Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 202
200
2. tafla. Áhrif uppskeru túna á breytilegan kostnað á hverjar 1000 fóðureiningar skv. búreikningum 2000.
Uppskera FEn/ha <1251 1251- 1500 1501- 1750 1751- 2000 2001- 2250 2251- 2500 2501- 2750 2751- 3000 3001- 3250 3251- 3500 >3500 Meöaltal
Meöaltal, FEn,/ha 1.086 1.364 1.610 1.859 2.127 2.403 2.650 2.870 3.126 3.391 3.839 3.008
Túnstærð, ha 34,0 27,3 28,5 40,0 33,1 35,3 35,0 38,1 37,3 32,1 38,7 36,1
Fjöldi reikninga 2 4 8 13 20 23 22 25 42 30 67 256
Áburður og sáöv. 5.489 4.876 5.074 4.797 4.859 4.444 3.550 3.996 3.812 3.879 3.358 3.814
Búvélar 7.103 6.930 4.779 3.418 3.827 3.770 2.732 2.948 2.828 2.972 2.392 2.890
Rekstrarvörur 1.425 1.710 1.691 816 1.297 1.079 1.118 1.253 999 1.341 852 1.049
Þjónusta * 143 331 881 423 539 563 440 349 478 569 501
Breytil. kostn. alls 14.017 13.659 11.875 9.912 10.406 9.832 7.963 8.637 7.988 8.670 7.171 8.254
dæmi sé tekið. Þetta hlýtur að segja okkur það að uppskera og ástand hverrar túnspildu skiptir
verulegu máli fyrir afkomu búsins. Gott bókhald um áburðargjöf, meðferð og uppskeru túna
er því jafn sjálfsagt hjálpartæki og fjárbókin á hveiju búi. Fyrirhöfnin er tiltölulega lítil miðað
við það sem er í húfi. Rétt er að vekja athygli á því að með nýrri útgáfu af jarðræktarforritinu
NPK sem er að verða fullbúin þegar þetta er skrifað verður hægt að halda utan um upp-
lýsingar um uppskeru með enn öflugri hætti en áður.
GÆÐASTÝRING FÓÐURÖFLUNAR
Hversu vel við náum að nýta afurðagetu fjárins fer auk árferðis eftir fóðrun, beit og öðrum að-
búnaði. Hvað varðar fóðrunina er t.d. vel þekkt að holdafar ánna við upphaf fengitíðar hefur
mikil áhrif á fijósemi og sömuleiðis hefur holdafar á síðari hluta meðgöngu mikil áhrif á
fæðingarþunga lamba og vöxt þeirra, ekki síst framan af sumri. Yfirleitt deila menn ekki um
það að vel borgi sig að fóðra æmar þannig að þær hafi möguleika á að skila tveimur vænum
lömbum að hausti. Þetta á að vera auðvelt að gera, án verulegrar kjamfóðumotkunar nema
rétt fyrir og um sauðburð, svo framarlega sem heyin uppfylla kröfur fjárins um gæði og magn.
Mjög algengt er æmar fái að éta nánast að vild, en fóðmninni sé stýrt með heygæðunum á
hveijum tíma. Heyforða þeim er sauðfjárbú þurfa má oft skipta í þijá gæðaflokka:
Gæðaflokkur heys - lýsing og áætlað orkuinnihald
Meltanleiki FEn/ kg þe.
1. Úrvalshey. Snemmslegið, vel verkað gæðagras 78% og yfir 0,85 og yfir
2. Gott hey. Slegið um skrið, allvel verkað. 72-77% 0,75-0,84
3. Sæmilegt hey. Slegið eftir skrið, nokkuð velkt á velli. 65-71% 0,65-0,74
A sauðfjárbúi þar sem fé er haustrúið og stefnt er að hámarksafurðum þá má í grófum
dráttum segja að æmar þurfi gæðaflokk 1 um sauðburð og á síðustu vikum fyrir burð, gæða-
flokk 2 frá haustrúningi og út fengitíð, en gæðaflokk 3 á fyrstu 3 mánuðum meðgöngunnar.
Lambgimbramar þurfa gæðaflokk 1 - í versta falli 2 - að sem mestu leyti eigi þær að bera
lambi og vaxa sæmilega yfir veturinn.
Með þessu emm við að segja að fóðuröflun sumarsins þurfi að reyna að skipuleggja út frá
fóðurþörfum fjárins á vetri komanda. Og að i því felist m.a. tilgangurinn með þeim hluta
gæðastýringarinnar er snýr að skráningu á gæðum og magni uppskeru og mögulegri úrvinnslu
og hagnýtingu þeirra upplýsinga. Til að skoða þetta nánar var sett saman lítið reiknilíkan af
fóðmn og fóðuröflun á sauðfjárbúi.
Helstu forsendur reiknilíkans:
• Fóðuráætlun sem byggist á reiknuðum orkuþörfum í FEm (Jóhannes Sveinbjömsson og
Bragi L. Ólafsson 1999) og áætlunum um heyát er taka mið af fóðurgæðum og stöðu
ærinnar í ffamleiðsluferlinum. T.d. er heyát eftir burð áætlað 30% meira heldur en fyrir
burð. Fóðurþarfir ákvarðast m.a. af markmiðum um holdafar er miðast við hámarksaf-
urðir.