Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 328
326
Hvemig?
• Fyrsta og mikilvægasta skrefið er ákvörðunin um að koma ásýndinni í lag. Mikilvægt er
að sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar geri sér grein fyrir stöðu mála og
setji sér raunhæf markmið til úrbóta þar sem þeirra er þörf. Landeigendur í dreifbýli
þurfa ákveðna þjónustu til þess að koma sinum umhverfismálum í gott horf til ffam-
tíðar. Á vegum verkefiiisins er stefiit að því að heimsækja alla tengiliði og þar fást
ábendingar um þær leiðir sem færar eru til að ná fram settum markmiðum, fiæðslu- og
kynningarefni og hvatning til hlutaðeigandi aðila.
• Dæmi um aðgerðir. Allir þátttakendur eiga það sammerkt að hafa tekið fegrun sveita á
dagskrá og eru byijaðir að vinna að markmiðum verkefnisins. Sveitarfélögin eru helstu
„vinnueiningar“ verkefiiisins, enda það stjómsýslustig sem næst er íbúum sínum. Þau
stjóma því sjálf með hvaða hætti þau nýta sér verkefnið. Þó þetta kunni að virka ómark-
visst er þessi sveigjanleiki forsenda þess að ná árangri. Engin tvö sveitarfélög era eins
og þarfimar era því misjafnar. Sveitarfélög hafa farið yfir þá þjónustu sem þau veita
íbúum sínum á sviði umhverfismála, og metið stöðuna: hvemig er ástandið, hvað þarf
að bæta og hvemig verður það best gert.
• Mismikið hefur verið gert, sums staðar „andlitslyfting“ á heilu hreppunum, töluvert
málað af mannvirkjum og hundraðum tonna af brotajámi komið í endurvinnslu. í
Svínavatnshrepp, Ásahrepp og Helgafellssveit stefnir í 100% þátttöku íbúa í verkefiiinu.
I Hveragerði var verkefnið tengt við iðnaðarhverfi þéttbýlisins, garðyrkjubændur og
hesthúsabyggð. í Eyjafjarðarsveit er lögð áhersla á brotajámshreinsun og niðurrif ónýtra
húsa. í Homafirði á að safna saman brotajámi og senda það í endurvinnslu. í Norður
Héraði söfnuðust þijár kerrur af ónýtum rafgeymum um leið og bændur vora heimsóttir
og svona mætti áfram telja.
• Á ýmsum stöðum er búið að hreinsa ijörar, ár, vötn, heiðar og girðingar, raða vélum og
tækjum bæði gömlum og nýjum, bera í plön og slóða og merkja heimreiðar. Það er ljóst
að hreinsunarstörf era bráðsmitandi. Aðrir þátttakendur, t.d. fyrirtæki, hafa litið í eigin
barm og unnið að því að fella mannvirki sín sem best að umhverfinu. Stofnanir t.d.
landbúnaðarskólamir, ýmsar nefndir og ráð hafa verið öðrum þátttakendum til ráð-
gjafar. Þess má geta að við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hafa fleiri tugir
nemenda unnið umhverfisáætlanir fyrir býli á síðustu tveimur árum.
Frœðsla og kynning
• Heimasíða verkefhisins hefur slóðina www.simnet.is/umhverfi.
• Flæðibankinn er tölvupóstlisti þar sem þátttakendur verkefiiisins fræðast um það sem er
að gerast, fá hagnýtar upplýsingar og hugmyndir, auk þess að læra hver af öðrum. Þeir
sem ekki era nettengdir fá póstsendingar með faxi eða hefðbundnum pósti.
• Það er mikilvægt að kynna vel alla þá þjónustu og aðstöðu sem að gagni getur komið á
hverjum stað. Staðsetningu gámasvæða, hvaða úrgangur á að fara hvert, móttökustað
spilliefha o.s.frv. Fundir, fféttatilkynningar í héraðsfféttablöð eða dreifibréf er þægileg
lausn. Eins er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að kynna vel aðgerðir til hreinsunar
og fegrunar hjá starfsmönnum og tryggja þannig meðvirkni þeirra.
• Tengiliðum stendur til boða að fá bæklinga og veggspjöld til dreifingar, auk annars
fræðsluefnis, sér að kostnaðarlausu.
Verkefnin framundan
Átaksverkefnið er nú að fara af stað þriðja sumarið í röð. Tengiliðum við verkefnið hefur
fjölgað ár ffá ári, þeir eru nú hátt á annað hundrað og þar af eru 67 sveitarfélög.