurnar eftir
þjónustu hjúkrunarfræðinga til að meta
fall greiðsluviljans (Knox, Blankmeyer, &
Stutzman, 2006; Mukamel & Spector,
2002). Hér á eftir verður gengið út frá
að tapaður greiðsluvilji sé á bilinu 300
til 450 milljónir króna sem svarar til þess
að verðteygni sé einhvers staðar á bilinu
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
23