Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 275
273
eftir því hvemig ræktunin var áður. Fyrstu árin getur uppskeran rýmað talsvert, en eykst svo
aðeins þegar á líður. Helstu áburðargjafar em búQáráburður, þang- og þaramjöl, rækjuskel,
fískimjöl og safnhaugamold. Þó safiihaugamold geti verið mjög góður áburðargjafi er hún
frekar lítið notuð hér á landi í túnrækt, en þeim mun meira í matjurtarækt. Ræktun köfnunar-
efiiisbindandi belgjurta, eins og hvít- og rauðsmára, með vallarfoxgrasi hefur tekist nokkuð
vel, sérstaklega á Suður- og Austurlandi.
Túnræktin hefur heppnast mjög vel hjá allflestum ræktendum, sérstaklega þeim sem hafa
góðan aðgang að búfjáráburði. Skortur á slíkum áburði er einna helst að finna hjá þeim sem
stunda eingöngu sauðfjárrækt. Áburðurinn hefur því oft á tímum verið takmarkandi þáttur í
því framleiðsluferli. Flestir bjarga sér með því að hafa hlutfallslega meira beitar- og ræktunar-
land og skipuleggja vel nýtingu þess áburðar sem fellur til hveiju sinni.
Matjurta- og garðrœkt
Nær allir lífrænir bændur stunda líffæna matjurtarækt, hvort sem er fyrir heimilið eða sölu.
Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn illgresi, sjúkdómum og meindýrum skiptir þar mestu máli, s.s.
með sáðskiptum, réttri áburðamotkun og hentugri véltækni. Reynsla af notkun mismunandi
„extrakta“ er nokkuð góð í útimatjurtum, en innkeyptar lifrænar vamir í gróðurhúsaræktun.
Utan gróðurhúsa eru ræktaðar allar helstu káltegundir, gulrætur, kartöflur, gul- og rauð-
rófur, salat, laukar o.fl. í gróðurhúsum em það einkum mismunandi tegundir tómata, agúrkur,
chillipipar, paprikur og allt að því 40 tegundir af kryddjurtum. Jarðarber, gulrætur, stikkilsber,
vínber eða epli em aðallega ræktaðar fyrir heimilið. Tijá- og garðblómarækt er einnig stunduð
með líffænum hætti. Komið hefur í ljós að líffænt ræktuð tré og garðplöntur em með mun
meira og öflugra rótarkerfi sem gerir plöntumar harðari af sér.
Ræktendur leggja mikla áherslu á öflugri fræðslu og rannsóknir innan líffænnar matjurta-
ræktunar. Lítið hefur verið gert í þeim málum og lítið verið birt af niðurstöðum slíkra athug-
ana. Helst á þetta við um leiðbeiningar varðandi áburðaþörf og áburðagjöf, en einnig gagnvart
skordýravömum.
Garðyrkjubændur mæta mestum skilningi og „vinsældum“ hjá neytendum. Almenningur
gerir sér betur grein fyrir að líffænt ræktað grænmeti og ávextir em hollir, vegna lítillar eða
engrar notkunar eiturefna gegn skaðvöldum eins og meindýrum og illgresi. Rekjanleiki af-
urðanna er einnig til fyrirmyndar og ræktendur oft sýnilegir, s.s. í verslunum og matvæla-
sýningum í tengslum við kynningar afúrðanna.
Sauðfjárrœkt
Um þessar mundir em ekki nema 10 bændur sem ffamleiða líffænt lambakjöt og er meðal-
stærð líffænna sauðfjárbúa um 160 ær og er meðalfallþungi dilka um 14,5-17 kg.
Mismunandi ástæður em fyrir því að bændur fara yfir í líffæna búfjárrækt, í stað
hefðbundinnar. Sumir hafa góða aðstöðu til þess, boðið er ögn hærra verð fyrir afúrðimar og
auk þess hefur það tilfinningalegt gildi að taka á markvissan hátt þátt í náttúru-, umhverfis- og
dýravemd þar sem heildin skiptir meira máli, sem og hollusta og rekjanleiki afúrðanna.
Bændur hafa aðeins þurft að breyta fjárhúsum sínum lítilsháttar vegna aðlögimarinnar,
þar sem krafa er um meira rými á grip. Vandamál tengd rúningi og útivist reynist mun minni
hjá bændum sem rýja í júní, júlí eða ágúst. Sauðfé sem hefúr fijálsa útivist velur oftast að vera
úti allan ársins hring, en velur þó að fara inn í mikilli bleytu. Flestir bændur gefa þurrt hey
eða rúllur og aðeins kjamfóður til viðbótar við heygjöf yfir fengitímann, sem og í kringum
burð. Þeir gefa helst fiski-, þönnga- eða loðnumjöl, en líka hefúr færst í vöxt að bændur gefi
bygg sem þeir hafa ræktað og verkað sjálfir.