Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 46
Margrét Guðmundsdóttir, mgumm@internet.is SAGA HJUKRUNAR A ISLANDI IV Agaleysi og erótík Erlendar hjúkrunarkonur settu mark á þær sjúkrastofnanir sem settar voru á fót í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Innlendum stéttarsystrum þeirra fjölgaði fyrst eftir að hjúkrunarnám hófst á íslandi en fjöldi erlendra kvenna lagði engu að síður leið sína til landsins til að stunda sjúklinga. Hér á eftir munum við fylgja tveimur gestum sem störfuðu hér á landi í lok kreppunnar. Sumarið 1937 störfuðu tvær danskar hjúkrunarkonur við afleysingar á íslandi og undu hag sínum vel þrátt fyrir langvarandi rigningar og kulda. Um haustið var leitað til Félags danskra hjúkrunarkvenna og óskað eftir hjúkrunarkonu til starfa í Vestmanneyjum í eitt ár. í desember var auk þess auglýst í Danmörku eftir hjúkrunarkonum til ísafjaðar. Mikill áhugi reyndist á störfum hér á landi og þegar upp var staðið höfðu 25 sótt um vinnu við Sjúkrahús ísafjarðar. Ekki var ráðrúm til að auglýsa stöðuna í Eyjum en þangað fóru tvær hjúkrunarkonur fyrir milligöngu danska félagsins (Margrét Guðmundsdóttir, Handrit). Guðbjörg Árnadóttir yfirhjúkrunarkona í Vestmannaeyjum gladdist mjög yfir komu þeirra og féll í „alla staði sérstaklega vel við þær“ skrifaði hún Sigríði formanni en sagði síðan: Ég hélt að það ætlaði allt að blessast svo vel, í það minnsta létu þær svo fyrst að þær hefðu ekki gert sér háar vonir, en svo komu þær um daginn og sögðust ekki geta haldið út að vera hérna og sögðust hafa mánaðar uppsagnarfrest... ef þeim finnst svo ómögulegt að vera hér fer enginn að halda þeim nauðugum, en Einar læknir [Guttormsson] segir að þær verði að hafa ástæðu til að rjúka burtu á miðjum tíma, en þær segja að hér sé svo einangrað að það sé bara vinnan og svo herbergið. Húsið er þannig að þær eru hissa að nokkur heilbrigðisstjórn skuli láta það viðgangast að það sé rekið sem spítali, engin agi og allt eftir þessu og læknarnir tali við sjúkl. og að þeim Danskar hjúkrunarkonur á námskeiði við Aarhus Universitet 1939-1940. sé aldrei sagt neitt (faa ingen besked) og svo öll þessi berklaveiki o.s.frv. Þetta má náttúrlega allt til sanns vegar færa en maður hefur reynt að gera eins gott úr því og hægt er, og þessvegna hefur það gengið;... það gæti verið að þér gætuð talað svolítinn kjark í þær, því auðvitað eru þær komnar á allra versta tíma, svona í miðju skammdeginu,... ég vildi allt til vinna að þeim gæti líkað hérna því þær eru reglulega sætar og prúðar í framgöngu, en það vita allir hvað það er mikill munur að vinna hér eða í Danm. og það er eðlilegt að þeim sem aldrei hafa þekkt annað bregði við, og sjúkl. eru svo sem oft með dálitla þrjósku líka, en annars veit ég ekki til að það hafi orðið neinir árekstrar hvorki milli starfsfólksins eða sjúkl. En fjárhagur spítalans er mjög bágborinn þannig að maður hefur rétt getað haldið í horfinu og er allt heldur niðurnítt og fátæklegt og meira að segja gengið mjög illa með launagreiðslur. - Ég tilkynnti bæjarstj. í haust að ég færi frá þessu ef þetta væri látið ganga svona og þá var kippt í lag því sem var mest aðkallandi, en maður er alltaf að vona að þetta lagist (Fíh B/4 1 Bréf Guðbjargar Árnadóttur dags. 21. janúar 1938). Sex dögum síðar settist Sigríður við ritvélina og hamraði bréf til dönsku stallsystranna í Eyjum. Þar reynir formaðurinn að stappa í þær stálinu, hvetur til að standa við gerða samninga og þrauka út árið. Svartasta skammdegið væri vissulega erfiður og einmana tími fyrir aðkomumenn á ísiandi en með hækkandi sól yrði ekki aðeins fallegt í Vestmannaeyjum heldur um allt land. Sigríður bauðst auk þess til að vera þeim hjálpleg við að skipuleggja mánaðarsumarleyfi. í svari þeirra kom fram að ráðninguna hefði borið brátt 44 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.