Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 36
af völdum þeirrar sýkingar sem hann helgaði lífi sínu að berjast gegn. Semmelweis var grafinn í Vínarborg 15. ágúst 1865. Af þeim fáu sem mættu í útför hans voru flestir frá læknaskóla Vínarborgar. Enginn úr fjölskyldu hans var viðstaddur, aðeins gamall vinur hans frá Búdapest. Árið 1891 voru líkamsleifar hans fluttar til Búdapest og aftur voru þær fluttar árið 1964 og í þetta sinn grafnar í vegg hússins sem hann fæddist í, í Tabán, þar sem nú er safn til minningar um hann. Árið 1977 uppgötvaði ungverski læknirinn og rithöfundurinn Georg Sillo-Seidl ýmis skjöl sem lýstu aðdragandanum að dauða Semmeiweis og krufningarskýrslu sem sýndi að dauði Semmelweis hafði verið mun sviplegri en áður var talið og að opinberar skýringar á dauða hans hafi ekki verið sannleikanum samkvæmar. Bandaríski læknirinn og rithöfundurinn Sherwin Nuland kannaði skjölin 1979 og staðfesti að krufning á Semmelweis hafi leitt í Ijós meiriháttar innvortis meiðsl sem aðeins væri hægt að rekja til harkalegra barsmíða sem hann virðist hafa verið orðið fyrir innan veggja geðsjúkrahússins (Nuland, 2003). Þó svo að Semmelweis hafi verið rómversk-kaþólskur var enginn prestur fenginn til að veita honum nábjargirnar þó að vitað væri að hann væri að deyja. Eru upplýsingarnar á aðra lund en hinar opinberu skýrslur sem birtust eftir dauða Semmelweis og voru grundvöllur þeirrar tilgátu að hann hafi látist vegna sýkingar í fingri. í grein eftir H.O. Lancaster sem birtist í Journal of Medical Biography segir: „Mikið hefur verið ritað um ævisögu Semmelweis, samt var sannleikurinn um dauða hans hinn 13. ágúst 1865 ekki staðfestur fyrr en 1979 af S.B. Nuland. Eftir nokkurra ára andlega hnignun var Semmelweis lagður inn á geðsjúkrahús ÍVÍnarborg. Sagan hermirað þarhafihanngerstofbeldisfullur og var honum misþyrmt af starfsmönnum sjúkrahússins; af meiðslunum lést hann innan tveggja vikna. Þar með hafa einhverjar dramatískar kenningar verið eyðilagðar, þar á meðal sú að ígerð hafi komist í sár sem hann hlaut við krufningu, sem ef sönn væri, myndi vera dásamlegt dæmi um grískra kaldhæðni." (Lancaster, 1994) Tveim vikum eftir dauða hans voru meðlimir ungversku lækna- og vísindasamtakana í skemmtiferð. Sögðu lög samtakanna að heiðra bæri þá meðlimi sem látist höfðu á árinu. Ekkert slfkt heiðursávarp var flutt Semmelweis til heiðurs, hvorki þá né næstu árin á eftir var nafn hans nefnt. Aðeins nú á seinni árum hefur verkum hans verið sýnd viðeigandi sæmd. Afrek Semmelweis verður að skoða í Ijósi þess tíma sem hann lifði á. Með mikilli vinnu og votti af snilligáfu gerði hann stórkostlega uppgötvun sem veitti honum nafnbótina „bjargvættur mæðra". Þótt hann væri umkringdur mörgum af björtustu stjörnum austurrísku læknastéttarinnar, þá virðist hann ekki hafa séð sjálfan sig sem hluta hinnar útvöldu stéttar (Nuland, 2003). Hann barðist einmana baráttu gegn fáfræði og hroka ráðandi stéttar sem kaus að virða að vettugi þann sannleika sem hann bauð heiminum. Þó má ekki eingöngu kenna andstæðingum hans um því hans eigin annmarkar hömluðu stuðningi við uppgötvanir hans. Semmelwejs átti erfitt með að skrifa eða tala á opinberum vettvangi. Til að byrja með neitaði hann að koma uppgötvunum sínum á prent í læknatímaritum. Hann gerði ekki skipulagðar tilraunir og hafnaði notkun smásjárinnar til að staðfesta kenningar sínar sem hugsaniega hefðu fært honum viðurkenningu sem einum af færustu vísindarannsóknarmönnum Evrópu. Semmelweis trúði á endurteknar athuganir, tölulegar staðreyndir og rökfærslu. Má leiða getum að því að hefði honum tekist að miðla uppgötvunum sínum betur og forðast að egna efasemdarmenn þá má vera að honum hefði tekist að vinna gegn rótgrónum skoðunum læknastéttarinnar. Höfundur er sagnfræðingur MA og kennari við Menntaskólanum í Hamrahlíð. Heimildaskrá Carter, K. C. og Carter, B. R. (2005). Childbed Fever; A ScientificBiography of ignaz Semmelweis, New York: Transaction Publishers. de Costa, C. M. (2002). "The contagiousness of childbed fever": a short history of puerperal sepsis and its treatment, The Medical Journal ofAustraiia, 177 (11/12), bls. 668 - 671 Lancaster, H. O. (1994). Semmelweis: A rereading of die Ætiologie... Part II: Medical historians and Semmelweis. Journal of Medical Biography, 2 (2), bls 84-88. Ligon, B. L. (2001). Biography; Historical moments in the recognition of hand hygiene for control of infections: A short biography of Ignaz Philipp Semmelweis (1818-1865), Seminars in Pediatric Infectious Diseases, 12 (2), bls. 154-159. Nuland, S.B., (2003). The Doctors' Plague, Germs, Childbed Fever and the Strange Story of ignác Semmelweis, London: Atlas Books. Encyclopædia Britannica (e.d.) Rudolf Virchow. Encyclopædia Britannica. Sótt 7. júlí 2008 á http://www.britannica.com/EBchecked/topic/629797/Rudolf- Carl-Virchow. Porter, Roy.,(1999). The Greatest Benefit to Mankind, A medicai history of humanity from antiquity to the present, London: Fontana Press. Ricci, J.V., (1943).T/ie genealogy of gynecoiogy: history of the deveiopment of gynaecoiogy through the ages. Philadelphia: Blakiston . Sinclair, W.J., (1909). Semmelweis, His Life and his Doctrine, Manchester: Manchester University Press. Strathern, P„ (2005). A Brief History of Medicine from Hippocrates to Gene Therapy, London: Robinson. Einkarekið apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta GA^pS APOTEK - rétt leið Sogavegi við Réttarholtsveg Opiö kl. 9-18 virka daga • Sími 5680990 www.gardsapotek.is 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.