Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Page 24
Þórólfur Matthíasson, totimatt@hi.is ÞJÓÐHAGSLEGT TAP TIL SKAMMS TÍMA VEGNA VERKFALLS HJÚKRUNARFRÆÐINGA Nú eru töluverðar hræringar á vinnumarkaði heiibrigðisstétta. í vor hafa hjúkrunarfræðingar alls staðar á Norðurlöndunum nema íslandi verið í verkfalli. Islenskir hjúkrunarfræðingar boðuðu yfirvinnubann, Ijósmæður hafa sagt upp störfum og margir læknar eru óánægðir með kjarasamninginn. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hefðbundið verkfall er orðið ónýtt verkfæri í kjarabaráttu. Eins og kemur fram hér á eftir er það ekki svo. Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi hafa töluverð þjóðhagsleg áhrif. Inngangur Kostnaður þjóðfélagsins vegna verkfalla er vandmetinn. Verkfall verður til þess að verk, sem ætlað var að vinna, ýmist tefjast eða falla alveg niður. Verktöf felur í sér kostnað fyrir þann sem vildi láta vinna verkið jafnvel þó svo verktöfinni fylgi greiðslutöf. Verk, sem ekki næst að vinna, felur í sér að verkkaupinn verður af þeim ávinningi sem hann ætlaði sér að hafa með kaupunum. Auk þessara beinu áhrifa kunna verkföll einnig að hafa áhrif á þriðja aðila og draga úr framleiðni og framleiðslu þeirra. Þannig hafa verkföll leikskóla- og grunnskólakennara haft víðtæk áhrif þar sem margir foreldrar verða að draga úr vinnuframboði meðan á verkfalli þessara stétta stendur. Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur svipuð áhrif gagnvart aðstandendum lasburða fólks sem hægt er að vista tímabundið utan stofnana. Þessir aðstandendur geta þurft að draga úr vinnuframboði meðan á verkfalli stendur og jafnvel fyrst eftir að verkfall leysist. Verkföll hafa ótvírætt bæði fjárhagsleg og velferðartengd áhrif, beint og óbeint, til skamms tíma. Verkföll hafa einnig áhrif þegar til lengri tíma er litið. Almennt launastig ákveðinna starfsstétta hefur áhrif á aðstreymi að þeim stéttum, bæði hvað fjölda snertir og hvað samsetningu hópsins snertir. Þannig hafa kennarar löngum haldið því fram að láglaunastefna dragi úr áhuga góðra námsmanna (og þar með mögulegra góðra kennara) á að takast kennaranám á hendur. Það er þó ekki á nokkurn hátt gefið að verkfallsbarátta geti orðið til þess að snúa þróun þannig að láglaunastétt verði hálaunastétt. Stöðugar hótanir einnar starfsstéttar um verkföll getur einnig orðið til þess að vinnuveitendur leiti leiða til að komast hjá að nota þjónustu viðkomandi stéttar. íslenskum flugumferðastjórum var gert Ijóst fyrir nokkrum misserum að auðvelt væri að flytja störf þeirra til annarra landa ef launabarátta þeirra hefði of truflandi áhrif á flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Það er þess vegna afar erfitt að meta langtímaáhrif verkfalla. Hér á eftir mun sjónum beint að fjárhagslegum áhrifum hugsanlegs verkfalls hjúkrunarfræðinga en ekki gerð tilraun til að alhæfa um áhrif verkfalla annarra starfsstétta, hvorki í bráð né lengd. Bein áhrif til skamms tíma Um verkföll hjúkrunarfræðinga gilda lög númer 94/1986. Skv. 20. grein þeirra laga er forráðamönnum stofnana heimilt að kalla starfsmenn í verkfalli til starfa til að afstýra neyðarástandi. Löggjafinn hefur þannig gert sitt til að tryggja að verkfall hjúkrunarfræðinga hafi frestandi áhrif á starfsemina án þess að vaida óbætanlegum skaða hjá skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins. Viðbúnaðarstig í verkfalli er þó lægra en við venjulegar Þórólfur Matthíasson er prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands með áherslu á atvinnuvegahagfræði og vinnumarkaðsfræði. 22 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.