Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 15
FRÆÐSLUGREIN
meðferð (external Qigong) hefði áhrif
á verki (Lee, Pittler og Ernst, 2007).
Fimm rannsóknir voru til skoðunar,
þrjár um króníska verki hjá eldri
einstakiingum og tvær um fyrirtíðaverki
hjá konum. Allar þessar rannsóknir
voru með slembivalinn tilraunahóp og
viðmiðunarhóp sem fékk annaðhvort
platmeðferð eða venjulega hefðbundna
veitta meðferð. Mismunandi var hve oft
og í hve langan tíma tilraunahópur fékk
qigong-meðferð. Niðurstöður þessara
5 greina sýndu marktækan mun á
verkjum í tilraunahópnum samanborið
við viðmiðunarhópinn (Lee, Pittler og
Ernst, 2007).
Höfundarbendaáaðþráttfyrirvísbendingu
um góð áhrif qigong-meðferðar á verki
sé ekki hægt að bera rannsóknirnar
saman. Bæði var um mismunandi verki
að ræða og ekki var beitt sömu meðferð
hjá viðmiðunarhópunum. Þar að auki
voru úrtök lítil. Lokaorð höfunda eru að
niðurstöður rannsóknanna séu hvetjandi
og áhugaverðar en ekki áreiðanlegar og
kalli á áframhaldandi rannsóknir á þessu
meðferðarformi.
\
A qigong erindi í hjúkrun?
Qigong á sér langa sögu sem
meðferðarformtileflingarheilbrigðis. Iðkun
æfinganna tengist viðleitni mannsins til að
lengja líf sitt og leita ódauðleikans. Enn
fremur leit eftir jafnvægi mannsins í heimi
hins veraldlega og andlega. Qigong hefur
aldrei verið hluti vestrænnar menningar
en þó má finna iðkendur í flestum löndum
Evrópu, þar á meðal á fslandi.
Þegar leitað var eftir rannsóknum tengdum
qigong fundust nokkrar áhugaverðar
sem framkvæmdar hafa verið í Asíu. Þar
er lagt mat á iðkun qigong í tengslum
við veikindi, þar á meðal krabbamein.
Niðurstöður þeirra rannsókna, sem
teknar voru til skoðunar, sýndu fram á
jákvæð áhrif á einkenni hjá sjúklingum og
eru það mjög athyglisverðar niðurstöður.
Bent er á ýmsa aðferðafræðilega
annmarka á framangreindum rannsóknum
og nauðsyn þess að halda áfram að gera
rannsóknir á þessu sviði. Nú þegar hafa
margar rannsóknir um qigong birst í
virtum tímaritum og segir það að áhuginn
á þessu meðferðarformi er fyrir hendi.
í Ijósi mikillar notkunar óhefðbundinna
meðferða hjá sjúklingum eru þessar
niðurstöður góð viðbót í þekkingarheim
óhefðbundinna meðferða. Qigong
sem meðferðarform er áhugavert og
vonandi að rannsóknum eigi eftir að
fjölga, sérstaklega væri áhugavert að sjá
rannsóknir frá vestrænum löndum.
Umræða um iðkun á qigong meðal
sjúklinga á íslandi hefur ekki verið
mikil. Hjúkrunarfræðingum sem öðru
heilbrigðisstarfsfólki ber siðfræðileg
skylda til að skoða með sjúklingi þá
viðbótarmeðferð sem hann vill hugsanlega
nýta sér (Þóra Jenný Gunnarsdóttir,
2006). Á íslandi stunda um það bil 60-
100 manns qigong með reglulegum hætti
og hefur þeim farið fjölgandi ár frá ári. Þó
svo að rannsóknir á qigong séu stutt á
veg komnar í vestrænum löndum hafa
þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið,
sýnt athyglisverðar niðurstöður. Þörf er á
að rannsaka frekar áhrif iðkunar qigong
á ýmis einkenni hjá sjúklingum áður en
hægt er að réttlæta skipulega innleiðingu
qigong innan heilbrigðiskerfisins.
Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að
fylgjast með og vera vel upplýst um
gagnreyndaþekkinguáþeimóhefðbundnu
meðferðarformum sem eru þekkt. Einnig
er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk
sé vel upplýst um þarfir og væntingar
þeirra sjúklingahópa sem þeir sinna.
