Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2008, Blaðsíða 55
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR athafnir daglegs lífs eins og þrif, matreiðslu eða heimsendingu matar, aðstoð við innkaup, ferðaþjónustu, félagsskap og margháttaðan stuðning. í mörgum löndum er aðstoð við persónulega þætti eins og hreinlæti veitt af félagsþjónustunni. Jafnvel er orðið nokkuð útbreitt að þessi þjónusta sé einkarekin og að þeir sem hennar þarfnast fái greiðslur frá hinu opinbera sem hugsaðar eru til greiðslu fyrir aðstoð. Því er haldið fram að með þessu móti megi auka val neytenda. Margir telja að þetta fyrirkomulag feli í sér stórbættar aðstæður fyrir þá sem þarfnast aðstoðar. Loks er mikilvægt að nefna hið umfangsmikla sjálfboðastarf sem félagasamtök og kirkjur skipuleggja og felst m.a. í samveru og aðstoð við þátttöku í félagsstarfi og skemmtunum. Eins og þegar hefur komið fram eru aðstandendur mikilvægir þátttakendur í þeirri umönnun og aðstoð sem veitt er á heimilum aldraðra og langveikra. Til að létta undir með aðstandendum hafa dagdeildir verið opnaðar þar sem sjúklingar geta dvalið hluta úr degi og eins er reynt að hafa hvíldarpláss aðgengileg. í nýlegri samantekt Stoltz o.fl. (2004) um árangursríkan stuðning, sem veittur er á heimilum, kom t.d. fram að reglulegar hvíldarinnlagnir skipta sköpum fyrir aðstandendur en þátttaka þeirra er talin forsenda þess að fólk geti búið áfram heima. Stuðningshópar fyrir aðstandendur eru víða starfræktir. Þar sem engum aðstandendum er til að dreifa hafa verið gerðar tilraunir með búskaparform eins og við þekkjum með liðsinni í félagslegu þjónustunni hér heima. í Kanada hefur fólki t.d. verið gert auðveit að flytjast til landsins ef það er tilbúið til að búa á heimili einstaklings sem þarfnast aðstoðar vegna veikinda eða hrumleika (Citizens and immigration in Canada, e.d.). í rannsóknum hefur komið fram að óöryggi er algeng ástæða þess að fólk treystir sér ekki til að vera lengur heima og því er þjónusta eins og öryggishnappar og reglulegt innlit lykilatriði. Heimaþjónusta einkennist í auknum mæli af því að ólíkir starfsmenn taki þátt í henni. Því er teymisvinna talin lykilatriði og mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að vera undirbúnir fyrir slíkt starf. Heimahjúkrun hefur verið lykilþáttur þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heimilum og verður það örugglega áfram. En í hverju felst sú aðstoð sem heimahjúkrun veitir? Hver er staða heimahjúkrunar í ólíkum löndum, hvernig er hún skipulögð og skilgreind? Hvert er verksvið hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun og ábyrgð? Heimahjúkrun má skilgreina sem heilbrigðisþjónustu við einstaklinga og fjölskyldur sem veitt er á heimili þeirra með það að markmiði að aðstoða einstaklinginn við athafnir daglegs lífs, lina þjáningu viðkomandi, fyrirbyggja heilbrigðisvandamál og efla vellíðan. í heimahjúkrun beinist athyglin að aðstæðum fólks heima, áhrifum umhverfis á heilsufar og þörfum fyrir stuðning og meðferð. Yfirleitt er heimahjúkrun skilgreind sem almenn hjúkrun, þ.e. hjúkrunarfræðingur sem starfar við heimahjúkrun býr yfir þekkingu og færni sem tekur til almennra viðfangsefna eins og næringar, hreyfingar, virkni, persónulegra athafna, umönnunar húðar, útskilnaðar, svefns og hvíldar og samskipta m.a. í fjölskyldum. í mörgum tilvikum búa skjólstæðingar heimahiúkrunar við langvinn og flókin veikindi. Því