Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 29
GAMLARPERLUR en í Noregi hefir hann sem kunnugt verið mjög langur. Kvörtunin hafði komið frá sjúkrasamlögunum vegna óeðlilega mikilla veikinda í hjúkrunarstéttinni, og því var bætt við að hjúkrunarkonur gæfust þó ekki upp fyr en í síðustu lög. Yfirvöldin könnuðust við, að það væri skömm að því hve kraftar hjúkrunarkvennanna hefðu verið misnotaðir, en hugsjónir þeirra gerðu, að þær hefðu ekki kvartað og féllu heldur í valinn. Skýrsla kom frá yfirlækni í Bergen, þar sem hann skýrði frá því hve margar hjúkrunarkonur hættu starfinu og tækju upp önnur störf, vegna ofþreytu o. fl. o. fl. Fyrir skömmu fékk eg bréf frá norskri hjúkrunarkonu, og segir hún að nú sé kominn 8 stunda vinnudagur á öll sjúkrahús, sem tilheyri Oslobæ. Eg vann um tíma á taugadeildinni á Ullevál Sykehus. Einn af læknunum þar var dr. Karl Evang. Hann skrifaði grein um þetta leyti í læknablaðið um vinnudag og kjör hjúkrunarkvenna. Grein þessi vakti mikla athygli og umtal. Arnold Bennett lætur ungu konuna, sem er að skilja við manninn sinn í „Accident" segja: „Fyrsta skyldan er gagnvart sjálfri mér“. Og afturhaldssami, gamli Englendingurinn hann tengdafaðir hennar, viðurkennir með sjálfum sér eftir mikla umhugsun, að eiginlega hafi hún á réttu að standa. Það er skylda einstaklingsins, svo framarlega sem hann hefir tök á að hugsa um heilsu sína, bæði sjálfs síns vegna og þjóðfélagsins í heild sinni, því að hinn hrausti gegnir undir venjulegum kringumstæðum störfum sínum betur, sjálfum sér og öðrum til ánægju, en hinn lasburða verður aftur öðrum til byrði, sjálfum sér og öðrum til ama. - Finney segir: „Sjúkdómur er synd; maðurinn á engan rétt á því að verða veikur". Emerson segir: „Heilsan er fyrsti auðurinn". Montaigue segir: „Að deyja úr elli er sjaldgæfur, einstakur og óvenjulegur dauðdagi." „Prevention is better than cure“. Það mun sannast, að heillavænlegra verður að stofna ekki heilsu sinni í voða ef hjá verður komist, og þegar öllu er á botninn hvolft þá verður það líka kostnaðarminna fjárhagslega séð, bæði fyrir einstaklingana og þjóðfélögin, eins og hver og einn getur séð með skynsamlegri athugun. Þegar eg stundaði hjúkrunarnám við Bispebjergspítala var vinnutíminn þar 9 stundir dagvakt, 12 st. næturvakt, þ.e. frá 7-7, 2 stunda hvíld, 1/2 stund til morgunverðar, 1/2 stund til miðdegisverðar. Þetta mun hafa verið venjulegur vinnutími á bestu spítölunum um langt skeið. Þegar eg var á Medical Centre New York 1928, var þar innleiddur 8 stunda vinnutími, bæði dag og nótt, fyrir hjúkrunarnema, en sami vinnutími fyrir hjúkrunarkonur, eins og á Bispebjerg. Að gamni vil eg geta um vinnulag á heilsuhæli vestur við Kyrrahafsströnd þar sem eg starfaði, en þar voru eingöngu útlærðar hjúkrunarkonur. Þar var talinn 81/2 stunda vinnutími. Við byrjuðum kl. 7 1/2 , 2 stunda hvíld, 1/2 stund miðdag, 1/2 stund kvöldverður. Ein átti frí frá 1-7 e. m. og vann aftur frá 7-10 1/2 e.m. Næturvakt vann frá 10 1/2 - 7 1/2. Þegar talað er um vinnutíma er ekki hægt að reikna matmálstíma þar í. Allir vita hve óholt er að gleypa í sig matinn, þess vegna ættu hjúkrunarkonur altaf að hafa 1/2 stund til snæðings. Heppilegast er að hafa hvíldartíma eftir aðalmáltíð. Dýrin leggjast á meltuna og mannlíkaminn vill hafa sitt. En svo kemur, hvernig á að verja frístundunum skynsamlega. Það er spurning út af fyrir sig, sem ekki verður farið út í hér, vegna tímaskorts. Shakespeare segir: „Það er hægra að kenna 20 heilræði, en fara eftir einu þeirra". Að endingu vil eg leyfa mér að setja fram svohljóðandi ályktun: Hæfileg stytting vinnutímans leiðir til meiri starfsorku og þar af leiðandi betri vinnu. Hún stuðlar að betra heilsufari, sem verður gróði fyrir einstaklingana og þjóðfélögin í heild sinni. Með auknum frístundum verður betra tækifæri til persónulegra áhugamála og þekkingar á öðrum sviðum, en þekkingin eykur skilning, sem er hin sanna fullkomnun. FRÉTTAPUNKTUR Hjúkrunarþing 6.-7. nóvember 2008 Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík 6. og 7. nóvember nk. Hjúkrunarþing er haldið að jafnaði annað hvert ár. Þar er fjallað um stefnu félagsins í málefnum hjúkrunar og er það opið öllum félagsmönnum. Á þinginu verður fjallað um möguleika sem lög um heilbrigðisþjónustu frá 2007 hafa opnað hjúkrunarfræðingum til sjálfstæðs rekstrar og aó taka að sér afmarkaða þætti innan heilbrigðisþjónustunnar. Rætt verður einnig um hlut- verk hjúkrunarfræðinga í stefnu- mótun í hjúkrunar- og heilbrigðis- þjónustunni. Lagt verður upp úr góðum fyrirlestrum og virkni þátttakenda í umræðu- og vinnu- hópum. Hjúkrunarþingið verður auglýst nánar síðar. Hjúkrunarfræðingar, sem vilja hafa áhrif á stefnumótun félagsins, eru hvattir til að mæta. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.