Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 208
206
Halldór Pálsson 1975). Fé kýs heldur nýgræðing en heygjöf þegar fer að gróa á vorin og ef
framboð beitargróðurs er lítið gengur það mjög nærri landinu. Mikilli vorbeit fylgir uppskeru-
tap þegar vaxtarsprotar plantna eru bitnir að rót og rótarkeríið rýmar ef yfirvöxtur nær sér
ekki á strik. Vorbeit þarf því að vera á túni eða sterku, uppskerumiklu landi sem borið er á.
Tilraunir hafa sýnt að áhrif beitarþunga á afurðir sauðfjár eru miklar. Mest eru áhrifin á
uppskerulitlu landi, sem oft er viðkvæmt fyrir beit. Breytingar á Qölda i högum hafa minnst
áhrif á uppskerumiklu landi og það þolir beit betur en rýrt land (Andrés Amalds 1986).
Sumarbeit sauðfjár er að stærstum hluta á óræktuðu landi. Þar em þessi beitarform helst: lág-
lendisbeit, láglendis- og hálendisbeit og afréttarbeit sem er víðast hálendisbeit.
LÁGLENDISBEIT
Gróður á láglendi er yfirleitt uppskemmeiri og fyrr til á vorin en á landi sem liggur hærra, en
sölnar líka fyrr á haustin. Láglendi þolir meira beitarálag án þess að gæði þess rými. Vöxtur
lamba á láglendi er að jafnaði minni en lamba er ganga á hálendi, einkum fyrri hluta sumars
en er orðinn svipaður i ágústlok. Til að nýta vaxtargetu lamba hefur því láglendisbeitin ekki
þótt eftirsóknarverð og bændur reyna að koma fé sínu til fjalla yfir sumarið. Sérstaklega er
mýrlendi lélegt til síðsumars- og haustbeitar og gerir vart meira en að viðhalda fallþunga. Fé
sem gengur á láglendi sækir í hrossahólf til að bíta nýgræðing í kjölfar hrossabeitarinnar.
Fyrir þá sem byggja sauðfjárrækt sína á láglendisbeit er athugandi að viðhafa sambeit sauðfjár
og hrossa eða nautgripa, einkum ef rúmt er í högum. Þá hefúr féð aðgang að plöntum í endur-
vexti eftir beit stórgripa. Með skipulegri hólfabeit má beita landið fyrst með nautgripum eða
hrossum og síðan með sauðfé eftir nokkra hvíld. Upp úr miðjum ágúst þyngjast lömb lítið á
láglendisbeit og þá ætti að koma þeim á ræktað land, áboma há eða grænfóður, en æmar geta
gengið lengur á úthaga. Þar sem þægilegt er að ná fé snemma heim til haustbötunar er einnig
tækifæri til að lóga vænstu lömbunum fyrir hefðbundna sláturtíð.
LÁGLENDIS- OG HÁLENDISBEIT
Víða hagar þannig til að jarðir eiga land til fjalls eða hafa aðgang að fjalllendi. Úrval beitar-
gróðurs er fjölbreytt við þær aðstæður og lömb nýta vel vaxtargetu sína svo lengi sem beitar-
þungi er ekki takmarkandi þáttur. Féð sækir meira í þurrlendi en votlendi og þurrlendið er því
stundum fúllnýtt þó nægur gróður sé eftir á votlendinu. Deiglendið er þó oft fyrr til á vorin, þá
nýtir féð sér nýgræðinginn, en sækir síðan í þurrlendið eða til fjalla þegar gróður fer að ná sér
betur á strik. Við slíkar aðstæður er ofl hægt að sleppa fé fyrr af vorbeit innan túns og koma
því á sumarbeitina, vegna þess hve deiglendið tekur fljótt við sér. Deiglendið þolir beitarálag
vel en er lítið bitið eftir að kemur fram yfir miðjan júlí og sölnar fyrr er þurrlendis- og há-
lendisgróður. Eftir miðjan ágúst er ráðlegt að koma þeim lömbum sem ganga á láglendari
hlutum beitilandsins á ræktað land, en hinum í byijun september. Ær geta síðan gengið í út-
haga ffarn eftir hausti ef þurfa þykir.
AFRÉTTABEIT
Afréttir liggja yfirleitt á hálendinu i yfir 400 m h.y.s., en þó er hluti afféttanna, einkum undir-
lendi í dölum Norðanlands, undir 200 m h.y.s. Gróðurfar er oft mjög misjafnt innan sama af-
réttar og eins á milli afrétta. Víða sækja sauðfjárbændur stíft að koma fé sínu snemma á affétt,
jafhvel áður en gróður er kominn nægilega vel af stað. Ef upprekstur hefst of snemma getur
tiltölulega fátt fé haldið grasvexti niðri, þannig að afköst beitilandsins verða undir þeim
mörkum sem aðstæður að öðru leyti bjóða upp á. Beitarþungi (ær/ha) verður of mikill, smám
saman rýma landgæði og fallþungi lækkar. Á afféttum er víðast mjög erfitt og kostnaðarsamt