þurfa hjúkrunarfræðingar að hafa yfirgripsmikla þekkingu á meðferðum sem tengjast langvinnum sjúkdómum eins og háþrýstingi, hjartabiiun og afleiðingum heilablóðfalls, lungnateppu og sykursýki. Aðstoð við þá sem búa við breytt hugarstarf í kjölfar heilabilunar verður einnig sífellt algengara viðfangsefni í heimahjúkrun. Loks er mikilvægt að hafa í huga að rætur heimahjúkrunar eru innan heilsugæsluhjúkrunar og því er heilsuvernd og heilsuefling ávalit þáttur starfseminnar (Irvine, 2005). Heilsuefiing getur falist í því að hjúkrunarfræðingar hvetji stjórnvöld til að skapa ákjósanlegar umhverfisaðstæður eins og möguleika til útivistar í öruggu umhverfi. Eins getur hún falist í ráðgjöf og stuðningi við einstaklinga en dæmi um slíka starfsemi eru heilsueflandi heimasóknir sem hafa verið stundaðar í Danmörku um árabil og hafa verið þróaðar hér á landi um skeið. Augljóslega mun sú stefna stjórnvalda að sjúklingar dvelji sem mest á sínu eigin heimili leiða til þess að verkefnin í heimahjúkrun verða flóknari og krefjast víðtækari þekkingar og færni en nú er. Því má gera ráð fyrir að sérhæfing muni aukast og að störfum sérfræðinga innan heimahjúkrunar muni fjölga. Á liðnum árum hafa t.d. verið stofnaðar sérhæfðar heimahjúkrunarmiðstöðvar á sviði líknarhjúkrunar og barnahjúkrunar. Heiibrigðisstofnanir hafa einnig opnað göngudeildir fyrir sjúklinga með sérhæfð heilsufarsvandamál eins og hjartabilun eða lungnasjúkdóma þar sem heimsóknir á heimili eru hluti starfseminnar. Augljóslega kalla þessar breytingar á fjölbreytta þekkingu. Þó rannsóknir á sviði heimahjúkrunar séu enn frekar fátíðar má nýta umfangsmikla þekkingu frá öðrum fræðasviðum sem fást við endurhæfingu, aðstæður sjúklinga með langvinna sjúkdóma og reynslu aðstandenda svo fátt eitt sé nefnt. Brýnt er að skoða klínískar leiðbeiningar sem til eru og aðlaga þá þekkingu sem nýtist sem best. Þó heimahjúkrun hafi verið ein umfangsmesta sérgrein hjúkrunar á fyrstu áratugum tuttugustu aldar náði hún ekki að þróast og styrkjast er leið á öldina enda varð stofnanaþjónusta allsráðandi. í sumum löndum er heimahjúkrun varla þekkt eða mjög takmörkuð þó víða sé hún hratt vaxandi svið. Japan er hér áhugavert dæmi en þar er heimahjúkrun ný tegund heilbrigðisþjónustu (Murashima o.fl., 2002). Lengi var sterk hefð fyrir því að fjölskyldan annaðist um sína nánustu heima en samfara þeim þjóðfélagsbreytingum, sem nú einkenna Vesturlönd, hafa forsendur þar þó breyst og á síðustu tveimur áratugum hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á heimahjúkrun. Stefna stjórnvalda í Japan er að efla heilbrigðisþjónustu utan stofnana sem hefur ýtt undir mikilvægi heimahjúkrunar. í mörgum löndum er umsjónarhjúkrun (e. case management) notuð sem aðferð við að skipuleggja störf hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun. Umsjónarhjúkrun er útfærð með mismunandi hætti en í skrifum hjúkrunarfræðinga er yfirleitt lögð áhersla á heildræna og einstaklingsmiðaða nálgun þar sem leitast er við að skipuleggja þjónustu sem kemur til móts við óskir og þarfir skjólstæðinga. Mikilvægir þættir starfsins eru heilbrigðisfræðsla, ráðgjöf og stuðningur þar sem lögð er áhersla á að einstaklingurinn geti mótað athafnir sínar og daglegt líf. Hjúkrunarfræðingar meta heilsufar og færni einstaklingsins Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 84. árg. 2008 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.