Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 30
SUMARLEYFI I ORLOFSBUSTÖÐUM
Fyrir utan þær íbúðir sem hér eru
nefndar á orlofssjóður þrjú orlofs-
hús en leigir hin yfir sumartímann.
Eitt þeirra er Akurgerði sem er
54 fermetra bústaður í Ölfusi við
rætur Ingólfsfjalls. Það var því mjög
nálægt upptökum jarðskjálftans 29.
maí sl. Sem betur fer var enginn í
bústaðnum þegar skjálftinn reið
yfir. Húsið skemmdist lítillega en
mikið af borðbúnaði brotnaði.
Eigendur hússins voru fljótir að
lagfæra það. Sú sem hafði pantað
húsið vikuna eftir hætti við vegna
hættu á eftirskjálftum.
Anna Gilsdóttir er hjúkrunarforstjóri
á Siglufirði. Hún var í Akurgerði
nokkrum vikum eftir jarðskjálftann.
Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býður í ár upp
á 14 sumarbústaði eða íbúðir um land allt sem félagsmenn geta
sótt um í sumarfríinu. Þar að auki á félagið tvær íbúðir í Reykjavík
og eina á Akureyri. Um þær gilda sérstakar reglur en hægt er að
nota þær í sumarfríinu á sama hátt og sumarbústaðina. Ritstjóri
Tímarits hjúkrunarfræðinga forvitnaðist um það hjá nokkrum
félagsmönnum hvernig lífið væri í bústaðnum.
„Það var spennandi að koma
þangað en við vorum ekkert
hrædd," segir Anna. „Við tókum
eftir nokkrum skemmdum
og leka sem eigandinn lagaði
strax. Það var annars mjög
gott að vera í bústaðnum. Þar
sem við búum fyrir norðan
var mikill gestagangur því við
þekkjum svo marga í Reykjavík.
Svo fórum við í göngutúr og í
sund." Húsið stendur nálægt
þjóðveginum en Önnu fannst
það ekki truflandi. Hestaleiga er
á staðnum og hægt er að fara í
útileiki þar sem mikið er af grasi
og melum kringum húsið.
Þóra Magnúsdóttir var í bústað-
num í Grímsnesi um miðjan júlí.
Þetta er nýlegt 87 fermetra hús
MATUR A NÆTURVAKT
Eins og hjúkrunarfræöingar vita starfar líkaminn ekki á sama hátt á
nóttunni og á daginn. En þeir sem starfa á nóttunni þurfa samt eitthvað að
matast. Hvað er þá hollt og gott fyrir líkamann þegar klukkan er að ganga
þrjú og starfsfólkið á næturvakt getur tekið smá hlé?
í næsta tölublaði verður fjallað um áhrif næturvinnu á líkamann og hvað
er til bragðs að taka til þess að áhrifin verði sem minnst. Að þessu sinni
eru nokkur hollráð látin nægja.
Hér er uppskrift að böku sem einfalt er að taka með sér og hita í
örbylgjuofni. Gott er að borða salat með og ef til vill brauðsneið. Drekkið
vel af vatni með. Bökuna er að finna í bókinni Af bestu lyst II sem Vaka-
Helgafell gaf út 2001.
200 g nýjar kartöflur
1 laukur
2 msk. ólífuolía
200 g kúrbítur, gulrætur eða svipað
grænmeti
1 chilipipar
4 egg
100 g kotasæla
Þarmesanostur eftir smekk
Skerið kartöflur í þunnar sneiðar. Saxið lauk og
skerið kúrbít í teninga. Takið kjarna úr chilipipar
og skerið smátt. Hitið olíu á pönnu, steikið
kartöflur og kúrbít í 7-8 mínútur. Bætið við
chilipipar og steikið áfram í 5 mínútur.
Þeytið saman eggin og hrærið kotasælu
saman við. Kryddið með salti og pipar. Hellið
á pönnuna og látið stífna við vægan hita í
10-15 mínútur. Hafið lok á pönnunni,
Rífið parmesanost og stráið yfir. Setjið
augnablik undir grili svo að osturinn
bakist.
Góð ráð þegar vantar í matarbúrið:
í staðinn fyrir ferskan chilipipar má nota
chilipiparduft, um það bil hálfa matskeið.
Þá er ágætt að bæta við smávegis af rauðri
eða gulri papriku.
Hægt er að nota hvaða gratínost sem til er í
ísskápnum og bæta við aðeíns meira salti.
Ritstjóri hefur eldað bökuna með 3 eggjum og
aðeins meira kotasælu og gekk það vel. Einnig
má forsjóða kartöflurnar í smástund þar sem
kúrbítur og laukur mýkjast hraðar en kartöflur.
Með því að undirbúa næturvaktina og hafa með
sér hollan mat minnkar þörfin fyrir skyndimat.
Gott er einnig að hafa poka með Cherioos sem
blandað er rúsínum að gripa í í staðinn fyrir
nammi og drekka gosvatn frekar en gos.
28
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008