Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 12
Ingibjörg J. Friðbertsdottir, ingibjorgfr@hotmail.com QIGONG gömul fræði í nýju hlutverki í meira en 5000 þúsund ár hafa Kínverjar notað qigong til heilsueflingar. Geta hjúkrunarfræðingar nýtt þau verðmæti sem búa í aldagömlum aðferðum til að bæta líðan og lífsgæði skjólstæðinga sinna? Hvað er qi? Grundvöllur qigong er hugmyndin um orku (qi) og orkuflæði. Þessar hugmyndir eru'margbrotnar og korria með.ólíkum hætti við sögu í menningu, trúarbrögðum, mataræði, heilsufari og daglegum háttum Kínverja í margar aldir. Ein leið til útskýringar gerir grein fyrir þrenns konar qi - qi himinhvolfsins, jarðarinnar og einstaklingsins. Qi himinhvolfsins hefur með að gera orku sólar, reikistjarna, tungls og veðurfars, qi jarðarinnar er nátengt og hefur með að gera strauma sjávar, aðdráttarafl og aðra orku jarðar. Qi mannsins fjallar um orku sem maðurinn hefur innra með sér eða fær úr umhverfi sínu. Megináhersla qigong er á innri orku mannsins og flæði hennar (Yang, 2003). Innri orka mannsins á sér ólíkar rætur. Hluti þeirrar orku er meðfæddur og mótast af orku foreldra og athöfnum þeirra á meðan á meðgöngu stendur. Þannig er talið að heilbrigt mataræði, heilbrigðir lífshættir og gott kynlíf á meðgöngutímabili hafi jákvæð áhrif á innri orku barnsins. Meðfædda orku má styrkja og efla með hugleiðslu og heilbrigðu líferni. Hægt er að sækja sér orku í umhverfið og auka þannig orkuflæði, rætur slíkrar orku eru í náttúrunni (himinn og jörð) og í hollu mataræði. Öguð ástundun qigong eflir orkuna og stýrir flæði hennar um líkamann. Orku mannsins má skipta í undirflokka. Talað er um öndunarorku sem er sú orka sem við tökum inn með önduninni og fæðuorku sem við tökum inn með fæðunni. Rætt er um innri orku sem alla þá orku sem berst um líkamann og ytri orku sem líkaminn gefur frá sér og hægt er að nýta til að hafa jákvæð áhrif á orku annarra einstaklinga. Rætt er um verndandi orku sem orkuhjúp sem umlykur og verndar mannslíkamann (Cohen, 1997). í líkama mannsins eru þrjár orkustöðvar samkvæmt hugmyndum qigong. Orkustöðvarnar kallast dan tian - aðalorkustöðin er neðst, í botni kviðarholsins, miðorkustöðin í brjósthæð og efsta orkustöðin í höfðinu, ofan augna. Þessar orkustöðvar vista orku og eru stjórnstöðvar hvað varðar flæði orkunnar um líkamann (Cohen, 1997). Með ástundun qigong er orkunni beint um líkamann til hreinsunar og heilunar. Skilgreining á qigong Meginhugmynd qigong er að skapa jafnvægi og eðlilegt fiæði orku um líkamann. Óhindrað flæði orku heldur líkama og huga heilbrigðum - skortur, ofgnótt eða óeðlilegt flæði orku veldur 10 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.