Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 77
75
RRÐUNflUTflFUNDUR 2002
Einærar belgjurtir
Áslaug Helgadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Jónatan Hermannsson
Rannsóknastofhun landbúnaðarins
YFIRLIT
Rannsóknastofeun landbúnaðarins stóð fyrir tilraunum með einærar belgjurtir til grænfóðurs árin 1996-1999.
Fjórar tegundir, gul lúpína (Lupinus luteus), blá lúpína {L. angustifolium), gráerta (Pisum sativum) og fóður-
flækja (Vicia sativa) skiluðu viðunandi uppskeru án nituráburðar. Best reyndist að rækta lúpínu í hreinrækt, en
erta og flækja hentuðu best í blöndu með höfrum. Lúpína reyndist ekki þurfa á steinefnaáburði að halda, en
flækja og erta verða ekki ræktaðar án fosfór- og kalíáburðar. Belgjurtimar allar unnu miklu betur að tillífun
niturs á þurrum mel en í ffamræstri mýri. Uppskera af belgjurtunum reyndist nothæf til votverkunar, en þó vand-
meðfarin þegar kom ffam á haustið. Ræktunarkostnaður á hvert kg þurrefnis í grænfóðurbelgjurtum reiknaðist
svipaður og kostnaður við ræktun hefðbundins grænfóðurs.
INNGANGUR
Margar tegnndir einærra belgjurta eru þekktar sem ræktunaijurtir frá fomu fari. Nokkrar
tegundir þeirra hafa notið endumýjaðrar athygli nú hin síðari ár. Ástæðan er helst sú að
ræktun til fóðurs og fæðu byggir á tiltölulega fáum tegundum í heiminum öllum eins og er.
Mikilsvert þykir nú að fjölga nytjategundum og breikka þannig gmnninn undir fóður- og
fæðuffamboð heimsins. Belgjurtir þykja áhugaverðar vegna þess að þær þurfa ekki nitur-
áburð, en gefa þó sérlega próteinríka uppskeru. Þær belgjurtir sem hér er fjallað um em að
stærstum hluta notaðar til fóðurs erlendis. Þar er miðað við að nýta fræhluta jurtanna, en ekki
em þær nógu fljótþroska til að við getum farið þá leið hér á landi. En við eigum kost á að nýta
þær sem grænfóður á sama hátt og við nýtum hafra og repju.
FYRRI RANNSÓKNIR
Fyrstu tilraunir með einærar belgjurtir til grænfóðurs hér á landi vom gerðar sumarið 1928.
Næsta áratuginn vom gerðar fjölmargar tilraunir, en eftir það kom tilbúinn áburður til
skjalanna og áhugi manna dvínaði. Tilraunir með einærar belgjurtir vom þó gerðar allt fram
til 1957. Á þessu árabili vom gerðar alls 28 tilraunir með einærar belgjtnlir, 16 á Sáms-
stöðum, 10 á Akureyri og sín tilraunin á hvomm stað, Hólum og Skriðuklaustri. Belgjurtimar
í þessum tilraunum vom fyrst og fremst þijár tegundir, gráerta (Pisum sativum), fóðurflækja
(Vicia sativa) og loðflækja (V. Villosa). Lúpína (Lupinus, ekki tilgreind nánar) var í tveimur
tilraunum á Sámsstöðum. Belgjurtunum var alltaf sáð með höfrum og sáðmagn hafra var
100-125 kg/ha. Þar sem tilbúinn áburður kom ekki við sögu var uppskemauki fyrir ertu 0,8
tonn þe./ha og 0,7 tonn þe./ha fyrir flækju að meðaltali allra tilrauna (Jónatan Hermannsson
1986). Aftur vom gerðar tilraunir með einærar belgjurtir sumurin 1983-85. Þá var einær
lúpína (Lupinus angustifolius og L. luteus) ræktuð, m.a. til beitartilrauna, á Sámsstöðum,
Korpu, Möðmvöllum, Gunnarsholti og Skógasandi. Uppskera var mjög breytileg (<1,0-7,7
tonn þe./ha), enda miklar sveiflur í veðurfari þessi sumur (Friðrik Pálmason 1986, Ólafur
Guðmundsson 1986).
EFNI OG AÐFERÐIR
Ekki er vitað hvort belgjurtir hafa náð einhverri útbreiðslu sem grænfóður á ámnum milli
stríða. Líkur á því em ekki miklar, þvi að ræktun öll var smá í sniðum á þessum ámm og tæki