Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 198
196
AÐLOKUM
Mér er alveg ljóst að ég hef ekki svarað þeim spumingum sem ég lagði upp með í þessu
spjalli, heldur hafa bæst við enn fleiri spumingar. Sauðfjárbændur í dag vantar svör við því
hveiju örari endumýjun túna skilar þeim og eins hvaða grastegundir henta best í túnum hjá
þeim. Það er til mikið af rannsóknum sem tengja má þessu með einum eða öðmm hætti, en
það vantar að gera rannsóknir með hagsmuni sauðfjárræktar fyrst og fremst að leiðarljósi. Það
hefur orðið talsverð bylting í fóðuröflun hjá nautgripabændum á síðustu ámm, en þar em þó
sennilegast framundan enn stórstigari breytingar eins og þau Áslaug og Jónatan hafa boðað.
Spumingin fyrir sauðfjárbændur er hins vegar sú hvort meiri endurræktun túna getur styrkt
þeirra stöðu eða hvort gömlu túnin séu hagstæðasti kostur þeirra í fóðuröflun. Ef svarið er
gömlu túnin, skiptir þá ekki einhveiju máli hvaða grastegundir em rikjandi þar eða er þetta
bara spuming um sláttutíma og verkun? Að mínu mati þurfa sauðfjárbændur að fá svör við
þessu sem fyrst og þau fást ekki nema með rannsóknum. Það getur þó orðið nokkuð flókið að
meta Iokaafrakstur af mismunandi góðu heyi fyrir æmar a.m.k., því raunvemlegar lokatölur
hvað þær varðar er vænleiki dilka að hausti. Hver em raunvemleg áhrif mismunandi heygæða
að vori á vænleika dilkanna? Auðveldara er að mæla áhrif mismunandi fóðurs á fijósemi ánna
eða á vöxt og þroska gemlinga.
Hvar á svo að gera þessar rannsóknir? Á Hesti er góð aðstaða til ýmissa tilrauna og þar
hafa nú Rala og Landbúnaðarháskólinn sameinað krafta sína. Þetta er í raun eina opinbera til-
raunaaðstaða í sauðfjárrækt á landinu í dag. Á Hesti hefur um langt skeið megináhersla verið
lögð á kynbætur í kjötgæðum og hafa sauðfjárbændur uppskorið ríkuleg af því starfi. Það er
hins vegar spuming að hve miklu leyti mismunandi fóðmnartilraunir geta farið saman við
kynbótastarfið. Fóðmnartilraun má ekki verða að hugsanlegum skekkjuvaldi í afkvæma-
rannsókn. Hvað með að fara með einhveijar fóðmnarrannsóknir út til öflugra bænda, hugsan-
lega í ólíkum héröðum? Þetta kostar peninga, en er skynsamlegt að allar rannsóknir i sauðfjár-
rækt fari fram á einum stað, við einar aðstæður? Hér mega vísindamenn á sviði jarðræktar,
fóðurverkunar, fóðmnar og hagfræði ekki vanmeta þann styrk sem þeir geta haft af beinu
samstarfi við bændur. Það er meira segja ekki ólíklegt að enn betur yrði spáð í niðurstöður
sem hefðu farið fram hjá starfandi sauðfjárbændum.
HEIMILDASKRÁ
Ásgeir Harðarson, 2001. MR sáðvörur. Ljósritað efni fyrir nemendur í LBH, mars.
Áslaug Helgadóttir, 1987. Áhrif gróðurfars á afraksmr túna. Ráðunautafundur 1987, 33-47.
Áslaug Helgadóttir & Jónatan Hermannsson, 2001. Ræktun fóðurs í ffamtíðinni. Ráðunautafundur 2001, 197-
201.
Bjami Guðmundsson, 1984. Verkun og nýting þurrheys úr nokkrum grastegundum. Ráðunautafundur 1984,
143-157.
Bjami Guðmundsson, 1996. Verkun heys í rúlluböggum handa ám. Rit Búvísindadeildar á Hvanneyri nr 17.
Guðni Þorvaldsson, 1994. Gróður í íslenskum túnum. Ráðunautafúndur 1994,214-219.
Jóhannes Sveinbjömsson, 2001. Fóðrun sauðfjár. Gæðastýring í sauðfjárrækt, gæðahandbók.
Jónatan Hermannsson, 1985. Grastegundir og stofnar í túnrækt. Ráðunautafúndur 1985, 167-178.
Magnús Óskarsson, 1981. Áhrif beitar á grasvöxt og gróðurfar túna. Fjölrit nr 36, Bændaskólinn á Hvanneyri.
Óttar Geirsson, 1995. Heygæði. Handbók bænda 45, 66-69.
Ríkharð Brynjólfsson,1991. Grasfræblöndur. Ráðunautafúndur 1991, 72-78.
Reglugerð nr 86/2000 um forðagæslu, eftirlit og talningu búfjár. Handbók bænda 2001, 135-143.