Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 69
67
kúastofiianna, en þær upplýsingar fengust þó gegnum samtöl að íslenski kúastofninn gæfi
mjólk með minna af þessari gerð kaseina en stóru norrænu kúakynin, en Stefán Aðalsteinsson
og samstarfsmenn höfðu notað blóðsýni úr hópum dýra hérlendis og í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi til að skoða erfðaeignleika sem stýra magni próteina í mjólkinni. Grein
um þetta efiii birtist svo árið 1999 (Lien o.fl.). Við sýndum síðan að magn próteinanna í mjólk
eins og hún nær neytendum er í samræmi við þetta (Thorsdottir o.fl. 2000). Sjúklinga-saman-
burðarrannsóknir sýndu að ekki var hægt að tengja kúamjólkumeyslu ungra bama sykursýki
af gerð 1 hérlendis, en það hefur verið gert viða í heiminum, m.a. í nágrannalöndunum. Sú
niðurstaða styður að íslenska kúamjólkin hafi sérstöðu og jafhvel að þ-kasein Al, og lík
próteingerð, eða þ-kasein B, sem bæði em í minna magni í íslensku mjólkinni, geti leitt til
sjúkdómsins hjá bömum sem hafa erfðafræðilegar forsendur til að þróa hann og skýri því
minna nýgengi sykursýki af gerð 1 hérlendis en meðal nágrannaþjóða okkar.
Ekki er þó ólíklegt að fleiri próteingerðir í mjólkinni valdi þessum breytileika, en niður-
stöður mælinga erfðaefiiis ákveðinna próteingerða í blóði frá hópum dýra hafa gert kleift að
áætla magn próteingerða í drykkjarmjólk á Norðurlöndum undanfarin ár (Lien o.fl. 1999,
Liinamo 2000). Þessir útreikningar benda til þess að drykkjarmjólk hafi breyst vemlega í
Finnlandi frá 1960, en 1960 var þarlend drykkjarmjólk líkari íslensku mjólkinni en í dag og á
þetta við um samsetningu nokkurra próteingerða sem er erfðafræðilega stýrt. En nýgengi
sjúkdómsins hefur aukist mikið siðastliðna áratugi i Finnlandi. Þessi aukning i nýgengi bendir
til þess að mikilvægt sé að leita umhverfisorsaka, þar sem gen Finnanna sjálfra hafa ekki
breyst á þessum tíma. Ýmislegt annað styður að umhverfi spili hlutverk í tilkomu sykursýki af
gerð 1, eins og það að meira en 90% þeirra sem hafa arfgerðina fá ekki sjúkdóminn, nýgengi
er breytilegt meðal erfðafræðilega skyldra þjóða og umhverfisþættir, sérstaklega stutt bijósta-
gjöf og snemmbær kúamjólkurgjöf, hafa verið tengdir sjúkdómnum. Hérlendis hefur neysla
nítrósamína verið tengd þróun sykursýki (Helgason og Jonasson 1981), en ekki kúamjólkur-
neysla (Thorsdottir o.fl. 2000). Mikilvægt er að rannsaka áhrif umhverfisþátta á þróun sjúk-
dómsins og ekki síst þá fæðutegund sem oftast hefur verið tengd honum, mjólkina. Mikilvægt
er að finna hvort og hvemig megi hafa áhrif á hollustu og gæði slíkrar undirstöðufæðu-
tegundar.
í rannsókn á vegum rannsóknastofu í næringarfræði hefur neysla mjólkur og mjólkur-
afurða frá bemsku fram á unglingsár verið borin saman í nokkmm skyldum Evrópulöndum
með svipaðar aðstæður. Þessar rannsóknir hafa sýnt að kúamjólkumeysla unglinga í hefur
línulega fylgni við nýgengi sykursýki í löndunum, ef ísland er imdanskilið í útreikningunum
(3. mynd). Svipuð niðurstaða hefur reyndar áður sést þegar kúamjólkumeysla á mann á ári
var skoðuð með hliðsjón af
nvvenm svlrnrsvH tFllintt L tafla' Nýgeng‘ sykursýki af gerð 1 og neysla nokkurra kúamjólkur-
5 y y t próteina á mann á ári á sambærilegum tíma, og fylgnistuðlar (r) hugsan-
O.fl. 1999). Tengsl nokkurra legs sambands. * táknar marktækt samband.
próteina við nýgengi sykur-
sýki af gerð 1 á Norður-
löndum hafa verið skoðuð
með fylgniútreikningum við
neyslu á mann á ári (Thors-
dottir o.fl. 2002). Niður-
stöðumar má sjá í 1. töflu
sem sýnir að nautaalbúmín,
laktóferrín eða immunóglób-
úlin hafa ekki fylgni við ný-
Land Nýgengi/ 100 þús. Nauta- albúmín g/d Immuno- globulin g/d Lacto- ferrin g/d A1 og Bþ kasein* g/d
ísland 9,4 0,79 0,73 0,86 2,45
Noregur 20,8 0,38 0,38 0,79 3,53
Danmörk 21,5 0,27 0,27 0,54 3,26
Svíþjóð 24,4 0,53 0,51 0,80 3,78
Finnland 35,3 0,42 0,56 0,29 3,88
r gildi -0,20 -0,10 -0,70 0,90*
P gildi 0,747 0,873 0,188 0,037