Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 45
Fríða t.h. ásamt Mist Þorkelsdóttur að flokka vegabréf ferðalanga á Hótel
Moskvu í St. Pétursborg.
Hvernig kom það til að þú byrjaðir
sem fararstjóri?
Við hjónin vorum lengi í Hamrahlíðar-
kórunum og höfum haft mikinn áhuga á
slíku starfi. Þegar börnin okkar byrjuðu í
Kársneskórnum kynntumst við Þórunni
Björnsdóttur og frábæru starfi hennar.
Má segja að hún hafi tekið við uppeldi
barnanna okkar og einnig myndaðist góð
vinátta milli okkar. Fyrsta ferðin, sem við
fórum sem fararstjórar, var þegar eldri
strákurinn okkar ásamt frænda sínum
var það ungur að ráðlegt þótti að hafa
foreldrana með. Sigfús Nikulásson bróðir
minn og Mist Þorkelsdóttur mágkona mín
hafa einnig farið í allar þessar ferðir og
ákveðin verkaskipting hefur orðið til milli
okkar fjögurra í þessum ferðum. Nú í dag
er yngsta barnið mitt í Kársneskórnum
en hin þrjú eru í Hamrahlíðarkórnum og
er nú önnur uppeldisstofnun tekin við í
höndum Þorgerðar Ingóifsdóttur.
Hversu margar ferðir befur þú farið til
útlanda með Kársneskórnum?
Með kórnum hef ég farið Í9 utanlandsferðir.
Fyrsta ferðin var til Þrag 1999 en nú
síðast var farið til hinnar stórkostlegu
Pétursborgar. Þar kepptu tveir kórar,
stúlknakór og blandaður kór, á alþjóðlegu
kórakeppninni „Musica Mundi Grand Prix
2008 St. Petersburg". Stúlknakórinn
vann gullverðlaun og blandaði kórinn
fékk silfur.
Ég veit að þú hefur einnig farið margar
ferðir innanlands, bæði tónleikaferðir
og í þjálfunarbúðir.
Ég hef nú enga tölu á því en kórinn
hefur ferðast mikið innanlands og eru
nokkrar slíkar ferðir á hverju ári enda
kórarnir hennarTótu (Þórunn Björnsdóttir
kórstjóri) margir. Á hverju ári er líka
farið nokkrum sinnum í æfingarbúðir því
að baki svona starfi er mikil vinna og
æfingar. Þessar ferðir hafa ekki síður
verið skemmtilegar.
Hvað er eftirminnilegast úr öllum
þessum ferðum?
Það er margt eftirminnilegt og erfitt
að nefna eitt atvik eða eina ferð. Það
var mikil lífsreynsla að fara til Japan
2005 þegar kórinn var fulltrúi fslands
á heimssýningunni EXPO. Einnig er
ferð kórsins til L'Anse Aux Meadows
(Leifsbúðir) í Kanada mjög minnisstæð.
Sú ferð var hluti af mikilli dagskrá vegna
Víkingahátíðarinnar árið 2000. Þó má
segja að flestar og bestu minningarnar
séu tengdar tónlistarupplifun og þeim
fjölda barna sem maður hefur kynnst
gegnum þetta starf.
Eitthvað sem þú vilt nefna að lokum?
Það má gjarnan koma fram hversu mikils
virði svona kórastarf er og ég tel mig hafa
verið lánsama að fá að taka þátt í því.
Golfmót hjúkrunarfræðinga
Golfmót hjúkrunarfræðinga og maka þeirra
var haldið á Garðavelli á Akranesi föstudaginn
30. maí sl. í góðu veðri. 40 hjúkrunarfræðingar
og makar þeirra tóku þátt. Keppt var í tveimur
flokkum, A flokki fyrir þá sem eru með forgjöf
0-28 og B flokki fyrir þá sem eru með forgjöf
29-42. Fyrirkomulagið var punktakeppni.
Vinningshafar í A flokki voru í 1.
sæti Kristín Úlfljótsdóttir, í 2. sæti Steinunn Kristinsdóttir og í 3. sæti
Auður Jóhannsdóttir. í B flokki var sigurvegarinn Fanney Friðbjörnsdóttir
FRETTAPUNKTUR
með Steinunni Jónsdóttur í 2. sæti og
Áslaugu Pétursdóttur í 3. sæti.
Vegleg verðlaun voru í boði Vistor sem
einnig gaf teiggjafir.
Næsta golfmót hjúkrunar-
fræðinga og maka þeirra verður haldið
á Nesvellinum föstudaginn 29. ágúst.
Kylfingar eru hvattir til að fylgjast með
á vef Fíh þar sem mótið verður auglýst
nánar.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
43