Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 16
Herdís Sveinsdóttir, herdis@hi.is
Bókakynningar hafa verið fáar og langt á milli þeirra í Tímariti hjúkrunarfræðinga.
Ritstjórnin stefnir nú að því að kynna eða ritrýna bók um hjúkrun í hverju tölublaði.
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að senda til ritstjóra (christer@hjukrun.is) kynningu
eða ritrýni á áhugaverðum bókum sem þeir eru að lesa. Bækurnar geta fjallað um
allt það sem snertir störf hjúkrunarfræðinga, svo sem klínikk, kennslu, rannsóknir,
þróun, stjórnun, hugmyndafræði m.fl.
BÓKAKYNNING
Bók þessi skoðar hvernig hjúkrun tengist
þróun tækni í heilbrigðisþjónustu. í
inngangi segja ritstjórar að áhersla sé
lögð á þrennt: ástæður þess að vera
spenntur en jafnframt varfærinn varðandi
tækni, áskoranir og ávinning tækninnar
fyrir heilbrigðisþjónustuna og sýn
hjúkrunarfræðinga, sem hafa rannsakað,
unnið með og látið sig varða tækni, á
hjúkrun.
Sautján fræðimenn í hjúkrun skrifa samtals
12 kafla í bókina og er nálgun þeirra
fjölbreytt. Fjallað er um tæknina m.a. út
frá umönnun, siðfræði, upplýsingatækni,
börnum, gjörgæslu, róbottum og
rannsóknum. Við upphaf hvers kafla eru
skilgreind námsmarkmið og í lok hvers
kafla er lagður til umræðugrundvöllur um
efni kaflans. Þetta auðveldar lesandanum
að öðlast yfirsýn og skilning á efninu sem
kynnt er. Auk þess er fremst í bókinni
skilgreind helstu hugtök sem notuð eru.
Dæmi um hugtök sem eru skilgreind eru
Holonomy, Sciences of complexity og
Technological determinism.
Þetta lýsir þó einungis hversu aðgengileg
bókin er. Innihaldið er það sem skiptir
máli og sýnin á tæknina hér er skýr.
Höfundar ígrunda áhrif tækninnar á störf
okkar. Tæknin er hvorki upphafin né
dregið úr mikilvægi hennar. Tæknifærni
er mikilvæg hjúkrunarfræðingum til að
þeir geti mætt markmiðum sínum um að
hjúkra manneskjunni í heild sinni. Notkun
TÆKNI OG HJÚKRUN
Technology
and Nursing
Practice, Concepts
and issues
Technology and Nursing. Practice,
Concepts and Issues. Ritstjórar Alan
Barnard, RN, BA, MA, PhD, Senior
Lecturer við Queensland University of
Technology, Ástraliu og Rozzano C.
Locsin, RN, PhD, prófessor við Florida
Atlantic University, USA. Útgefandi:
Palgrave Macmillan, Hampshire, 2007.
ISBN - 13: 978-1-4039-4649-2. Bókin er
195 bls. auk 21 bls. inngangs.
tækni er orðin hluti svo til allrar meðferðar
í dag og sé sú færni og þekking, sem
tæknin byggist á, ekki til staðar er erfitt
að sjá sjúklinginn í heild sinni. Hins vegar
má tækniþörf sjúklinga ekki yfirskyggja
hinn mannlega þátt umönnunarinnar.
Hjúkrunarfræðingar verða að spyrja sig
gagnrýninna spurninga um hvernig og við
hvaða aðstæður tæknin hentar sjúklingum
þeirra best. Hjúkrunarfræðingar eru
jafnframt hvattir til að skoða umhverfi
sitt og nota hugvitið til að koma með
tækninýjungar inn í starfið.
í fyrsta kafla bókarinnar fjallar Barnard
um hvað tækni sé og leitast við að dýpka
skilning okkar á hugtakinu. Hann minnir
á að löngum hafi vísindin einkennst af því
að vita hvað (e. knowing what) á meðan
tæknin snúi að því að vita hvernig (e.
knowing how). Þannig uppgötva vísindin
á meðan tæknin hagnýtir. Barnard rekur
að þessi aðskilnaður sé ekki svona
einfaldur og í þeirri rakningu kemur
hann inn á sögulega þróun hjúkrunar
og tækninnar, merkingu tækninnar
fyrir hjúkrun og að hjúkrunarfræðingar
verði að skilja og vinna með hugtakið
„technological determinism" sem felur
í sér þá trú að framrás tækninnar sé
sjáifbært fyrirbæri sem hafi gífurleg áhrif
á samfélag okkar án þess að samfélagið
í raun móti tæknina.
í tólfta kafla fjallar Barnard áfram um
rannsóknir og fræðimennsku fyrir
tækni og hjúkrun. Þar segir hann að
enda þótt hjúkrun sé vissulega upplýst
af vísindum þá sé hjúkrunarstarfið
tæknistarf. Megináhugi hjúkrunarfræðinga
í starfi tengist manneskjunni og hagnýtum
niðurstöðum hvort heldur unnið er með sár,
14
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008