Ein megináhersla í hjúkrun er að bæta
líkamlega og andlega heilsu. Bregðast
þarf við nýjum kröfum og aukinni þörf
á faglegan hátt og gera rannsóknir sem
geta sýnt fram á notagildi og hugsanlega
skaðsemi viðkomandi meðferða. Þannig
getur heilbrigðisstarfsfólk stundað sína
vinnu á faglegum grundvelli og verið
betur í stakk búið til að veita fræðslu um
þær óhefðbundnu meðferðir sem eru
notaðar og þannig hjálpað einstaklingum
við að taka upplýstar ákvarðanir.
Leitast hefur verið við að skilgreina
qigong, sagt frá nokkrum rannsóknum
sem gerðar hafa verið á iðkun qigong
og áhrifum þeirrar iðkunar á einkenni
hjá sjúklingum. Einnig hefur verið rætt
um gildi þess fyrir hjúkrunarfræðinga
og annað heilbrigðisstarfsfólk að vera
vel upplýst um notkun sjúklinga á
óhefðbundnum meðferðum. Æskilegt er
að rannsóknum verði haldið áfram og
leitað leiða til að nýta þau verðmæti
sem búa í aldagömlum aðferðum til
heilsueflingar. Heilbrigðiskerfi, sem sífellt
verður tæknivæddara og dýrara í rekstri,
þarf að leita nýrra og hagkvæmra leiða til
að koma til móts við skjólstæðinga sína.
Heimildaskrá
Cohen, K. S. (1997). The way of Qigong: Theart
and science of chinese energy healling. New
York: The Random house publishing group.
Ernst, E. og White, A. (2000). The BBC survey
of complementary medicine use in the UK.
Coplementary Theraples in Medicine, 8(1),
32-36.
Gerber, R. (2000). A practicai guide to vibrational
medicine: Energy healing and spiritual transfor-
mation. New York: HarperCollins.
Lee, M. S., Chen, K. W., Sancier, K. M. og Ernst
E. (2007). Qigong for cancer treatment: A sys-
tematic review of controlling clinical trials. Acta
Oncologica, 46(6), 717-722.
Lee, M. S., Jang, J. W., Jang, H. S. og Moon,
R. S. (2003). Effects of Qi-therapy on blood
pressure, pain and psychological symptoms
in the elderly: randomized controlled pilot trial.
Complementary therapies in medicine, 11(3),
159-164.
Lee, M. S., Pitter, M. H. Og Ernst, E. (2007).
External Qigong for pain conditions: A system-
atic review of randomized clinical trials. The
Journai ofPain, 8(11), 827-831.
Mao, J. J., Farrar, J. T., Xie, S. X., Bowman, M.
A. og Armstrong, K. (2007). Use of comple-
mentary and alternative medicine and prayer
among a national sample of cancer survivors
compared to other populations without can-
cer. Complementary Therapies in Medicine,
75(1), 21-29.
National Center for Complementary and
Alternative Medicine (2007, október). What
is Complementary and Alternative Medicine.
Sótt 4. febrúar 2008 frá http://nccam.nih.gov/
health/whatiscam/
Robinson, B. A. (2008, febrúar). Taoism (a.k.a.
Daoism) Western traditions. Religious toler-
ance: Ontario consultants on religious toler-
ance. Sótt 2. mars 2008 af http://www.
religioustolerance.org/taoism.htm
Sancier, K. M. (1996). Medical applications of
Qigong. Alternative therapies, 2(1), 40-46.
Tindle, H. A., Davis, R. B., Phillips, R. S. og
Eisenberg, D. M. (2005). Trends in use of
complementary and aternative medicine by
us adults: 1997-2002. Alternative Therapies in
Health and Medicine, 17(1), 42-49.
Yang, J. (2003). Qigong meditation: Embryonic
breating. Boston:YMAA Publication Center.
Yeh, M. L., Lee, T. I., Chen, H. H. Og Chao, T.
Y. (2006). The influences of Chan-Chuang Qi-
gong therapy on complete blood cell counts
in breast cancer platients treated with chemo-
therapy. Cancer Nursing, 29(2), 149-155.
Þóra Jenný Gunnarsdóttir. (2006).
Viðbótarmeðferðir í hjúkrun. í Helga Jónsdóttir
(Ritstj.). Frá innsæi til inngripa: Þekkingarþróun
i hjúkrunar- og Ijósmóðurfræði (bls. 341-357).
Hið íslenska bókmenntafélag: Steínholt ehf.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
13