Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 307
305
RRÐUNflUTflfUNDUR 2002
Samanburður á fóðrun sauðfjár með engjaheyi og töðu
Sveinn Hallgrímsson, Emma Eyþórsdóttir og Eyjólfur Kristinn Ömólfsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Rannsóknaslofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Á síðari ámm hefur athyglin beinst æ meir að umhverfi mannsins og áhrifum af aðgerðum
hans í náttúmnni. Landbúnaðurinn hefur mikil áhrif í umhverfmu, t.d. með ræktun og annarri
nýtingu lands. Þvi hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að okkur beri að stunda landbúnað þannig
að sem minnst sé raskað náttúmlegu umhverfi. Fyrr á tímum var sauðfjárrækt stunduð nær
eingöngu með nýtingu úthaga, enda þótt gimbmm væri gefin taða. Taðan var fyrir mjólkur-
kúna og reiðhesta húsbænda. Reynsla af fóðmn með útheyi var vissulega til staðar, en hey-
skapur á útjörð eða engjum er lítið stundaður nú.
Öflun og nýting lífræns fóðurs er helsta vandamálið sem bændur í lífrænni sauðfjárrækt
hér á landi eiga við að glíma. Víða em til engjalönd þar sem afla má tiltölulega ódýrs fóðurs
án áburðargjafar og má telja víst að hey af slíkum úthaga fengi auðveldlega vottun, enda þótt
ekki hafí verið látið á það reyna enn.
Markmið verkefnisins, sem hér er greint frá, var að meta árangur fóðmnar áa með engja-
heyi samanborið við fóðmn á töðu ffá miðjum janúar og ífam i apríl/maí. Tilefnið var að meta
gagnsemi engja- eða úthagaheyskapar í líffænum sauðíjárbúskap, þar sem ekki er leyfilegt að
nota tilbúinn áburð. Tilraunin miðaði einnig að auka þekkingu á fóðmn með heyi af óábom-
um úthaga og engjum. Mikið flæmi slíkra engjalanda er lítt notað, eins og sauðfjárbúskap er
nú háttað.
FRAMKVÆMDALÝSING
Á Hvanneyri var, í janúar til apríl 2000, gerð tilraun með að fóðra ær á útheyi og var til
samanburðar hafður annar hópur sem fóðraður var á töðu. Engjaheyið var slegið fyrstu dag-
ana í ágúst 1999 á Hvanneyrarengjum, sem er óáborið flæðiengi, aðallega vaxið gulstör. Það
var forþurrkað lítillega og svo rúllað og pakkað í plast. Heyið sem samanburðarhópurinn fékk
var slegið um 25. júli 1999 á túnum í hefðbundinni ræktun með blönduðum grastegundum.
Það var einnig forþurrkað og verkað í rúllur. Það er rétt að benda á að bæði engjaheyið og
taðan var seint slegið og gæðin því ekki eins og best gerist, en það átti þó að vera fyllilega
nógu gott fyrir ær á fyrrihluta meðgöngu. í hvomm hópi vom 68 ær sem vom fóðraðar hvor
við sína rúllugjafagrind. Þegar farið var að minnka í grindinni var moðið i henni sett í lausan
garða og ný rúlla sett i gjafagrindina, þannig að æmar höfðu alltaf aðgang að heyi. Seinni
hluta timabilsins höfðu æmar aðgang að saltsíld að vild. Bæði engjaheyið og taðan vom mjög
einsleit talin. Efnagreiningasýni vom tekin úr nokkrnm rúllum og þær vigtaðar. Moði var
safnað og vigtað. Athugunin stóð frá 12. janúar til 14. apríl.
Hluti ánna var sæddur og bám þær um 22. til 25. apríl, en flestar æmar bám á bilinu 7. til
15. maí.
Tilraunin var endurtekin á Hesti eftir áramót 2001 með breyttu skipulagi og stóð sú til-
raun ffá 19. janúar til 1. maí. Notaðar vom 64 ær (til helminga af kollóttur stofn ffá Hesti og
kollóttur stofn ffá Hvanneyri) og þeim skipt í 4 hópa, með 16 ám í hveijum. Tveir hópar vom
fóðraðir með rúlluverkuðu engjaheyi af Hvanneyrarengjum og tveir hópar með töðu af túnum