Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 15
13
íslenska skýrsluhaldskerfið hefur allt verið byggt inn í kerfið, þar er átt við grunnskráningu,
afdrifaskráningu, fangskráningu, skráningu á fyljun (sem er ný skráning miðað við fyrr-
verandi kerfi), skráning á eigendum, eigendaskipti, umnúmeringar, skráning á bæjum eða
uppruna, og skráning á örmerkjum, svo að það helsta sé upp talið.
Vegna þess að um alþjóðlegan gagnagrunn er að ræða var umfang verksins mun meira
heldur en ef verið væri að skrifa kerfí einungis fyrir ísland. Alls staðar þurfti að huga að fjöl-
þjóðlegri skráningu, enda byggir kerfið á mjög strangri aðgangsstýringu eftir löndum.
Jafnframt þurfti að staðla ýmsa lykla til viðbótar við hið alþjóðlega fæðingamúmer og þar er
átt við lykla fyrir eigendur, uppruna, svæði og fleira. Auk alls þessa var gæðastýringar-
þátturinn í fyrsta skipti byggður inn að öllu leyti. Þannig eru sannanir skráðar inn í gagna-
grunninn, þ.e. blóðflokkun og DNA greining, sem er grunnur að gæðavottun hrossa. Einnig er
byggður inn skýrsluhaldsþáttur gæðastýringarinnar, sem er gæðavottun folalda, þar sem upp-
fyllt hefur verið öllum skilyrðum á skráningu, þ.e. skráningu á fyljun, fangi og örmerkingu.
Þannig er með auðveldum hætti hægt að sjá hvort folöld eru gæðavottuð eða ekki og sjá
gögnin sem standa að baki vottuninni.
Annar stór þáttur i WorldFeng eru kynbótasýningar. í upphafi ársins 2002 er þeim þætti
að mestu lokið. Þannig geta aðildarlönd FEIF, sem eru áskrifendur að WF, skráð inn kynbóta-
sýningar á þessu ári beint í gagnagrunninn. Strangar reglur eru um skráningu á hrossum inn í
WorldFeng og geta t.a.m. erlendir skrásetjarar ekki skráð folald nema foreldra sé hægt að
rekja beint til íslands.
VERKEFNI FRAMUNDAN
A árinu 2002 eru mörg spennandi verkefni fyrirhuguð. í upphafi ársins verður bætt við
myndum vegna litaverkefnis sem styrkt er af stofnvemdarsjóði. Það verður unnt að fletta upp
myndum samkvæmt litamúmemm, þannig að með auðveldum hætti er hægt að átta sig á
hvaða litanúmer er rétt fyrir hvert hross.
Annað verkefni er vegna ræktunamafna, en á þessu ári verður opnað fyrir skráningu á
ræktunamöfnum í Feng. Þá geta hrossaræktendur í þéttbýlinu skrásett ræktunamöfn sam-
kvæmt ákveðnum reglum þar um. Ræktunamöfh má nota í stað upprunanafna, þar sem aðeins
má nota nafh á lögbýlum fyrir uppmna.
Þriðja verkefhið og umfangsmesta verður vegabréf hrossa, en nú liggur fyrir lagabreyting
um að í stað uppmnavottorða verði gefin út vegabréf fyrir hross. Þetta er í samræmi við reglur
Evrópusambandsins þar um og hafa vegabréf með þessum hætti verið gefín út í allnokkur ár í
helstu Evrópulöndum. Hrossaræktendur, sem hafa flutt út hross, hafa fengið uppmnavotturð á
Islandi, en síðan hafa kaupendur hrossanna þurft að fá vegabréf í því landi sem hrossið var
flutt til. Þannig skapast aukakosmaður sem er komið í veg fyrir með þeirri lagabreytingu sem
liggur fyrir. Mikill áhugi er á þessu máli hjá aðildarlöndum FEIF, en þeir sjá lausn á þessu
fyrir sig með því að nýta eitt samræmt tölvukerfi, þ.e. WorldFeng til útgáfu þessara vega-
bréfa, sem jafnframt yrði þá miðlæg skráning á vegabréfum.
Annað stórt verkefni er alþjóðlegt kynbótamat, en með WorldFeng hefur verið byggður
upp fjölþjóðlegur gagnagmnnur sem er forsenda þess að hægt sé að reikna út slíkt mat. Upp-
lýsingum um afkvæmahryssur í áranna rás á einnig eftir að bæta í gagnagrunn WorldFengs.
Þá em uppi hugmyndir um að búa til sérstakan sýningarpakka vegna kynbótasýninga til að
geta með auðveldum og skýmm hætti birt niðurstöður kynbótasýninga á mótsstað, á skjávarpa
eða á tölvuskjá. Þama yrðu um sjálfvirkan sýningarpakka að ræða, sem væri sjálfvirkt i gangi
meðan á sýningu stendur og birti efstu hross í hveijum flokki o.s.frv.