Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 57
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR þessari spurningu er ekki algilt heldur breytilegt eftir menningu og sögu landa. Jafnframt kemur í Ijós aö í mörgum löndum er tekist á um hvar mörkin eiga að liggja. Rannsóknir á heimaþjónustu og heimahjúkrun benda til þess að verulegrar tregðu gæti hjá stjórnvöldum í mörgum löndum að tryggja vandaða þjónustu heima. í ítarlegri úttekt á heimaþjónustu í Bandaríkjunum kemst Buhler-Wilkerson (2007) að þeirri niðurstöðu að vegna tregðu stjórnvalda við að viðurkenna heimaþjónustu sem sjálfsögð réttindi hafi hún aldrei náð að eflast þar í landi eins og nauðsynlegt er. Enda þótt heilbrigðiskerfið í Kanada sé mun líkara hinu evrópska en því bandaríska sýna rannsóknir að þar er einnig tilhneiging til að takmarka þjónustu (Aronson og Sinding, 2000; Ceci, 2006; Purkis, 2001). í kanadískum rannsóknum hefur komið fram að hjúkrunarfræðingar tileinka sér hugmyndafræðina um hagræðingu og sparnað sem haldið er að þeim og líta jafnvel á það sem sitt hlutverk að takmarka þjónustu (Rankin og Campbell, 2006; Ward-Griffin, 2001). En hvernig er staðan í þessum málum hjá okkur? Hverjar eru væntingar almennings til heilbrigðiskerfisins? Hér á landi, Ifkt og annars staðar á Norðurlöndum, höfum við vanist þeirri hugsun að um okkur verði séð, að við munum fá aðstoð frá hinu opinbera þegar og ef heilsan brestur. Á íslandi er öflugt velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustan er sannarlega hluti af því. Frá miðri tuttugustu öld tók velferðarríkið smám saman yfir þætti sem höfðu verið hluti af fjölskyidulífi eins og umönnun veikra og fræðsla barna (Pierson og Castles, 2000; Stefán Ólafsson, 1999). En á hvaða hugmyndum byggist velferðarkerfið? Rannsóknir á velferðarkerfum hafa leitt í Ijós að þau eru töluvert ólík og byggjast á mismunandi hugmyndafræði. Hið norræna kerfi byggist á hugmyndinni um samábyrgð (e. solidarity) þegnanna og þróaðist eftir seinni heimsstyrjöldina. Ýmsir fræðimenn hafa leitast við að setja fram siðfræðilega réttlætingu fyrir velferðarþjónustu, að það sé hlutverk hins opinbera að styðja þá sem þarfnast aðstoðar vegna veikinda eða fötlunar. Heimspekingurinn Eva Feder Kittay (1999) bendir t.d. á að það að vera háður öðrum er mannlegur eiginleiki (við erum öll háð foreldrum okkar sem ungbörn) sem hljóti að kalla á aðstoð annarra. Því sé það í raun siðferðileg skylda samfélagsins að aðstoða þá sem þarfnast hjálpar vegna veikinda eða skertrar færni. Eins hafa talsmenn fatlaðra vísað til þess að meðal siðmenntaðra þjóða hljóti allir að eiga rétt á mannsæmandi lífsaðstæðum. Öflug velferðarþjónusta, og þar með heimahjúkrun, er ekki einungis forsenda þess að fólk geti haldið áfram að búa heima heldur einnig mikilvægt framlag til kvenfrelsis og jöfnuðar milli kynjanna (Bjornsdottir, 2002; Kristín Björnsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, 2004). Samhliða því að velferðarríkið efldist sköpuðust aðstæður fyrir konur á Norðurlöndunum til að mennta sig og starfa utan heimilisins (Hernes, 1987; Holter, 1984). Því hefur hinum norrænu velferðarríkjum verið lýst sem kvenvinsamlegum. Nú hafa hins vegar margir höfundar bent á og jafnframt varað við því að hin nýja stefna, þ.e. að allir séu sem lengst heima, byggist í raun á því að það sé einhver heima til að annast um viðkomandi. i kynskiptum samfélögum, þar sem enn eru ólíkar væntingar til kvenna og karla, er hætt við að þessi stefna geti haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar skýri þessi mál fyrir sér. Það gæti t.d. verið hjálplegt að setja fram jafnréttisáætlun í umönnunarmálum þar sem heimilin og opinber vettvangur skarast með þessum hætti. Niðurstaða í þessari grein var athyglinni beint að þeim þáttum sem hafa áhrif á það hvort fólk með langvinn veikindi eða skerta færni getur haldið áfram að búa á eigin heimili. Eins og fram kom er mikilvægt að heimilið sé hannað á þann hátt að það veiti sem mest svigrúm til athafna og geri þeim sem þar búa kleift að lifa lífinu í samræmi við óskir og áherslur. Það skiptir því verulegu máli að hjúkrunarfræðingar hafi góða þekkingu á áhrifum aðstæðna á heimili og nánasta umhverfi, meti aðstæður reglulega og kalli til aðstoð eða ræði breytingar sé tilefni til þess. Þó mikið sé rætt um þarfir aðstandenda í fræðilegri umfjöllun í hjúkrunarfræði sýna rannsóknir víða og endurtekið að í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar finnst aðstandendum þeir vera afskiptir og að þeir búi við mikið álag. Líta má á þessa stöðu mála sem siðferðilegt vandamál sem hjúkrunarfræðingar þurfa að finna leiðir til að bregðast við. Siðfræði er eitt af mörgum þekkingarsviðum sem hefur þróast innan heimahjúkrunar á liðnum árum. Enda þótt sú þekkingarþróun sé á margan hátt á frumstigi má reikna með að hún muni eflast hratt á komandi árum. Um árabil hafa aldraðir og þeir sem búa við langvinna sjúkdóma barist fyrir umbótum á þjónustu. Þó marga lengi eftir árangri þeirrar baráttu má þó segja að þessi málaflokkur hafi verið til athugunar hjá íslenskum stjórnvöldum. Árið 2003 kom út ítarleg úttekt á aðstæðum aldraðra á íslandi þar sem lögð er áhersla á möguleika þeirra til að búa sem lengst á eigin heimili með viðeigandi aðstoð frá heilbrigðis- og félagskerfum (Stýrihópur um stefnumótun í málefnum aldraðra, 2003). í kjölfar nýlegra úttekta á heilbrigðisþjónustunni víða um land (Ríkisendurskoðun, 2005) hefur einnig farið fram krítísk umræða um þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að skapa viðunandi aðstæður fyrir aldraða í samfélaginu. í framhaldi af því hefur verið gert verulegt átak til að efla og bæta félags- og heilbrigðisþjónustu á heimilum. Áhugaverð fyrirmynd að umbótum, sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar, er áætlun sem var gerð um uppbyggingu heimaþjónustu í Hafnarfirði (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2006a). Sumarið 2006 var stefna heilbrigðismálaráðherra í málefnum aldraðra kynnt (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2006b) en í henni skipar heimahjúkrun mikilvægan sess. Heimildir: Anderson, J. (2001). The politics of home care: Where is “home"? Canadian Journal of Nursing Research, 33(2), 5-10 Andrews, G. J. (2002). Towards a more place-sensitive nursing research: An invitation to medical and health geography. Nursing Inquiry, 9(4), 221- 238. Andrews, G. J. og Keams, E. A. (2005). Everyday health histories and the making of place: The case of an English coastal town. Social Science and Medicine, 60(12), 2697-2713. Tímarít hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.